Þetta er mikið hark Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júlí 2015 08:00 Ægir Þór og félagar hans í landsliðinu mæta Hollandi í tveimur æfingaleikjum, 7. og 9. ágúst. vísir/andri marinó „Maður er að átta sig á því núna að þetta er að fara að skella á,“ segir Ægir Þór Steinarsson, einn leikstjórnenda karlalandsliðsins í körfubolta, um Evrópumótið í Berlín sem hefst í september. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti, en æfingar hjá landsliðinu hófust í byrjun síðustu viku. „Þetta er samt enn þá allt svo óraunverulegt, en að sama skapi virkilega spennandi. Þetta er það eina sem kemur upp í hugann þegar maður fer á æfingar eða að lyfta. Maður er alltaf að hugsa um þetta,“ segir Ægir Þór. Æfingarnar segir hann verða mjög kappsfullar enda 21 leikmaður í baráttunni um tólf sæti á EM. „Það eru allir sem vilja komast í hópinn og maður er sjálfur í þeirri stöðu að það verður allt lagt í þetta. En á sama tíma þurfum við að tengja saman sem hópur og sem leikmaður þarf maður að sjá hvernig maður getur hjálpað liðinu,“ segir Ægir Þór, en finnst honum að hann sé öruggur inn? „Maður er aldrei öruggur. Ég er samt tiltölulega bjartsýnn og er í formi. Ég er algjörlega tilbúinn í þetta.“Ægir á landsliðsæfingu á dögunum.vísir/andri marinóÆgir spilaði með Sundsvall Dragons á síðustu leiktíð ásamt þremur öðrum landsliðsmönnum. Hann var mátulega sáttur við veturinn. „Þetta var upp og niður hjá mér. Það voru leikir þar sem ég var góður og aðrir þar sem ég var ekkert sérstaklega góður. En það einkenndi líka liðið, við vorum upp og niður á tímabilinu,“ segir hann. Ægir, eins og fleiri í íslenska liðinu, er samningslaus. „Það er bara gamli maðurinn sem fær fimm ára samning,“ segir hann um fyrirliðann Hlyn Bæringsson sem verður í áratug hjá Drekunum í Sundsvall ef allt gengur upp. „Það er bara gríðarlega jákvætt. Sjaldgæft, en jákvætt,“ segir Ægir. Sjálfur segir hann þetta atvinnumannalíf vera mikið hark, en hann er ungur og á sínum fyrstu árum í atvinnumennskunni. „Ég er nýkominn í þetta og sé bara til hvað gerist. Ég skoða alla möguleika. Það er ekkert sérlega mikið í gangi eins og er. Ég vonast til að eitthvað komi upp bráðlega. Svíþjóð er alveg spennandi kostur áfram fyrir mig,“ segir Ægir, en hann vill klára sín mál fyrir EM eða nota Evrópumótið sem sýningarglugga? „Ég væri helst til í að klára þetta fyrir EM upp á öryggið. Það væri alveg gott að nota EM sem glugga en maður þarf fyrst að tryggja sig inn í hópinn.“ Leikstjórnandinn öflugi fagnar tækifærinu að fá að spila á móti sumum af bestu leikmönnum heims, en riðill Íslands er stútfullur af frábærum mótherjum. „Að fá svona tækifæri er bara einstakt. Að geta borið sig saman við þessa leikmenn eru bara forréttindi. Þetta er eitthvað sem maður þarf að gera sig kláran fyrir. Maður þarf að vera í formi og snjall og á þeirra getustigi. Það er ekki auðvelt en það er hægt,“ segir Ægir Þór Steinarsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
„Maður er að átta sig á því núna að þetta er að fara að skella á,“ segir Ægir Þór Steinarsson, einn leikstjórnenda karlalandsliðsins í körfubolta, um Evrópumótið í Berlín sem hefst í september. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti, en æfingar hjá landsliðinu hófust í byrjun síðustu viku. „Þetta er samt enn þá allt svo óraunverulegt, en að sama skapi virkilega spennandi. Þetta er það eina sem kemur upp í hugann þegar maður fer á æfingar eða að lyfta. Maður er alltaf að hugsa um þetta,“ segir Ægir Þór. Æfingarnar segir hann verða mjög kappsfullar enda 21 leikmaður í baráttunni um tólf sæti á EM. „Það eru allir sem vilja komast í hópinn og maður er sjálfur í þeirri stöðu að það verður allt lagt í þetta. En á sama tíma þurfum við að tengja saman sem hópur og sem leikmaður þarf maður að sjá hvernig maður getur hjálpað liðinu,“ segir Ægir Þór, en finnst honum að hann sé öruggur inn? „Maður er aldrei öruggur. Ég er samt tiltölulega bjartsýnn og er í formi. Ég er algjörlega tilbúinn í þetta.“Ægir á landsliðsæfingu á dögunum.vísir/andri marinóÆgir spilaði með Sundsvall Dragons á síðustu leiktíð ásamt þremur öðrum landsliðsmönnum. Hann var mátulega sáttur við veturinn. „Þetta var upp og niður hjá mér. Það voru leikir þar sem ég var góður og aðrir þar sem ég var ekkert sérstaklega góður. En það einkenndi líka liðið, við vorum upp og niður á tímabilinu,“ segir hann. Ægir, eins og fleiri í íslenska liðinu, er samningslaus. „Það er bara gamli maðurinn sem fær fimm ára samning,“ segir hann um fyrirliðann Hlyn Bæringsson sem verður í áratug hjá Drekunum í Sundsvall ef allt gengur upp. „Það er bara gríðarlega jákvætt. Sjaldgæft, en jákvætt,“ segir Ægir. Sjálfur segir hann þetta atvinnumannalíf vera mikið hark, en hann er ungur og á sínum fyrstu árum í atvinnumennskunni. „Ég er nýkominn í þetta og sé bara til hvað gerist. Ég skoða alla möguleika. Það er ekkert sérlega mikið í gangi eins og er. Ég vonast til að eitthvað komi upp bráðlega. Svíþjóð er alveg spennandi kostur áfram fyrir mig,“ segir Ægir, en hann vill klára sín mál fyrir EM eða nota Evrópumótið sem sýningarglugga? „Ég væri helst til í að klára þetta fyrir EM upp á öryggið. Það væri alveg gott að nota EM sem glugga en maður þarf fyrst að tryggja sig inn í hópinn.“ Leikstjórnandinn öflugi fagnar tækifærinu að fá að spila á móti sumum af bestu leikmönnum heims, en riðill Íslands er stútfullur af frábærum mótherjum. „Að fá svona tækifæri er bara einstakt. Að geta borið sig saman við þessa leikmenn eru bara forréttindi. Þetta er eitthvað sem maður þarf að gera sig kláran fyrir. Maður þarf að vera í formi og snjall og á þeirra getustigi. Það er ekki auðvelt en það er hægt,“ segir Ægir Þór Steinarsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira