Ásdís: Hélt að ferillinn væri búinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2015 17:01 Ásdís Hjálmsdóttir vann spjótið í gær og kúlu og kringlu í dag. vísir/anton brink „Þetta var heldur betur góður dagur,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi, en hún vann gullverðlaun bæði í kringlukasti og kúluvarpi á 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk á Kópavogsvelli í dag. Í heildina vann Ásdís þrenn gullverðlaun, en hún pakkaði saman aðalgrein sinni spjótkastinu í gær. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Í dag gerði ég þetta meira til gamans því þetta eru ekki greinar sem ég æfi. Ég hef samt æft þær áður þannig það er ekki eins og ég hafi aldrei gert þetta,“ sagði Ásdís brosmild rétt áður en hún stökk upp á verðlaunapallinn.Beðin um að koma á kringlukastmót Ásdís keppti í kringlukasti og kúluvarpi á sama tíma en hreint magnað var að fylgjast með henni rölta á milli greina. Hún hafði ekkert fyrir þessu. „Við vorum óvenju margar í kringlukastinu þannig það tók lengri tíma. Vanalega fáum við klukkutíma upphitun fyrir kúluvarpið. Það var líka smá töf þannig þetta fór svona,“ sagði Ásdís sem er ánægð með árangurinn. „Ég bætti mig í kringlunni í dag í fyrsta skipti síðan 2005 og bætti mig líka í kúluvarpinu utanhúss þannig ég er bara rosa sátt.“ „Ég kastaði kringlu mikið þegar ég var yngri. Ég hef þetta í mér og er svo sterk bara og í frábæru formi. Ég er ekki mjög stöðug í kringlukastinu því ég æfi það ekki en ég get alveg kastað langt yfir 50 metra ef ég hitti á daginn.“ „Eggert Bogason er mjög æstur í að fá mig til að taka nokkur mótí kringlunni í haust eftir tímabilið þannig það er aldrei að vita nema maður gerir það,“ sagði Ásdís.Skiptir máli að verða Íslandsmeistari Þessi frjálsíþróttadrottning hefur ekkert fyrir því að vinna allar greinar sem hún keppir í á Íslandi en það skiptir hana samt miklu máli. „Ég er á styrk hjá ÍSÍ þannig ég þarf að keppa á Meistaramótinu en ég er bara Íslendingur þó ég búi erlendis. Það að verða Íslandsmeistari er alltaf sérstakt,“ sagði hún. „Ég geri ekkert lítið úr þessu þó ég sé að vinna þetta allt mjög örugglega og þess vegna borga ég það úr eigin vasa að koma hingað bara til að keppa á þessu móti. Þetta er eitthvað sem ég vil ekki sleppa.“Slys á æfingu Ásdísi keppir á svissneska meistaramótinu áður en hún heldur til Peking á HM seinni partinn í ágúst. Hún segist vera í fínu formi miðað við atvik sem kom upp á æfingu fyrir nokkrum vikum. „Ég lenti í slysi fyrir þremur vikum síðan á æfingu sem hristi aðeins upp í mér. Ég er að koma til baka eftir það. Tæknin fór aðeins í rugl. Ég hélt að ferilinn væri búinn en ég er sem betur fer alveg heil. Þetta var aðallega sjokk,“ sagði Ásdís. „Það er kraftur í mér eins og sést á bætingunum. Ég er að kasta langt í spjótinu og náði 58 metrum með lélegu svifi á æfingu á þriðjudaginn. Ég þarf bara að laga það sem er að núna og aðeins að fínpússa tæknina,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
„Þetta var heldur betur góður dagur,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi, en hún vann gullverðlaun bæði í kringlukasti og kúluvarpi á 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk á Kópavogsvelli í dag. Í heildina vann Ásdís þrenn gullverðlaun, en hún pakkaði saman aðalgrein sinni spjótkastinu í gær. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Í dag gerði ég þetta meira til gamans því þetta eru ekki greinar sem ég æfi. Ég hef samt æft þær áður þannig það er ekki eins og ég hafi aldrei gert þetta,“ sagði Ásdís brosmild rétt áður en hún stökk upp á verðlaunapallinn.Beðin um að koma á kringlukastmót Ásdís keppti í kringlukasti og kúluvarpi á sama tíma en hreint magnað var að fylgjast með henni rölta á milli greina. Hún hafði ekkert fyrir þessu. „Við vorum óvenju margar í kringlukastinu þannig það tók lengri tíma. Vanalega fáum við klukkutíma upphitun fyrir kúluvarpið. Það var líka smá töf þannig þetta fór svona,“ sagði Ásdís sem er ánægð með árangurinn. „Ég bætti mig í kringlunni í dag í fyrsta skipti síðan 2005 og bætti mig líka í kúluvarpinu utanhúss þannig ég er bara rosa sátt.“ „Ég kastaði kringlu mikið þegar ég var yngri. Ég hef þetta í mér og er svo sterk bara og í frábæru formi. Ég er ekki mjög stöðug í kringlukastinu því ég æfi það ekki en ég get alveg kastað langt yfir 50 metra ef ég hitti á daginn.“ „Eggert Bogason er mjög æstur í að fá mig til að taka nokkur mótí kringlunni í haust eftir tímabilið þannig það er aldrei að vita nema maður gerir það,“ sagði Ásdís.Skiptir máli að verða Íslandsmeistari Þessi frjálsíþróttadrottning hefur ekkert fyrir því að vinna allar greinar sem hún keppir í á Íslandi en það skiptir hana samt miklu máli. „Ég er á styrk hjá ÍSÍ þannig ég þarf að keppa á Meistaramótinu en ég er bara Íslendingur þó ég búi erlendis. Það að verða Íslandsmeistari er alltaf sérstakt,“ sagði hún. „Ég geri ekkert lítið úr þessu þó ég sé að vinna þetta allt mjög örugglega og þess vegna borga ég það úr eigin vasa að koma hingað bara til að keppa á þessu móti. Þetta er eitthvað sem ég vil ekki sleppa.“Slys á æfingu Ásdísi keppir á svissneska meistaramótinu áður en hún heldur til Peking á HM seinni partinn í ágúst. Hún segist vera í fínu formi miðað við atvik sem kom upp á æfingu fyrir nokkrum vikum. „Ég lenti í slysi fyrir þremur vikum síðan á æfingu sem hristi aðeins upp í mér. Ég er að koma til baka eftir það. Tæknin fór aðeins í rugl. Ég hélt að ferilinn væri búinn en ég er sem betur fer alveg heil. Þetta var aðallega sjokk,“ sagði Ásdís. „Það er kraftur í mér eins og sést á bætingunum. Ég er að kasta langt í spjótinu og náði 58 metrum með lélegu svifi á æfingu á þriðjudaginn. Ég þarf bara að laga það sem er að núna og aðeins að fínpússa tæknina,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00
Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21
Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38