Ásdís: Hélt að ferillinn væri búinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2015 17:01 Ásdís Hjálmsdóttir vann spjótið í gær og kúlu og kringlu í dag. vísir/anton brink „Þetta var heldur betur góður dagur,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi, en hún vann gullverðlaun bæði í kringlukasti og kúluvarpi á 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk á Kópavogsvelli í dag. Í heildina vann Ásdís þrenn gullverðlaun, en hún pakkaði saman aðalgrein sinni spjótkastinu í gær. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Í dag gerði ég þetta meira til gamans því þetta eru ekki greinar sem ég æfi. Ég hef samt æft þær áður þannig það er ekki eins og ég hafi aldrei gert þetta,“ sagði Ásdís brosmild rétt áður en hún stökk upp á verðlaunapallinn.Beðin um að koma á kringlukastmót Ásdís keppti í kringlukasti og kúluvarpi á sama tíma en hreint magnað var að fylgjast með henni rölta á milli greina. Hún hafði ekkert fyrir þessu. „Við vorum óvenju margar í kringlukastinu þannig það tók lengri tíma. Vanalega fáum við klukkutíma upphitun fyrir kúluvarpið. Það var líka smá töf þannig þetta fór svona,“ sagði Ásdís sem er ánægð með árangurinn. „Ég bætti mig í kringlunni í dag í fyrsta skipti síðan 2005 og bætti mig líka í kúluvarpinu utanhúss þannig ég er bara rosa sátt.“ „Ég kastaði kringlu mikið þegar ég var yngri. Ég hef þetta í mér og er svo sterk bara og í frábæru formi. Ég er ekki mjög stöðug í kringlukastinu því ég æfi það ekki en ég get alveg kastað langt yfir 50 metra ef ég hitti á daginn.“ „Eggert Bogason er mjög æstur í að fá mig til að taka nokkur mótí kringlunni í haust eftir tímabilið þannig það er aldrei að vita nema maður gerir það,“ sagði Ásdís.Skiptir máli að verða Íslandsmeistari Þessi frjálsíþróttadrottning hefur ekkert fyrir því að vinna allar greinar sem hún keppir í á Íslandi en það skiptir hana samt miklu máli. „Ég er á styrk hjá ÍSÍ þannig ég þarf að keppa á Meistaramótinu en ég er bara Íslendingur þó ég búi erlendis. Það að verða Íslandsmeistari er alltaf sérstakt,“ sagði hún. „Ég geri ekkert lítið úr þessu þó ég sé að vinna þetta allt mjög örugglega og þess vegna borga ég það úr eigin vasa að koma hingað bara til að keppa á þessu móti. Þetta er eitthvað sem ég vil ekki sleppa.“Slys á æfingu Ásdísi keppir á svissneska meistaramótinu áður en hún heldur til Peking á HM seinni partinn í ágúst. Hún segist vera í fínu formi miðað við atvik sem kom upp á æfingu fyrir nokkrum vikum. „Ég lenti í slysi fyrir þremur vikum síðan á æfingu sem hristi aðeins upp í mér. Ég er að koma til baka eftir það. Tæknin fór aðeins í rugl. Ég hélt að ferilinn væri búinn en ég er sem betur fer alveg heil. Þetta var aðallega sjokk,“ sagði Ásdís. „Það er kraftur í mér eins og sést á bætingunum. Ég er að kasta langt í spjótinu og náði 58 metrum með lélegu svifi á æfingu á þriðjudaginn. Ég þarf bara að laga það sem er að núna og aðeins að fínpússa tæknina,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Sjá meira
„Þetta var heldur betur góður dagur,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi, en hún vann gullverðlaun bæði í kringlukasti og kúluvarpi á 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk á Kópavogsvelli í dag. Í heildina vann Ásdís þrenn gullverðlaun, en hún pakkaði saman aðalgrein sinni spjótkastinu í gær. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Í dag gerði ég þetta meira til gamans því þetta eru ekki greinar sem ég æfi. Ég hef samt æft þær áður þannig það er ekki eins og ég hafi aldrei gert þetta,“ sagði Ásdís brosmild rétt áður en hún stökk upp á verðlaunapallinn.Beðin um að koma á kringlukastmót Ásdís keppti í kringlukasti og kúluvarpi á sama tíma en hreint magnað var að fylgjast með henni rölta á milli greina. Hún hafði ekkert fyrir þessu. „Við vorum óvenju margar í kringlukastinu þannig það tók lengri tíma. Vanalega fáum við klukkutíma upphitun fyrir kúluvarpið. Það var líka smá töf þannig þetta fór svona,“ sagði Ásdís sem er ánægð með árangurinn. „Ég bætti mig í kringlunni í dag í fyrsta skipti síðan 2005 og bætti mig líka í kúluvarpinu utanhúss þannig ég er bara rosa sátt.“ „Ég kastaði kringlu mikið þegar ég var yngri. Ég hef þetta í mér og er svo sterk bara og í frábæru formi. Ég er ekki mjög stöðug í kringlukastinu því ég æfi það ekki en ég get alveg kastað langt yfir 50 metra ef ég hitti á daginn.“ „Eggert Bogason er mjög æstur í að fá mig til að taka nokkur mótí kringlunni í haust eftir tímabilið þannig það er aldrei að vita nema maður gerir það,“ sagði Ásdís.Skiptir máli að verða Íslandsmeistari Þessi frjálsíþróttadrottning hefur ekkert fyrir því að vinna allar greinar sem hún keppir í á Íslandi en það skiptir hana samt miklu máli. „Ég er á styrk hjá ÍSÍ þannig ég þarf að keppa á Meistaramótinu en ég er bara Íslendingur þó ég búi erlendis. Það að verða Íslandsmeistari er alltaf sérstakt,“ sagði hún. „Ég geri ekkert lítið úr þessu þó ég sé að vinna þetta allt mjög örugglega og þess vegna borga ég það úr eigin vasa að koma hingað bara til að keppa á þessu móti. Þetta er eitthvað sem ég vil ekki sleppa.“Slys á æfingu Ásdísi keppir á svissneska meistaramótinu áður en hún heldur til Peking á HM seinni partinn í ágúst. Hún segist vera í fínu formi miðað við atvik sem kom upp á æfingu fyrir nokkrum vikum. „Ég lenti í slysi fyrir þremur vikum síðan á æfingu sem hristi aðeins upp í mér. Ég er að koma til baka eftir það. Tæknin fór aðeins í rugl. Ég hélt að ferilinn væri búinn en ég er sem betur fer alveg heil. Þetta var aðallega sjokk,“ sagði Ásdís. „Það er kraftur í mér eins og sést á bætingunum. Ég er að kasta langt í spjótinu og náði 58 metrum með lélegu svifi á æfingu á þriðjudaginn. Ég þarf bara að laga það sem er að núna og aðeins að fínpússa tæknina,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Sjá meira
Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00
Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21
Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38