Freyr: Alveg sama hvað þeir í gulu segja, við vorum miklu betri í þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson á Norðurálsvellinum skrifar 26. júlí 2015 21:51 Freyr var ekki sáttur eftir leik. vísir/valli Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var brúnaþungur í leikslok eftir tap Breiðholtsliðsins fyrir ÍA í kvöld. Hann segir það þreytandi að fá, enn og aftur, ekkert út úr jöfnum leikjum. "Það er mjög þreytt. Við vorum miklu betri í þessum leik, það er ekkert flóknara en það," sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leik. "Mér er alveg sama hvað þeir í gulu reyna að segja, við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik. Það er alveg á hreinu. "Þetta eru samt engir vitleysingar. Þeir eiga alveg hættulegar skyndisóknir og verjast vel. Þeir eru með góðan markmann, þó hann hafi hegðað sér eins og vitleysingur eftir leik. Þessar spyrnur hjá honum eru frábærar og þeir spila upp á það," sagði Freyr ennfremur. Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í fyrri hálfleik en fengu færi í seinni hálfleik, þá sérstaklega eftir frábærar hornspyrnur Hilmars Árna Halldórssonar. Freyr var ánægður með hversu hættulegir Leiknismenn voru í föstum leikatriðum, sem voru ekki upp á sitt besta gegn Val í síðustu umferð. "Við skölluðum í slá og skutum yfir úr dauðafæri og svo kom markið í kjölfar hornspyrnu. Við bættum það frá síðasta leik," sagði Freyr sem var ánægður með sína drengi í dag. "Ég get ekkert sett út á strákana. Þeir eru eins og vígamenn, tilbúnir að gera það sem þeir áttu að gera og reyndu að spila fótbolta. Við vissum að við værum með betra fótboltalið og spiluðum betri fótbolta en þeir." Freyr var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld og þá sérstaklega aðstoðardómara 2, Englendinginn Ross Joyce. "Það eru stórir dómar sem ég er mjög ósáttur við. Leikstjórnin var ömurleg. Það voru sex skiptingar og þeir byrjuðu að tefja á 30. mínútu en bara fjórum mínútum bætt við. "Svo þetta verkefni frá Englandi; hann gefur fyrst aukaspyrnu sem fyrra markið þeirra kemur eftir og svo skorar Danny (Schreurs, nýjasti leikmaður Leiknis) mark sem er dæmt af vegna rangstöðu. "Það verður fróðlegt að sjá það aftur og það er eins gott að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Freyr sem var ánægður með frammistöðu Schreurs, í sínum fyrsta leik fyrir Leikni. "Hann var mjög ógnandi, kröftugur, tæknilega góður og gefur okkur nýja vídd," sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var brúnaþungur í leikslok eftir tap Breiðholtsliðsins fyrir ÍA í kvöld. Hann segir það þreytandi að fá, enn og aftur, ekkert út úr jöfnum leikjum. "Það er mjög þreytt. Við vorum miklu betri í þessum leik, það er ekkert flóknara en það," sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leik. "Mér er alveg sama hvað þeir í gulu reyna að segja, við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik. Það er alveg á hreinu. "Þetta eru samt engir vitleysingar. Þeir eiga alveg hættulegar skyndisóknir og verjast vel. Þeir eru með góðan markmann, þó hann hafi hegðað sér eins og vitleysingur eftir leik. Þessar spyrnur hjá honum eru frábærar og þeir spila upp á það," sagði Freyr ennfremur. Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í fyrri hálfleik en fengu færi í seinni hálfleik, þá sérstaklega eftir frábærar hornspyrnur Hilmars Árna Halldórssonar. Freyr var ánægður með hversu hættulegir Leiknismenn voru í föstum leikatriðum, sem voru ekki upp á sitt besta gegn Val í síðustu umferð. "Við skölluðum í slá og skutum yfir úr dauðafæri og svo kom markið í kjölfar hornspyrnu. Við bættum það frá síðasta leik," sagði Freyr sem var ánægður með sína drengi í dag. "Ég get ekkert sett út á strákana. Þeir eru eins og vígamenn, tilbúnir að gera það sem þeir áttu að gera og reyndu að spila fótbolta. Við vissum að við værum með betra fótboltalið og spiluðum betri fótbolta en þeir." Freyr var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld og þá sérstaklega aðstoðardómara 2, Englendinginn Ross Joyce. "Það eru stórir dómar sem ég er mjög ósáttur við. Leikstjórnin var ömurleg. Það voru sex skiptingar og þeir byrjuðu að tefja á 30. mínútu en bara fjórum mínútum bætt við. "Svo þetta verkefni frá Englandi; hann gefur fyrst aukaspyrnu sem fyrra markið þeirra kemur eftir og svo skorar Danny (Schreurs, nýjasti leikmaður Leiknis) mark sem er dæmt af vegna rangstöðu. "Það verður fróðlegt að sjá það aftur og það er eins gott að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Freyr sem var ánægður með frammistöðu Schreurs, í sínum fyrsta leik fyrir Leikni. "Hann var mjög ógnandi, kröftugur, tæknilega góður og gefur okkur nýja vídd," sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira