Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2015 19:18 Ómar Ragnarsson gefur ekki mikið fyrir hugmyndir um byggingu nýju höfuðstöðvanna en tillaga að þessu útliti var sett fram árið 2007. Mynd/Landsbankinn „Hefur eitthvað breyst frá árinu 2007? Hefur eitthvað lagast? Eða er andi Hrunsins aftur kominn á kreik?“ eru spurningar sem leituðu á sjónvarpsmanninn Ómar Ragnarsson eftir að tilkynnt var um að Landbankinn hygðist reisa nýja höfuðstöðvar við Austurhöfn í Reykjavík. Greint var frá áætlununum nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að reisa nýju höfuðstöðvarnar en umræðan um hina nýju byggingu var hávær á árunum fyrir efnahagshrunið árið 2008. Ómar segir umræðuna þá svipa um margt til þeirra áforma sem nú eru uppi. Þá var sagt að reisa skyldi „ þvílíka risabyggingu Landsbankans á mest áberandi staðnum í gamla miðbænum, að aðrar byggingar yrðu eins og dúfnakofar í samanburðinum,“ segir Ómar. „Fólk tók andköf af hrifningu við á horfa á myndir af þessum stærsta gullkálfi í sögu norrænna þjóða, sem dansað skyldi í kringum. Átta árum síðar virðist sem byrja eigi að grafa þennan gullkálf upp úr gröf sinni og núna fyrir fé almennings,“ segir hann ennfremur en Landsbankinn er í 97.9% eigu íslenska ríkisins. Greint hefur verið frá því að Landsbankinn hafi hafnað ódýrari lóðum fyrir þá sem varð fyrir valinu, við hliðina á Hörpu, og segir Ómar ótækt að bruðlað skuli með þessum hætti með almannfé. „Á sínum tíma var okkur sagt að skrímslið mikla yrði kostað af einkafé ofurmenna á fjármálasviðinu. En núna er bankinn að hálfu í eigu almennings og menn depla ekki auga þótt spreða eigi almannafé í nýtt bruðl,“ segir Ómar. „Hefur eitthvað breyst frá árinu 2007? Hefur eitthvað lagast? Eða er andi Hrunsins aftur kominn á kreik?“ Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Sjá meira
„Hefur eitthvað breyst frá árinu 2007? Hefur eitthvað lagast? Eða er andi Hrunsins aftur kominn á kreik?“ eru spurningar sem leituðu á sjónvarpsmanninn Ómar Ragnarsson eftir að tilkynnt var um að Landbankinn hygðist reisa nýja höfuðstöðvar við Austurhöfn í Reykjavík. Greint var frá áætlununum nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að reisa nýju höfuðstöðvarnar en umræðan um hina nýju byggingu var hávær á árunum fyrir efnahagshrunið árið 2008. Ómar segir umræðuna þá svipa um margt til þeirra áforma sem nú eru uppi. Þá var sagt að reisa skyldi „ þvílíka risabyggingu Landsbankans á mest áberandi staðnum í gamla miðbænum, að aðrar byggingar yrðu eins og dúfnakofar í samanburðinum,“ segir Ómar. „Fólk tók andköf af hrifningu við á horfa á myndir af þessum stærsta gullkálfi í sögu norrænna þjóða, sem dansað skyldi í kringum. Átta árum síðar virðist sem byrja eigi að grafa þennan gullkálf upp úr gröf sinni og núna fyrir fé almennings,“ segir hann ennfremur en Landsbankinn er í 97.9% eigu íslenska ríkisins. Greint hefur verið frá því að Landsbankinn hafi hafnað ódýrari lóðum fyrir þá sem varð fyrir valinu, við hliðina á Hörpu, og segir Ómar ótækt að bruðlað skuli með þessum hætti með almannfé. „Á sínum tíma var okkur sagt að skrímslið mikla yrði kostað af einkafé ofurmenna á fjármálasviðinu. En núna er bankinn að hálfu í eigu almennings og menn depla ekki auga þótt spreða eigi almannafé í nýtt bruðl,“ segir Ómar. „Hefur eitthvað breyst frá árinu 2007? Hefur eitthvað lagast? Eða er andi Hrunsins aftur kominn á kreik?“
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Sjá meira