Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júlí 2015 13:43 „Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur.“ vísir/gva Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fer mikinn í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann að umtalsefni fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Forstjórinn hefur greinina á því að rifja upp hvernig bankarnir fóru á hausinn sjö árum og að flest fyrirtæki landsins hafi lent á þeim sama líkamsparti í kjölfarið. „Bankarnir þrír voru endurreistir eftir hrun í krafti efnahagsreikninga sem ríkið færði þeim á silfurfati,“ skrifar Kári og heldur áfram. „Tveir hafa síðan verið afhentir erlendum kröfuhöfum án þess að þeir ættu eðlilegt tilkall til þeirra en í því sambandi ber að hafa í huga að sagan ber þess merki að við höfum alltaf verið betri erlendum kröfuhöfum en samlöndum í neyð.“ Þriðji bankinn, Landsbankinn, er enn í eigu ríkisins en nú í upphafi mánaðarins bárust fregnir af því að bankinn hyggðist reysa sér nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Margir hafa gagnrýnt áætlun bankans en þeirra á meðal eru Elín Hirst, Ómar Ragnarsson og Frosti Sigurjónsson. Nú hefur Kári tekið í svipaðan streng. Sjá einnig: Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“„Það kórónar svo skömmina að ætla sér að reisa húsið á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur þannig að það sé varla hægt í bæinn að koma án þess að vera minntur á hrokann og óhófið og heimskuna sem flestir landsmanna tengja við bankana. Hlutverk bankanna í dag er að fara með ströndum og vinna sér hægt og hægt traust landsmanna en ekki að hrekkja þá með musterisbyggingum sem hlytu að vera sjávarsalt í hrunsárin.“ Í niðurlagi greinarinnar minnist Kári þess að þetta er ekki fyrsta umdeilda húsið sem reisa á hérlendis. Þegar byggja átti Hallgrímskirkju skirfaði málarinn Jóhannes Kjarval, í pistli í Morgunblaðinu, að ljúka ætti byggingu hússins svo smekkvísir menn gætu ákveðið hvort rífa ætti það. Hugmynd Kára er fengin að láni frá Kjarval. „Sjáið til þess að húskarl ykkar fái frið til þess að reisa húsið mikla við Austurhöfnina. Dreifið um húsið þrjúhundruð þúsund sleggjum og hvetjið landsmenn alla til þess að koma og brjóta það niður í steinmola fyrir steinmola til að tjá reiði sína og fyrirlitningu á hrokanum og óhófinu sem einkenndi bankana fyrir hrun og skutu síðan upp kollinum rétt sem snöggvast í Landsbankanum árið 2015. Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur og hún verði síðan send sem framlag Íslands til næsta Feneyjatvíærings undir heitinu: Meira en nóg til af þessari helvítis vitleysu.“ Tengdar fréttir Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fer mikinn í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann að umtalsefni fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Forstjórinn hefur greinina á því að rifja upp hvernig bankarnir fóru á hausinn sjö árum og að flest fyrirtæki landsins hafi lent á þeim sama líkamsparti í kjölfarið. „Bankarnir þrír voru endurreistir eftir hrun í krafti efnahagsreikninga sem ríkið færði þeim á silfurfati,“ skrifar Kári og heldur áfram. „Tveir hafa síðan verið afhentir erlendum kröfuhöfum án þess að þeir ættu eðlilegt tilkall til þeirra en í því sambandi ber að hafa í huga að sagan ber þess merki að við höfum alltaf verið betri erlendum kröfuhöfum en samlöndum í neyð.“ Þriðji bankinn, Landsbankinn, er enn í eigu ríkisins en nú í upphafi mánaðarins bárust fregnir af því að bankinn hyggðist reysa sér nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Margir hafa gagnrýnt áætlun bankans en þeirra á meðal eru Elín Hirst, Ómar Ragnarsson og Frosti Sigurjónsson. Nú hefur Kári tekið í svipaðan streng. Sjá einnig: Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“„Það kórónar svo skömmina að ætla sér að reisa húsið á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur þannig að það sé varla hægt í bæinn að koma án þess að vera minntur á hrokann og óhófið og heimskuna sem flestir landsmanna tengja við bankana. Hlutverk bankanna í dag er að fara með ströndum og vinna sér hægt og hægt traust landsmanna en ekki að hrekkja þá með musterisbyggingum sem hlytu að vera sjávarsalt í hrunsárin.“ Í niðurlagi greinarinnar minnist Kári þess að þetta er ekki fyrsta umdeilda húsið sem reisa á hérlendis. Þegar byggja átti Hallgrímskirkju skirfaði málarinn Jóhannes Kjarval, í pistli í Morgunblaðinu, að ljúka ætti byggingu hússins svo smekkvísir menn gætu ákveðið hvort rífa ætti það. Hugmynd Kára er fengin að láni frá Kjarval. „Sjáið til þess að húskarl ykkar fái frið til þess að reisa húsið mikla við Austurhöfnina. Dreifið um húsið þrjúhundruð þúsund sleggjum og hvetjið landsmenn alla til þess að koma og brjóta það niður í steinmola fyrir steinmola til að tjá reiði sína og fyrirlitningu á hrokanum og óhófinu sem einkenndi bankana fyrir hrun og skutu síðan upp kollinum rétt sem snöggvast í Landsbankanum árið 2015. Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur og hún verði síðan send sem framlag Íslands til næsta Feneyjatvíærings undir heitinu: Meira en nóg til af þessari helvítis vitleysu.“
Tengdar fréttir Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00
Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38
Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00
Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57