Þetta er mikið hark Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júlí 2015 08:00 Ægir Þór og félagar hans í landsliðinu mæta Hollandi í tveimur æfingaleikjum, 7. og 9. ágúst. vísir/andri marinó „Maður er að átta sig á því núna að þetta er að fara að skella á,“ segir Ægir Þór Steinarsson, einn leikstjórnenda karlalandsliðsins í körfubolta, um Evrópumótið í Berlín sem hefst í september. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti, en æfingar hjá landsliðinu hófust í byrjun síðustu viku. „Þetta er samt enn þá allt svo óraunverulegt, en að sama skapi virkilega spennandi. Þetta er það eina sem kemur upp í hugann þegar maður fer á æfingar eða að lyfta. Maður er alltaf að hugsa um þetta,“ segir Ægir Þór. Æfingarnar segir hann verða mjög kappsfullar enda 21 leikmaður í baráttunni um tólf sæti á EM. „Það eru allir sem vilja komast í hópinn og maður er sjálfur í þeirri stöðu að það verður allt lagt í þetta. En á sama tíma þurfum við að tengja saman sem hópur og sem leikmaður þarf maður að sjá hvernig maður getur hjálpað liðinu,“ segir Ægir Þór, en finnst honum að hann sé öruggur inn? „Maður er aldrei öruggur. Ég er samt tiltölulega bjartsýnn og er í formi. Ég er algjörlega tilbúinn í þetta.“Ægir á landsliðsæfingu á dögunum.vísir/andri marinóÆgir spilaði með Sundsvall Dragons á síðustu leiktíð ásamt þremur öðrum landsliðsmönnum. Hann var mátulega sáttur við veturinn. „Þetta var upp og niður hjá mér. Það voru leikir þar sem ég var góður og aðrir þar sem ég var ekkert sérstaklega góður. En það einkenndi líka liðið, við vorum upp og niður á tímabilinu,“ segir hann. Ægir, eins og fleiri í íslenska liðinu, er samningslaus. „Það er bara gamli maðurinn sem fær fimm ára samning,“ segir hann um fyrirliðann Hlyn Bæringsson sem verður í áratug hjá Drekunum í Sundsvall ef allt gengur upp. „Það er bara gríðarlega jákvætt. Sjaldgæft, en jákvætt,“ segir Ægir. Sjálfur segir hann þetta atvinnumannalíf vera mikið hark, en hann er ungur og á sínum fyrstu árum í atvinnumennskunni. „Ég er nýkominn í þetta og sé bara til hvað gerist. Ég skoða alla möguleika. Það er ekkert sérlega mikið í gangi eins og er. Ég vonast til að eitthvað komi upp bráðlega. Svíþjóð er alveg spennandi kostur áfram fyrir mig,“ segir Ægir, en hann vill klára sín mál fyrir EM eða nota Evrópumótið sem sýningarglugga? „Ég væri helst til í að klára þetta fyrir EM upp á öryggið. Það væri alveg gott að nota EM sem glugga en maður þarf fyrst að tryggja sig inn í hópinn.“ Leikstjórnandinn öflugi fagnar tækifærinu að fá að spila á móti sumum af bestu leikmönnum heims, en riðill Íslands er stútfullur af frábærum mótherjum. „Að fá svona tækifæri er bara einstakt. Að geta borið sig saman við þessa leikmenn eru bara forréttindi. Þetta er eitthvað sem maður þarf að gera sig kláran fyrir. Maður þarf að vera í formi og snjall og á þeirra getustigi. Það er ekki auðvelt en það er hægt,“ segir Ægir Þór Steinarsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
„Maður er að átta sig á því núna að þetta er að fara að skella á,“ segir Ægir Þór Steinarsson, einn leikstjórnenda karlalandsliðsins í körfubolta, um Evrópumótið í Berlín sem hefst í september. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti, en æfingar hjá landsliðinu hófust í byrjun síðustu viku. „Þetta er samt enn þá allt svo óraunverulegt, en að sama skapi virkilega spennandi. Þetta er það eina sem kemur upp í hugann þegar maður fer á æfingar eða að lyfta. Maður er alltaf að hugsa um þetta,“ segir Ægir Þór. Æfingarnar segir hann verða mjög kappsfullar enda 21 leikmaður í baráttunni um tólf sæti á EM. „Það eru allir sem vilja komast í hópinn og maður er sjálfur í þeirri stöðu að það verður allt lagt í þetta. En á sama tíma þurfum við að tengja saman sem hópur og sem leikmaður þarf maður að sjá hvernig maður getur hjálpað liðinu,“ segir Ægir Þór, en finnst honum að hann sé öruggur inn? „Maður er aldrei öruggur. Ég er samt tiltölulega bjartsýnn og er í formi. Ég er algjörlega tilbúinn í þetta.“Ægir á landsliðsæfingu á dögunum.vísir/andri marinóÆgir spilaði með Sundsvall Dragons á síðustu leiktíð ásamt þremur öðrum landsliðsmönnum. Hann var mátulega sáttur við veturinn. „Þetta var upp og niður hjá mér. Það voru leikir þar sem ég var góður og aðrir þar sem ég var ekkert sérstaklega góður. En það einkenndi líka liðið, við vorum upp og niður á tímabilinu,“ segir hann. Ægir, eins og fleiri í íslenska liðinu, er samningslaus. „Það er bara gamli maðurinn sem fær fimm ára samning,“ segir hann um fyrirliðann Hlyn Bæringsson sem verður í áratug hjá Drekunum í Sundsvall ef allt gengur upp. „Það er bara gríðarlega jákvætt. Sjaldgæft, en jákvætt,“ segir Ægir. Sjálfur segir hann þetta atvinnumannalíf vera mikið hark, en hann er ungur og á sínum fyrstu árum í atvinnumennskunni. „Ég er nýkominn í þetta og sé bara til hvað gerist. Ég skoða alla möguleika. Það er ekkert sérlega mikið í gangi eins og er. Ég vonast til að eitthvað komi upp bráðlega. Svíþjóð er alveg spennandi kostur áfram fyrir mig,“ segir Ægir, en hann vill klára sín mál fyrir EM eða nota Evrópumótið sem sýningarglugga? „Ég væri helst til í að klára þetta fyrir EM upp á öryggið. Það væri alveg gott að nota EM sem glugga en maður þarf fyrst að tryggja sig inn í hópinn.“ Leikstjórnandinn öflugi fagnar tækifærinu að fá að spila á móti sumum af bestu leikmönnum heims, en riðill Íslands er stútfullur af frábærum mótherjum. „Að fá svona tækifæri er bara einstakt. Að geta borið sig saman við þessa leikmenn eru bara forréttindi. Þetta er eitthvað sem maður þarf að gera sig kláran fyrir. Maður þarf að vera í formi og snjall og á þeirra getustigi. Það er ekki auðvelt en það er hægt,“ segir Ægir Þór Steinarsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira