Uppbótartíminn: Dómari fluttur á brott í sjúkrabíl 29. júlí 2015 11:03 Þorvaldi Árnasyni var óglatt er hann gekk af velli í hálfleik með heilahristing. vísir/stefán Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH nýtti sér jafntefli KR og Breiðabliks og skaust aftur á toppinn með sigri á Keflavík. Liðið er með sama stigafjölda og KR en einu marki meira í plús. Jafnara getur það ekki orðið. Keflavík situr sem fastast á botninum með fimm stig en Leiknir er þar fyrir ofan með tíu stig.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Valur - Víkingur 0-1Stjarnan - ÍBV 3-0ÍA - Leiknir 2-1Fylkir - Fjölnir 0-4KR - Breiðablik 0-0Keflavík - FH 1-2Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA.vísir/vilhelmGóð umferð fyrir......Stjörnumenn Eftir mikla eyðimerkurgöngu Íslandsmeistaranna þá kom fyrsti heimasigurinn loksins í hús. Ótrúlegt að meistararnir vinni ekki leik á heimavelli í titilvörn fyrr en 26. júlí en betra seint en aldrei. Stjörnumenn þurfa að halda uppteknum hætti ef þeir ætla sér að komast í Evrópukeppnina næsta sumar....Atla Viðar Björnsson, FH-ing Eina ferðina enn kemur Atli Viðar af bekknum og bjargar þrem stigum fyrir sitt lið. Að þessu sinni dugði það fyrir toppsætinu. Það kalla allir eftir því að hann spili meira en Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hlustar ekki alltaf á þær raddir. Viðhorf Atla Viðars er sem fyrr til mikillar fyrirmyndar. Er ekki að rífa kjaft í fjölmiðlum heldur kemur tilbúinn á völlinn og lætur verkin tala. Hann er núna búinn að skora 101 mark í efstu deild....Gunnlaug Jónsson, þjálfara ÍA Aftur tekst ÍA að vinna sína sex stiga leiki og liðið er einmitt sex stigum frá fallsæti eftir afar mikilvægan sigur á Leikni. ÍA er með sjö stig úr síðustu þrem leikjum og með sama áframhaldi heldur falldraugurinn áfram að feykjast yfir Faxaflóann og hann hefur nú tekið sér bólfestu í Breiðholtinu þar sem Leiknismönnum gengur afar illa að skora.Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis.vísir/stefánErfið umferð fyrir......Ásmund Arnarsson, þjálfara ÍBV Fyrsti leikur ÍBV undir hans stjórn var í Garðabænum og Ása virtist ekki takast að kveikja neinn neista í ÍBV-liðinu. Eyjamenn voru linir og ekki líklegir til neins í tapinu gegn Stjörnunni. Vonbrigði fyrir Ásmund og ÍBv að liðið skildi ekki mæta betur stemmt en þetta er menn voru að sanna sig fyrir nýjum þjálfara....Leiknismenn Það er óhætt að segja að hlutirnir séu ekki að falla með Leiknismenn. Enn og aftur var mark dæmt af liðinu og það virðist vera kominn pirringur í þeirra herbúðir. Mörkin eru ekki að koma og stigin þar af leiðandi ekki heldur. Það þýðir lítið að væla yfir því að liðið þeirra hafi verið betri aðilinn þegar stigainnkoman er engin. Það er það eina sem telur....Þorvald Árnason dómara Þorvaldur fékk boltann af afli í höfuðið í leik KR og Breiðabliks og steinlá. Hann var aftur á móti fljótur á fætur og kláraði að dæma fyrri hálfleikinn með sóma. Í hálfleik kom síðan í ljós að hann hafði fengið heilahristing. Hann var farinn að kasta upp og var loks fluttur á brott í sjúkrabíl. Vísir sendir honum bestu batakveðjur.Jonathan Glenn í Blikagallanum.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Alvogen-vellinum: „Björgólfur Guðmundsson er á sínum stað í stúkunni. Gegnheill KR-ingur og styður sína menn í gegnum súrt og sætt. Hann spilaði stórt hlutverk hjá KR á sínum tíma og svo sem bankastjóri Landsbankans þegar hann var aðalstyrktaraðili deildarinnar. Þá fengu blaðamenn flíspeysur og úlpur. Góðærið, maður."Ingvi Þór Sæmundsson á Vodafone-vellinum: „Það eru ekkert rosalega margir mættir til að kveðja grasið hér á Vodafone-vellinum. Það er nú ýmislegt að gerast í dag; Drusluganga, strandboltamót og fleira."Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum: „Fyndið atvik. Gunnar Heiðar lá sárþjáður á vellinum í nokkuð langan tíma. Þegar hann stóð upp spjaldaði Garðar Örn hann fyrir leikaraskap. Hann haltrar enn um völlinn."Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Oliver Sigurjónsson, Breiðablik - 8 Kennie Knak Chopart, Fjölnir - 8 Þórir Guðjónsson, Fjölnir - 8 Jeppe Hansen, Stjarnan - 8 Milos Zivkovic, Víkingur - 8 Ásgeir Eyþórsson, Fylkir - 3 Ásgeir Örn Arnþórsson, Fylkir - 3vísir/vilhelmUmræðan á #Pepsi365Vá hvað ég var sáttur með @hjorturh í Pepsí í kvöld í kringum "dýfuna" í Garðabænum - virkilega vel! #fotboltinet #pepsi365— Ingvar Örn Ákason (@hryssan) July 29, 2015 Sorry memm mig, er að horfa eftir á en hvar er húfan hans Óla Jó?? #söknuður #pepsi365 #fotboltinet— Ellen Mjöll (@EllenMjoll) July 29, 2015 Hjörtur og Arnar í sömu skyrtu er smá swægi....ég væri til í að vera í sömu skyrtu og Arnar Gunnlaugs #pepsi365— Magnús Haukur (@Maggihodd) July 28, 2015 Bendi góðfúslega á að FH hefur ekki unnið leik síðan @jonjonssonmusic var tekinn úr fyrstu 11 #tilviljun? #pepsi365 #fotboltinet— Hugi Halldórsson (@hugihall) July 28, 2015 Þegar Grétar Sigfinnur klobbar þig þá á þér að líða illa #pepsi365— Brynjar Magnússon (@BrynjarLogi) July 27, 2015 Plastið hart í Garðabænum. Gunnar Heiðar meiddur eftir dýfuna. Rauði baróninn með allt á hreinu. #pepsi365— Pálmi Harðarson (@phardarson) July 26, 2015 Mark 13. umferðar: Atvik 13. umferðar: Markasyrpa 13. umferðar: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH nýtti sér jafntefli KR og Breiðabliks og skaust aftur á toppinn með sigri á Keflavík. Liðið er með sama stigafjölda og KR en einu marki meira í plús. Jafnara getur það ekki orðið. Keflavík situr sem fastast á botninum með fimm stig en Leiknir er þar fyrir ofan með tíu stig.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Valur - Víkingur 0-1Stjarnan - ÍBV 3-0ÍA - Leiknir 2-1Fylkir - Fjölnir 0-4KR - Breiðablik 0-0Keflavík - FH 1-2Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA.vísir/vilhelmGóð umferð fyrir......Stjörnumenn Eftir mikla eyðimerkurgöngu Íslandsmeistaranna þá kom fyrsti heimasigurinn loksins í hús. Ótrúlegt að meistararnir vinni ekki leik á heimavelli í titilvörn fyrr en 26. júlí en betra seint en aldrei. Stjörnumenn þurfa að halda uppteknum hætti ef þeir ætla sér að komast í Evrópukeppnina næsta sumar....Atla Viðar Björnsson, FH-ing Eina ferðina enn kemur Atli Viðar af bekknum og bjargar þrem stigum fyrir sitt lið. Að þessu sinni dugði það fyrir toppsætinu. Það kalla allir eftir því að hann spili meira en Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hlustar ekki alltaf á þær raddir. Viðhorf Atla Viðars er sem fyrr til mikillar fyrirmyndar. Er ekki að rífa kjaft í fjölmiðlum heldur kemur tilbúinn á völlinn og lætur verkin tala. Hann er núna búinn að skora 101 mark í efstu deild....Gunnlaug Jónsson, þjálfara ÍA Aftur tekst ÍA að vinna sína sex stiga leiki og liðið er einmitt sex stigum frá fallsæti eftir afar mikilvægan sigur á Leikni. ÍA er með sjö stig úr síðustu þrem leikjum og með sama áframhaldi heldur falldraugurinn áfram að feykjast yfir Faxaflóann og hann hefur nú tekið sér bólfestu í Breiðholtinu þar sem Leiknismönnum gengur afar illa að skora.Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis.vísir/stefánErfið umferð fyrir......Ásmund Arnarsson, þjálfara ÍBV Fyrsti leikur ÍBV undir hans stjórn var í Garðabænum og Ása virtist ekki takast að kveikja neinn neista í ÍBV-liðinu. Eyjamenn voru linir og ekki líklegir til neins í tapinu gegn Stjörnunni. Vonbrigði fyrir Ásmund og ÍBv að liðið skildi ekki mæta betur stemmt en þetta er menn voru að sanna sig fyrir nýjum þjálfara....Leiknismenn Það er óhætt að segja að hlutirnir séu ekki að falla með Leiknismenn. Enn og aftur var mark dæmt af liðinu og það virðist vera kominn pirringur í þeirra herbúðir. Mörkin eru ekki að koma og stigin þar af leiðandi ekki heldur. Það þýðir lítið að væla yfir því að liðið þeirra hafi verið betri aðilinn þegar stigainnkoman er engin. Það er það eina sem telur....Þorvald Árnason dómara Þorvaldur fékk boltann af afli í höfuðið í leik KR og Breiðabliks og steinlá. Hann var aftur á móti fljótur á fætur og kláraði að dæma fyrri hálfleikinn með sóma. Í hálfleik kom síðan í ljós að hann hafði fengið heilahristing. Hann var farinn að kasta upp og var loks fluttur á brott í sjúkrabíl. Vísir sendir honum bestu batakveðjur.Jonathan Glenn í Blikagallanum.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Alvogen-vellinum: „Björgólfur Guðmundsson er á sínum stað í stúkunni. Gegnheill KR-ingur og styður sína menn í gegnum súrt og sætt. Hann spilaði stórt hlutverk hjá KR á sínum tíma og svo sem bankastjóri Landsbankans þegar hann var aðalstyrktaraðili deildarinnar. Þá fengu blaðamenn flíspeysur og úlpur. Góðærið, maður."Ingvi Þór Sæmundsson á Vodafone-vellinum: „Það eru ekkert rosalega margir mættir til að kveðja grasið hér á Vodafone-vellinum. Það er nú ýmislegt að gerast í dag; Drusluganga, strandboltamót og fleira."Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum: „Fyndið atvik. Gunnar Heiðar lá sárþjáður á vellinum í nokkuð langan tíma. Þegar hann stóð upp spjaldaði Garðar Örn hann fyrir leikaraskap. Hann haltrar enn um völlinn."Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Oliver Sigurjónsson, Breiðablik - 8 Kennie Knak Chopart, Fjölnir - 8 Þórir Guðjónsson, Fjölnir - 8 Jeppe Hansen, Stjarnan - 8 Milos Zivkovic, Víkingur - 8 Ásgeir Eyþórsson, Fylkir - 3 Ásgeir Örn Arnþórsson, Fylkir - 3vísir/vilhelmUmræðan á #Pepsi365Vá hvað ég var sáttur með @hjorturh í Pepsí í kvöld í kringum "dýfuna" í Garðabænum - virkilega vel! #fotboltinet #pepsi365— Ingvar Örn Ákason (@hryssan) July 29, 2015 Sorry memm mig, er að horfa eftir á en hvar er húfan hans Óla Jó?? #söknuður #pepsi365 #fotboltinet— Ellen Mjöll (@EllenMjoll) July 29, 2015 Hjörtur og Arnar í sömu skyrtu er smá swægi....ég væri til í að vera í sömu skyrtu og Arnar Gunnlaugs #pepsi365— Magnús Haukur (@Maggihodd) July 28, 2015 Bendi góðfúslega á að FH hefur ekki unnið leik síðan @jonjonssonmusic var tekinn úr fyrstu 11 #tilviljun? #pepsi365 #fotboltinet— Hugi Halldórsson (@hugihall) July 28, 2015 Þegar Grétar Sigfinnur klobbar þig þá á þér að líða illa #pepsi365— Brynjar Magnússon (@BrynjarLogi) July 27, 2015 Plastið hart í Garðabænum. Gunnar Heiðar meiddur eftir dýfuna. Rauði baróninn með allt á hreinu. #pepsi365— Pálmi Harðarson (@phardarson) July 26, 2015 Mark 13. umferðar: Atvik 13. umferðar: Markasyrpa 13. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira