Gunnar verið frá syninum í tvo mánuði: Hlakka til að hitta litla strákinn minn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2015 12:30 Gunnar Nelson hittir Stíg Tý bráðlega. vísir/getty Gunnar Nelson sinnti fjölmiðlum á fjölmiðladegi UFC 189 í gær og fór í ansi mörg viðtöl á skömmum tíma. Ariel Helwani, þrefaldur blaðamaður ársins innan MMA-heimsins og einn sá allra virtasti í þeim bransa, var einn þeirra sem tók viðtal við Gunnar í gær fyrir síðuna MMAfighting.com. Helwani og Gunnari kemur vel saman, en hann Helwani hefur tekið viðtöl við Gunnar nokkrum sinnum áður. Hann spurði Gunnar fyrst út í pásuna sem hann tók eftir tapið gegn Rick Story í október á síðasta ári. „Ég vildi taka mér smá hlé þar sem ég eignaðist nýlega lítinn strák. Ég vildi komast heim og eyða tíma með honum,“ segir Gunnar, en snemma á síðasta ári eignaðist hann Stíg Tý með fyrrverandi kærustu sinni, Auði Ómarsdóttur.Hefur tapað áður Gunnar sér ekki eftir því að hafa barist við Rick Story í Stokkhólmi þrátt fyrir að hafa ætla að taka sér frí eftir sigurinn þar á undan. „Það var bara gott og eiginlega fullkomið. Ég tapaði sem var leiðinlegt en þetta var fimm lotu bardagi sem ég lærði mikið af. Síðan fékk ég frí til að melta það sem gerðist,“ segir Gunnar. „Ég hef tapað áður í íþróttum og veit hvernig það er að tapa. Manni getur klárlega liðið illa en svona er þetta bara. Ég barðist í fimm lotur og hann vann. Reynslan í þessu fyrir mig eru allir litlu hlutirnir sem ég læri af. Maður verður bara að taka þessu og ekki hugsa of mikið um þetta.“ Sonur Gunnars borðar svið hjá ömmu: My grandson eating traditional Icelandic sheep face#vikingpower #gonnagrowbigandstrong @GunniNelson A photo posted by Halli Nelson (@hallinelson) on Jul 1, 2015 at 11:20am PDTFær Snapchat af syninum Gunnar hefur verið að heiman í tvo mánuði, en hann fór fyrst í æfingabúðir í Mexíkó áður en hann hélt til Las Vegas að æfa með Conor McGregor. Hann viðurkennir að það sé auðvitað erfitt að vera svona lengi frá litla stráknum. „Ég tala við hann á Skype og fæ Snapchat af honum frá mömmu minni og mömmu hans. Þetta er auðvitað erfitt en maður verður að horfa til framtíðar og hlakka til að hitta hann í staðinn fyrir að gráta það að vera í burtu frá honum,“ segir Gunnar. Það vakti smá athygli um síðustu helgi þegar Gunnar hafði engan áhuga á flugeldasýningu í Las Vegas í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Hann sat bara í heita pottinum í höllinni þar sem hann býr með æfingafélögum sínum og lét sér fátt um finnast. „Mér líkar betur við heita potta en flugelda. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá voru þetta ekkert sérstakir flugeldar,“ segir Gunnar sem er auðvitað vanur svakalegri flugeldasýningu á Íslandi hvert gamlárskvöld. „Á hverju ári er stór flugeldasýning heima og ég hélt þetta yrði tíu sinnum betra hérna því þetta eru Bandaríkin og þetta er Vegas. Ég var því frekar spenntur. Þetta var ekki jafnflott og ég hélt að það yrði.“Sá litli byrjaður að ganga Gunnar er þekktur innan MMA-heimsins fyrir að borða íslenskan mat og eiga Bandaríkjamenn og aðrir erfitt með að skilja hvernig hann getur borðað kindahöfuð, eða svið. Helwani brá þegar hann sá mynd af Stíg litla borða svið hjá ömmu sinni, móður Gunnars. „Ég er spenntur fyrir sjálfur því að komast heim og borða svið. Ég skil að þetta er ekki eitthvað sem þið þekkið. Ég hlakka bara til að komast heim og hitta hann. Þegar ég fór skreið hann út um allt en nú er hann farinn að ganga,“ segir Gunnar Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Sjá meira
Gunnar Nelson sinnti fjölmiðlum á fjölmiðladegi UFC 189 í gær og fór í ansi mörg viðtöl á skömmum tíma. Ariel Helwani, þrefaldur blaðamaður ársins innan MMA-heimsins og einn sá allra virtasti í þeim bransa, var einn þeirra sem tók viðtal við Gunnar í gær fyrir síðuna MMAfighting.com. Helwani og Gunnari kemur vel saman, en hann Helwani hefur tekið viðtöl við Gunnar nokkrum sinnum áður. Hann spurði Gunnar fyrst út í pásuna sem hann tók eftir tapið gegn Rick Story í október á síðasta ári. „Ég vildi taka mér smá hlé þar sem ég eignaðist nýlega lítinn strák. Ég vildi komast heim og eyða tíma með honum,“ segir Gunnar, en snemma á síðasta ári eignaðist hann Stíg Tý með fyrrverandi kærustu sinni, Auði Ómarsdóttur.Hefur tapað áður Gunnar sér ekki eftir því að hafa barist við Rick Story í Stokkhólmi þrátt fyrir að hafa ætla að taka sér frí eftir sigurinn þar á undan. „Það var bara gott og eiginlega fullkomið. Ég tapaði sem var leiðinlegt en þetta var fimm lotu bardagi sem ég lærði mikið af. Síðan fékk ég frí til að melta það sem gerðist,“ segir Gunnar. „Ég hef tapað áður í íþróttum og veit hvernig það er að tapa. Manni getur klárlega liðið illa en svona er þetta bara. Ég barðist í fimm lotur og hann vann. Reynslan í þessu fyrir mig eru allir litlu hlutirnir sem ég læri af. Maður verður bara að taka þessu og ekki hugsa of mikið um þetta.“ Sonur Gunnars borðar svið hjá ömmu: My grandson eating traditional Icelandic sheep face#vikingpower #gonnagrowbigandstrong @GunniNelson A photo posted by Halli Nelson (@hallinelson) on Jul 1, 2015 at 11:20am PDTFær Snapchat af syninum Gunnar hefur verið að heiman í tvo mánuði, en hann fór fyrst í æfingabúðir í Mexíkó áður en hann hélt til Las Vegas að æfa með Conor McGregor. Hann viðurkennir að það sé auðvitað erfitt að vera svona lengi frá litla stráknum. „Ég tala við hann á Skype og fæ Snapchat af honum frá mömmu minni og mömmu hans. Þetta er auðvitað erfitt en maður verður að horfa til framtíðar og hlakka til að hitta hann í staðinn fyrir að gráta það að vera í burtu frá honum,“ segir Gunnar. Það vakti smá athygli um síðustu helgi þegar Gunnar hafði engan áhuga á flugeldasýningu í Las Vegas í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Hann sat bara í heita pottinum í höllinni þar sem hann býr með æfingafélögum sínum og lét sér fátt um finnast. „Mér líkar betur við heita potta en flugelda. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá voru þetta ekkert sérstakir flugeldar,“ segir Gunnar sem er auðvitað vanur svakalegri flugeldasýningu á Íslandi hvert gamlárskvöld. „Á hverju ári er stór flugeldasýning heima og ég hélt þetta yrði tíu sinnum betra hérna því þetta eru Bandaríkin og þetta er Vegas. Ég var því frekar spenntur. Þetta var ekki jafnflott og ég hélt að það yrði.“Sá litli byrjaður að ganga Gunnar er þekktur innan MMA-heimsins fyrir að borða íslenskan mat og eiga Bandaríkjamenn og aðrir erfitt með að skilja hvernig hann getur borðað kindahöfuð, eða svið. Helwani brá þegar hann sá mynd af Stíg litla borða svið hjá ömmu sinni, móður Gunnars. „Ég er spenntur fyrir sjálfur því að komast heim og borða svið. Ég skil að þetta er ekki eitthvað sem þið þekkið. Ég hlakka bara til að komast heim og hitta hann. Þegar ég fór skreið hann út um allt en nú er hann farinn að ganga,“ segir Gunnar Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Sjá meira