Fjölmenn mótmæli í Helsinki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júlí 2015 11:30 Um 15.000 mættu á mótmælin. Vísir/AFP Þúsundir komu saman í Helsinki í gær til að mótmæla ummælum finnska stjórnarþingmannsins Olli Immonen þar sem hann hvatti Finna til að standa saman til að vernda hina einu sönnu finnsku þjóð. „Mig dreymir um sterka og hugrakka þjóð sem mun sigra þessa martröð sem kallast fjölmenningarstefna. Þessi ófríða loftbóla sem óvinir okkar búa í mun brátt brotna í þúsund mola. Ég hef mikla trú á okkar kröftugu baráttumönnum. Við munum berjast til loka fyrir föðurlandið og hina einu sönnu finnsku þjóð.“ Þetta skrifaði Immonen á Facebook-síðu sína um helgina en hann er þingmaður Sannra Finna sem er einn af þremur flokkum sem mynda ríkisstjórn Finnlands. „Við erum vön kynþáttafordómum en við verðum að berjast gegn þessu. Við höfum verið þögul í of langan tíma en nú er kominn tími til að segja það upphátt: Þetta er ekki í lagi“ sagði Ozan Yanar, þingmaður Græningja, en hann er fæddur í Tyrklandi en talið er að um 15.000 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Sannir Finnar er næststærsti flokkurinn á finnska þinginu og hefur það á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalögin. Flokkurinn vill þó ekki kenna sig við öfgasinnaða hægri flokka í Evrópu. Formaður flokksins, utanríkisráðherrann Timo Soini taldi að ummæli Immonen myndu skaða flokkinn.Ráðherrar ósáttir með ummælin Margir sáu tengsl á milli tímasetningar ummæla Immonen og þess að 22. júlí sl. voru fjögur ár frá fjöldamorðum Anders Behring Breivik í Útey í Noregi. Immonen neitaði að einhver tengsl lægu þarna á milli. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, sagði að ummæli Immonen væri óásættanleg: „Finnland hefur alltaf verið alþjóðlegt land, þeir sem hafa flutt hingað til lands hafa ávallt auðgað menningar- og viðskiptalíf okkar.“ Juhana Aunesluoma, rannsóknastjóri Evrópufræða við Háskólann í Helsinki, telur að ummæli Immonen sýni að klofningur sé að myndast innan flokks Sannra Finna eftir að hann myndaði ríkisstjórn með mið-hægri flokkum og hafi þurft að glíma við málefni á borð við ástandið í Griklandi. „Það er ákveðinn herskár armur innan flokksins og það er krefjandi verkefni fyrir stjórn flokksins að stilla stefnu sína af.“ Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun. 27. maí 2015 12:07 Uppsveifla norrænna popúlista Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir allra flokka á sænska þinginu. 24. júlí 2015 07:00 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Sjá meira
Þúsundir komu saman í Helsinki í gær til að mótmæla ummælum finnska stjórnarþingmannsins Olli Immonen þar sem hann hvatti Finna til að standa saman til að vernda hina einu sönnu finnsku þjóð. „Mig dreymir um sterka og hugrakka þjóð sem mun sigra þessa martröð sem kallast fjölmenningarstefna. Þessi ófríða loftbóla sem óvinir okkar búa í mun brátt brotna í þúsund mola. Ég hef mikla trú á okkar kröftugu baráttumönnum. Við munum berjast til loka fyrir föðurlandið og hina einu sönnu finnsku þjóð.“ Þetta skrifaði Immonen á Facebook-síðu sína um helgina en hann er þingmaður Sannra Finna sem er einn af þremur flokkum sem mynda ríkisstjórn Finnlands. „Við erum vön kynþáttafordómum en við verðum að berjast gegn þessu. Við höfum verið þögul í of langan tíma en nú er kominn tími til að segja það upphátt: Þetta er ekki í lagi“ sagði Ozan Yanar, þingmaður Græningja, en hann er fæddur í Tyrklandi en talið er að um 15.000 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Sannir Finnar er næststærsti flokkurinn á finnska þinginu og hefur það á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalögin. Flokkurinn vill þó ekki kenna sig við öfgasinnaða hægri flokka í Evrópu. Formaður flokksins, utanríkisráðherrann Timo Soini taldi að ummæli Immonen myndu skaða flokkinn.Ráðherrar ósáttir með ummælin Margir sáu tengsl á milli tímasetningar ummæla Immonen og þess að 22. júlí sl. voru fjögur ár frá fjöldamorðum Anders Behring Breivik í Útey í Noregi. Immonen neitaði að einhver tengsl lægu þarna á milli. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, sagði að ummæli Immonen væri óásættanleg: „Finnland hefur alltaf verið alþjóðlegt land, þeir sem hafa flutt hingað til lands hafa ávallt auðgað menningar- og viðskiptalíf okkar.“ Juhana Aunesluoma, rannsóknastjóri Evrópufræða við Háskólann í Helsinki, telur að ummæli Immonen sýni að klofningur sé að myndast innan flokks Sannra Finna eftir að hann myndaði ríkisstjórn með mið-hægri flokkum og hafi þurft að glíma við málefni á borð við ástandið í Griklandi. „Það er ákveðinn herskár armur innan flokksins og það er krefjandi verkefni fyrir stjórn flokksins að stilla stefnu sína af.“
Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun. 27. maí 2015 12:07 Uppsveifla norrænna popúlista Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir allra flokka á sænska þinginu. 24. júlí 2015 07:00 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Sjá meira
Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun. 27. maí 2015 12:07
Uppsveifla norrænna popúlista Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir allra flokka á sænska þinginu. 24. júlí 2015 07:00