Enski boltinn

United tilbúið að borga riftunarverð Pedro

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Pedro spilaði á móti Manchester United í ICC í Bandaríkjunum um helgina.
Pedro spilaði á móti Manchester United í ICC í Bandaríkjunum um helgina. vísir/getty
Ensku blöðin greina frá því í morgun að Manchester United færist nær því að ganga frá kaupum á spænska sóknarmanninum Pedro frá Barcelona.

United er sagt reiðubúið að greiða riftunarverð kappans sem eru 22 milljónir, en Barcelona vill ekki sleppa honum fyrir lægri upphæð.

Takist Manchester United að landa Pedro verður félagið búið að eyða meira en 100 milljónum punda í leikmenn í sumar, en nú þegar United búið að kaupa Bastian Schweinsteiger, Morgan Schneiderlin, Memphis Depay og Matteo Darmian. Þá kom Sergio Romero á frjálsri sölu.

Pedro er uppalinn hjá Barcelona og hefur spilað allan sinn feril með Katalóníurisanum. Hann á að baki 318 leiki og 98 mörk í öllum keppnum fyrir Barcelona og 16 mörk í 51 leik fyrir spænska landsliðið.

Pedro var í aukahlutverki hjá Barcelona á síðustu leiktíð, en með Börsungum hefur hann fimm sinnum unnið spænsku deildina, bikarinn í þrígang og Meistaradeildina sömuleiðis þrisvar sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×