Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2015 19:12 Í dag var opnuð fræðslumiðstöð í Osló um voðaverkin í borginni og í Útey þegar sjötíu og sjö manns voru myrtir þennan dag fyrir fjórum árum. Forsætisráðherra Noregs segir miðstöðinni ætlað að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum. Forseti evrópuráðsins vill að dagurinn verði alþjóðlegur dagur gegn hatursglæpum. Norðmenn vöknuðu upp við vondan draum hinn 22. júlí fyrir fjórum árum þegar mestu hryðjuverk í sögu Norðurlanda á friðartímum voru framin. Átta manns féllu í sprengjutilræði Anders Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og síðar um daginn skaut hann 69 manns til bana í Útey, aðallega ungt fólk í ungliðahreyfingu jafnaðarmanna, sem hann lagði sérstakt hatur á. Erna Sólberg, forsætisráðherra Noregs, sagði við minningarathöfn við stjórnarráðið í dag að enginn nema þeir sem misst hefðu börnin sín, systkini eða nána vini skildi hvað ættingjar hinna látnu hefðu mátt þola. „Hér á eftir opnum við „22. júlí-miðstöðina.“ Þar er með raunsönnum hætti sögð sagan af því hvað gerðist þennan dag árið 2011. Í sérherbergi í miðstöðinni eru þau sem misstu líf sitt heiðruð. Miðstöðin mun dreifa vitneskju til að hjálpa okkur við að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum,“ sagði Solberg. Anne Brasseur, forseti þingmannahóps Evrópuráðsins, ávarpaði einnig samkomuna í Osló í dag. Hún sagði að þau hryðjuverk sem framin hefðu verið frá hryðjuverkunum í Osló sýndu hvers konar voðaverk mannskepnan gæti framið. „Fyrir hönd þingmannahóps Evrópuráðsins lýsi ég yfir einörðum stuðningi við það að 22. júlí verði Evrópudagur tileinkaður fórnarlömbum hatursglæpa. Til að sýna samstöðu okkar með öllum þeim sem hafa mátt þola hatursglæpi. Einnig til að kynna sameiginlegt átak okkar gegn hatri og skorti á umburðarlindi,“ sagði Brasseur. Minningarathöfn var einnig haldin í Útey þar sem hinna látnu var minnst með einnar mínútu þögn. Solberg forsætisráðherra var við athöfnina ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra þegar hryðjuverkin voru framin. „Það er enginn fæddur til að hata. Hatur er búið til af manninum. Við getum ekki leitt hatur og kynþáttahatur,“ sagði Mani Hussaini, formaður ungra jafnaðarmanna, meðal annars við athöfnina. Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, sagði sárt að koma til Úteyjar en það væri líka gott að koma saman og minnast hinna látnu. „Eins og Mani sagði svo réttilega hér á undan þá er það ekki rétt að tíminn lækni öll sár. En tíminn gerir eitthvað fyrir okkur. Við getum valið að velja okkur leið til vonar saman. Með sársaukanum getum við líka leitað þeirra augnablika sem fela í sér ljúfar minningar sem hjálpa og hugga,“ sagði Jonas Gahr Störe í Útey í dag. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta "Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Jonas Gahr Støre í nýrri bók sinni sem kom út í dag. 26. ágúst 2014 13:24 Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Forsætisráðherra Noregs hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey. 22. júlí 2014 10:20 Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011. 5. júlí 2013 14:36 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira
Í dag var opnuð fræðslumiðstöð í Osló um voðaverkin í borginni og í Útey þegar sjötíu og sjö manns voru myrtir þennan dag fyrir fjórum árum. Forsætisráðherra Noregs segir miðstöðinni ætlað að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum. Forseti evrópuráðsins vill að dagurinn verði alþjóðlegur dagur gegn hatursglæpum. Norðmenn vöknuðu upp við vondan draum hinn 22. júlí fyrir fjórum árum þegar mestu hryðjuverk í sögu Norðurlanda á friðartímum voru framin. Átta manns féllu í sprengjutilræði Anders Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og síðar um daginn skaut hann 69 manns til bana í Útey, aðallega ungt fólk í ungliðahreyfingu jafnaðarmanna, sem hann lagði sérstakt hatur á. Erna Sólberg, forsætisráðherra Noregs, sagði við minningarathöfn við stjórnarráðið í dag að enginn nema þeir sem misst hefðu börnin sín, systkini eða nána vini skildi hvað ættingjar hinna látnu hefðu mátt þola. „Hér á eftir opnum við „22. júlí-miðstöðina.“ Þar er með raunsönnum hætti sögð sagan af því hvað gerðist þennan dag árið 2011. Í sérherbergi í miðstöðinni eru þau sem misstu líf sitt heiðruð. Miðstöðin mun dreifa vitneskju til að hjálpa okkur við að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum,“ sagði Solberg. Anne Brasseur, forseti þingmannahóps Evrópuráðsins, ávarpaði einnig samkomuna í Osló í dag. Hún sagði að þau hryðjuverk sem framin hefðu verið frá hryðjuverkunum í Osló sýndu hvers konar voðaverk mannskepnan gæti framið. „Fyrir hönd þingmannahóps Evrópuráðsins lýsi ég yfir einörðum stuðningi við það að 22. júlí verði Evrópudagur tileinkaður fórnarlömbum hatursglæpa. Til að sýna samstöðu okkar með öllum þeim sem hafa mátt þola hatursglæpi. Einnig til að kynna sameiginlegt átak okkar gegn hatri og skorti á umburðarlindi,“ sagði Brasseur. Minningarathöfn var einnig haldin í Útey þar sem hinna látnu var minnst með einnar mínútu þögn. Solberg forsætisráðherra var við athöfnina ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra þegar hryðjuverkin voru framin. „Það er enginn fæddur til að hata. Hatur er búið til af manninum. Við getum ekki leitt hatur og kynþáttahatur,“ sagði Mani Hussaini, formaður ungra jafnaðarmanna, meðal annars við athöfnina. Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, sagði sárt að koma til Úteyjar en það væri líka gott að koma saman og minnast hinna látnu. „Eins og Mani sagði svo réttilega hér á undan þá er það ekki rétt að tíminn lækni öll sár. En tíminn gerir eitthvað fyrir okkur. Við getum valið að velja okkur leið til vonar saman. Með sársaukanum getum við líka leitað þeirra augnablika sem fela í sér ljúfar minningar sem hjálpa og hugga,“ sagði Jonas Gahr Störe í Útey í dag.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta "Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Jonas Gahr Støre í nýrri bók sinni sem kom út í dag. 26. ágúst 2014 13:24 Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Forsætisráðherra Noregs hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey. 22. júlí 2014 10:20 Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011. 5. júlí 2013 14:36 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira
Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta "Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Jonas Gahr Støre í nýrri bók sinni sem kom út í dag. 26. ágúst 2014 13:24
Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Forsætisráðherra Noregs hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey. 22. júlí 2014 10:20
Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011. 5. júlí 2013 14:36