Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2015 12:28 Glenn lék seinni hálfleikinn í leik Stjörnunnar og ÍBV í gær. vísir/valli Eins og fram kom á Vísi í gærkvöldi mun Jonathan Glenn, landsliðsmaður Trinidad og Tóbagó, leika með Breiðabliki út tímabilið á láni frá ÍBV. Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, er að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, það gefur auga leið. Við höfum verið að leitast við að styrkja okkur fram á við og ég held að við höfum dottið í lukkupottinn þegar þetta kom upp,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Hann segir að þessi félagaskipti hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ég hélt að þetta væri ekkert inni í myndinni en svo kom þetta allt í einu datt þetta inn á borð hjá okkur. Þetta gerðist mjög hratt og kláraðist svo eftir leikinn í gær,“ sagði Arnar en Glenn lék seinni hálfleikinn þegar ÍBV tapaði 3-0 fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær.Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar ÍBV: sameiginleg ákvörðun leikmanns og stjórnar „Vonandi nær hann sér á strik og verður góð viðbót við okkar hóp og hjálpar þeim sem hafa átt í erfiðleikum með að skora í sumar,“ bætti Arnar við en hvað heillar hann við Glenn? „Hann er öskufljótur, áræðinn og það er kraftur í honum. Hann er líkamlega sterkur, getur haldið mönnum frá sér og er mjög beinskeyttur. Svo er hann með mjög gott „markarecord“,“ sagði Arnar en Glenn hefur skorað 21 mark í 34 leikjum í deild og bikar á Íslandi. Arnar segir að Glenn verði í leikmannahóp Breiðabliks þegar liðið sækir KR heim í kvöld og hann vonast til að hann geti spilað 15-30 mínútur í leiknum. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku fengu Blikar tvo unga leikmenn á reynslu til sín á dögunum; Norðmanninn Tor André Skimmeland og Danann Johannes Ritter. Arnar segir að Ritter sé farinn til síns heima en Skimmeland sé enn að æfa með Breiðabliki og hugsanlegt sé að félagið muni semja við hann. Það hafi ekkert breyst þrátt fyrir komu Glenns. „Nei, í sjálfu sér ekki. Glenn er náttúrulega framherji en hinir eru meiri kantmenn eða framliggjandi miðjumenn. Við vorum alltaf að hugsa um að fá einn framherja og kannski einn sem getur leyst kantstöðurnar eða fremst á miðju,“ sagði Arnar að lokum. Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, auk þess sem hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn. 23. júlí 2015 14:40 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2015 00:01 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Blikar leigja Glenn af ÍBV Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. 26. júlí 2015 23:23 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í gærkvöldi mun Jonathan Glenn, landsliðsmaður Trinidad og Tóbagó, leika með Breiðabliki út tímabilið á láni frá ÍBV. Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, er að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, það gefur auga leið. Við höfum verið að leitast við að styrkja okkur fram á við og ég held að við höfum dottið í lukkupottinn þegar þetta kom upp,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Hann segir að þessi félagaskipti hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ég hélt að þetta væri ekkert inni í myndinni en svo kom þetta allt í einu datt þetta inn á borð hjá okkur. Þetta gerðist mjög hratt og kláraðist svo eftir leikinn í gær,“ sagði Arnar en Glenn lék seinni hálfleikinn þegar ÍBV tapaði 3-0 fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær.Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar ÍBV: sameiginleg ákvörðun leikmanns og stjórnar „Vonandi nær hann sér á strik og verður góð viðbót við okkar hóp og hjálpar þeim sem hafa átt í erfiðleikum með að skora í sumar,“ bætti Arnar við en hvað heillar hann við Glenn? „Hann er öskufljótur, áræðinn og það er kraftur í honum. Hann er líkamlega sterkur, getur haldið mönnum frá sér og er mjög beinskeyttur. Svo er hann með mjög gott „markarecord“,“ sagði Arnar en Glenn hefur skorað 21 mark í 34 leikjum í deild og bikar á Íslandi. Arnar segir að Glenn verði í leikmannahóp Breiðabliks þegar liðið sækir KR heim í kvöld og hann vonast til að hann geti spilað 15-30 mínútur í leiknum. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku fengu Blikar tvo unga leikmenn á reynslu til sín á dögunum; Norðmanninn Tor André Skimmeland og Danann Johannes Ritter. Arnar segir að Ritter sé farinn til síns heima en Skimmeland sé enn að æfa með Breiðabliki og hugsanlegt sé að félagið muni semja við hann. Það hafi ekkert breyst þrátt fyrir komu Glenns. „Nei, í sjálfu sér ekki. Glenn er náttúrulega framherji en hinir eru meiri kantmenn eða framliggjandi miðjumenn. Við vorum alltaf að hugsa um að fá einn framherja og kannski einn sem getur leyst kantstöðurnar eða fremst á miðju,“ sagði Arnar að lokum. Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, auk þess sem hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn. 23. júlí 2015 14:40 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2015 00:01 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Blikar leigja Glenn af ÍBV Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. 26. júlí 2015 23:23 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn. 23. júlí 2015 14:40
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2015 00:01
Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00
Blikar leigja Glenn af ÍBV Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. 26. júlí 2015 23:23