Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 14:40 Breiðablik fær í dag norska sóknarmanninn Tor André Skimmeland á reynslu sem og Danann Johannes Ritter. Skimmeland er fæddur 1996 og kemur frá Haugesund en Ritter er leikmaður Nordsjælland í Danmörku, fæddur 1995. „Þetta kemur til vegna þess að við erum að skoða í kringum okkur. Norðmaðurinn kemur í gegnum umboðsmann sem mælir með honum en Óli Kristjáns benti okkur og Ritter,“ segir Arnar Grétarsson í samtali við Vísi. Skimmeland hefur ekki náð að festa sér sæti í leikmannahópi Haugesund, en hann er U19 ára landsliðsmaður Noregs. Ritter hefur ekki enn spilað aðalliðssleik fyrir Nordsjælland. „Þetta eru ungir strákar en engu að síður ef menn eru 19-20 ára gamlir og góðir í fótbolta þá eru þeir bara tilbúnir,“ segir Arnar sem vildi síður vera í þeim pakka að fá menn á reynslu í glugganum. „Auðvitað vill maður frekar fá eitthvað sem maður þekkir 100 prósent úr deildinni,“ segir Arnar, en Blikar héldu sig vera búna að fá Þorstein Má Ragnarsson frá KR áður en hann ákvað að vera áfram í Vesturbænum. „Við erum að skoða aðra möguleika líka en það er ekkert auðvelt að fá menn úr öðrum liðum hérna heima. Það eru margir öflugir spilarar í 1. deildinni til dæmis en þar eru liðin síður tilbúin að láta menn fara þegar þau eru í baráttu um eitthvað,“ segir Arnar. „Það er alltaf ákveðin hætta í þessu og auðvitað er ekkert besta aðstaðan að vera fá menn á reynslu og svo eiga þeir eftir að aðlagast öllu. Það er bara ekkert annað inn í myndinni núna,“ segir Arnar Grétarsson. Hvorki Skimmeland né Ritter eru hreinræktaðir framherjar heldur geta þeir spilað kantstöðurnar og leyst af fremst á miðju, að sögn Arnars Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Breiðablik fær í dag norska sóknarmanninn Tor André Skimmeland á reynslu sem og Danann Johannes Ritter. Skimmeland er fæddur 1996 og kemur frá Haugesund en Ritter er leikmaður Nordsjælland í Danmörku, fæddur 1995. „Þetta kemur til vegna þess að við erum að skoða í kringum okkur. Norðmaðurinn kemur í gegnum umboðsmann sem mælir með honum en Óli Kristjáns benti okkur og Ritter,“ segir Arnar Grétarsson í samtali við Vísi. Skimmeland hefur ekki náð að festa sér sæti í leikmannahópi Haugesund, en hann er U19 ára landsliðsmaður Noregs. Ritter hefur ekki enn spilað aðalliðssleik fyrir Nordsjælland. „Þetta eru ungir strákar en engu að síður ef menn eru 19-20 ára gamlir og góðir í fótbolta þá eru þeir bara tilbúnir,“ segir Arnar sem vildi síður vera í þeim pakka að fá menn á reynslu í glugganum. „Auðvitað vill maður frekar fá eitthvað sem maður þekkir 100 prósent úr deildinni,“ segir Arnar, en Blikar héldu sig vera búna að fá Þorstein Má Ragnarsson frá KR áður en hann ákvað að vera áfram í Vesturbænum. „Við erum að skoða aðra möguleika líka en það er ekkert auðvelt að fá menn úr öðrum liðum hérna heima. Það eru margir öflugir spilarar í 1. deildinni til dæmis en þar eru liðin síður tilbúin að láta menn fara þegar þau eru í baráttu um eitthvað,“ segir Arnar. „Það er alltaf ákveðin hætta í þessu og auðvitað er ekkert besta aðstaðan að vera fá menn á reynslu og svo eiga þeir eftir að aðlagast öllu. Það er bara ekkert annað inn í myndinni núna,“ segir Arnar Grétarsson. Hvorki Skimmeland né Ritter eru hreinræktaðir framherjar heldur geta þeir spilað kantstöðurnar og leyst af fremst á miðju, að sögn Arnars
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira