Virkjanir og iðjuver á heimsminjaskrá Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2015 16:07 Rjukan-virkjunin í Noregi. Virkjanir og stóriðja, sem byggðust upp í Rjukan og Notodden í Noregi, eru komin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mennta-, menningar- og vísindastofnunin UNESCO tilkynnti þetta í vikunni. Í umsögn segir að iðnaðarsvæðið sé staðsett í mögnuðu landslagi fjalla, fossa og árdala og samanstandi af vatnsaflsvirkjunum, háspennulínum, verksmiðjum og iðnaðarbæjum. Norsk Hydro hafi byggt það upp til að framleiða áburð úr köfnunarefni andrúmsloftsins til að mæta vaxandi spurn eftir búvörum í upphafi 20. aldar. Í bæjunum Rjukan og Notodden megi sjá hýbýli starfsmanna og stofnana samfélagsins sem tengd voru með járnbrautum og ferjum til að flytja áburðinn til hafna þar sem honum var skipað út. Segir UNESCO að þetta samspil iðnaðarsvæðis og náttúrulegs landslags standi upp úr sem dæmi um iðnvæðingu í byrjun síðustu aldar. Virkjun Svelgsfoss við Notodden var á sínum tíma sú stærsta í Evrópu og Rjukan-virkjunin var enn stærri og náði því að verða stærsta virkjun heims. Uppbyggingin í Noregi hafði víðtæk áhrif á Íslandi þar sem menn fóru að skoða samskonar tækifæri, fyrst undir forystu Einars Benediktssonar skálds. Teiknaðar voru virkjanir í Þjórsá, bæði við Búrfell og Urriðafoss, og áburðarverksmiðja var fyrirhuguð í Skerjafirði. Hérlendis liðu þó áratugir áður en fyrsta stóriðjan, áburðarverksmiðja, reis í Gufunesi, knúin með afli Sogsvirkjana, og rétt eins og gerðist í Noregi hélt þetta samspil virkjana og stóriðju áfram þegar vatnsaflið var beislað til álframleiðslu. Rjukan er einnig frægt frá árum síðari heimstyrjaldar þegar norskir andspyrnumenn unnu þar spellvirki til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gætu framleitt þungt vatn í því skyni að þróa kjarnorkuvopn. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Virkjanir og stóriðja, sem byggðust upp í Rjukan og Notodden í Noregi, eru komin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mennta-, menningar- og vísindastofnunin UNESCO tilkynnti þetta í vikunni. Í umsögn segir að iðnaðarsvæðið sé staðsett í mögnuðu landslagi fjalla, fossa og árdala og samanstandi af vatnsaflsvirkjunum, háspennulínum, verksmiðjum og iðnaðarbæjum. Norsk Hydro hafi byggt það upp til að framleiða áburð úr köfnunarefni andrúmsloftsins til að mæta vaxandi spurn eftir búvörum í upphafi 20. aldar. Í bæjunum Rjukan og Notodden megi sjá hýbýli starfsmanna og stofnana samfélagsins sem tengd voru með járnbrautum og ferjum til að flytja áburðinn til hafna þar sem honum var skipað út. Segir UNESCO að þetta samspil iðnaðarsvæðis og náttúrulegs landslags standi upp úr sem dæmi um iðnvæðingu í byrjun síðustu aldar. Virkjun Svelgsfoss við Notodden var á sínum tíma sú stærsta í Evrópu og Rjukan-virkjunin var enn stærri og náði því að verða stærsta virkjun heims. Uppbyggingin í Noregi hafði víðtæk áhrif á Íslandi þar sem menn fóru að skoða samskonar tækifæri, fyrst undir forystu Einars Benediktssonar skálds. Teiknaðar voru virkjanir í Þjórsá, bæði við Búrfell og Urriðafoss, og áburðarverksmiðja var fyrirhuguð í Skerjafirði. Hérlendis liðu þó áratugir áður en fyrsta stóriðjan, áburðarverksmiðja, reis í Gufunesi, knúin með afli Sogsvirkjana, og rétt eins og gerðist í Noregi hélt þetta samspil virkjana og stóriðju áfram þegar vatnsaflið var beislað til álframleiðslu. Rjukan er einnig frægt frá árum síðari heimstyrjaldar þegar norskir andspyrnumenn unnu þar spellvirki til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gætu framleitt þungt vatn í því skyni að þróa kjarnorkuvopn.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira