Skiptimarkaður hjúkrunarfræðinga Helga María Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2015 23:19 Niðurstöðurnar liggja fyrir og voru skilaboðin skýr. Það kemur nú ekki á óvart þar sem margir hjúkrunarfræðingar voru búnir að upplýsa um ákvörðun sína við byrjun samningaviðræðna. Þessi barátta er búin að standa yfir í mörg ár en núna eru aðstæður öðruvísi en áður, við erum komin með nóg. Stjórnvöld sýndu fram á það hversu mikilvæg stéttin er með því að setja á okkur verkfallsbann, en samt er ekki verið að reyna að halda í dýrmæta mannauðinn okkar. Reynsla er mjög mikilvæg í okkar starfsstétt og það kemur ekki alltaf maður í manns stað. Á sumum deildum tekur það allt að tvö ár að verða fullgildur starfsmaður. Gerðardómur virðist vera staðreynd þrátt fyrir að í lögum stæði skýrt að undirrita þyrfti kjarasamning fyrir 1. júlí til þess að komast hjá því að málið yrði lagt fyrir dóminn. Það var gert. Ekkert stóð í lögunum um að samningnum mætti ekki vera hafnað af félagsmönnum, eins og raunin varð, enda er verið að vinna að þessu máli af hálfkáki. Stéttinni var sýnd mikil vanvirðing þegar þeir Bjarni og Sigmundur sátu fótboltaleik í staðinn fyrir að taka þátt í umræðunni á Alþingi um verkfallsbannið. En það er einmitt það sem við erum að leggja áherslu á í okkar baráttu. Við vinnum allan sólarhringinn alla daga ársins, hvort sem það eru jól, áramót eða fótboltaleikir á döfinni. Við höfum þurft að aðlagast ýmsum breytingum á síðastliðnum árum. Deildir voru sameinaðar tímabundið og varð maður að læra inn á önnur sérsvið við hverja breytingu. Í tæp sjö ár vann ég á almennri skurðdeild á Landspítalanum. Á þeim tíma var hún sameinuð á einhverjum tímapunkti við hjarta- og lungnaskurðdeildina, kvennadeildina og við þvagfæraskurðdeildina. Fyrir utan það fengum við sjúklinga sem tilheyra lyflækningadeildum þegar ekki var laust pláss fyrir sjúklinga þar. Lyfjabreytingar hafa verið miklar og höfum við fengið inn hin ýmsu samheitalyf sem við lærðum nöfnin á og mismunandi virkni. Við höfum einnig fengið inn margar mismunandi tegundir af æðaleggjum, vökvasettum, sáraumbúðum og öðrum búnaði sem við notum í daglegu starfi, nýjar vökvadælur og dælur fyrir verkjadreypi svo eitthvað sé nefnt. En núna viljum við breytingu. Við viljum hærri laun. Hvað sem gerist eftir að uppsagnirnar ganga í garð mun spítalinn starfa áfram, en það verður í breyttri mynd. Engar raunhæfar yfirlýsingar hafa verið gefnar út um breytt fyrirkomulag en tíminn líður og það þarf að huga að framtíðinni. Ég tel það ekki raunhæft þegar ríkisstjórn talar um að erlendir starfsmenn verði fluttir hingað á silfurfati. Þeir fáu erlendu starfsmenn sem tala íslensku geta einnig fengið vinnu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, þar sem mun hærri laun eru í boði. Ef leita á lengra en til Norðurlandanna og fá enskumælandi vinnukraft til landsins, þá má ekki gleyma að taka inn í reikninginn að ríkið þarf að borga fyrir flug og gistingu undir aðilann, sem ég get ekki ímyndað mér að sé hagstætt. Ég reikna með því að það verði mun erfiðara að reka spítalann án þeirra 300 starfsmanna sem hafa sagt upp störfum sínum en það var að reka hann í verkfallinu. Það má ekki taka út úr myndinni að margir hjúkrunarfræðingar unnu allar sínar vaktir í þá sextán daga sem við vorum í verkfalli. Á þeim tíma var alltaf passað upp á öryggismönnun, sem og hæfni starfsmanna á vakt. Uppsagnafresturinn minn er til 30. september og þá hverf ég af lóð Landspítalans til annarra miða. Staðreyndin er sú að því lengur sem þessi barátta mun taka, því fleiri hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn spítalans eiga eftir að segja upp. Sérstaklega þegar okkar eigin heilbrigðisráðherra talar um að hægt sé að skipta okkur út fyrir erlendan mannauð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Niðurstöðurnar liggja fyrir og voru skilaboðin skýr. Það kemur nú ekki á óvart þar sem margir hjúkrunarfræðingar voru búnir að upplýsa um ákvörðun sína við byrjun samningaviðræðna. Þessi barátta er búin að standa yfir í mörg ár en núna eru aðstæður öðruvísi en áður, við erum komin með nóg. Stjórnvöld sýndu fram á það hversu mikilvæg stéttin er með því að setja á okkur verkfallsbann, en samt er ekki verið að reyna að halda í dýrmæta mannauðinn okkar. Reynsla er mjög mikilvæg í okkar starfsstétt og það kemur ekki alltaf maður í manns stað. Á sumum deildum tekur það allt að tvö ár að verða fullgildur starfsmaður. Gerðardómur virðist vera staðreynd þrátt fyrir að í lögum stæði skýrt að undirrita þyrfti kjarasamning fyrir 1. júlí til þess að komast hjá því að málið yrði lagt fyrir dóminn. Það var gert. Ekkert stóð í lögunum um að samningnum mætti ekki vera hafnað af félagsmönnum, eins og raunin varð, enda er verið að vinna að þessu máli af hálfkáki. Stéttinni var sýnd mikil vanvirðing þegar þeir Bjarni og Sigmundur sátu fótboltaleik í staðinn fyrir að taka þátt í umræðunni á Alþingi um verkfallsbannið. En það er einmitt það sem við erum að leggja áherslu á í okkar baráttu. Við vinnum allan sólarhringinn alla daga ársins, hvort sem það eru jól, áramót eða fótboltaleikir á döfinni. Við höfum þurft að aðlagast ýmsum breytingum á síðastliðnum árum. Deildir voru sameinaðar tímabundið og varð maður að læra inn á önnur sérsvið við hverja breytingu. Í tæp sjö ár vann ég á almennri skurðdeild á Landspítalanum. Á þeim tíma var hún sameinuð á einhverjum tímapunkti við hjarta- og lungnaskurðdeildina, kvennadeildina og við þvagfæraskurðdeildina. Fyrir utan það fengum við sjúklinga sem tilheyra lyflækningadeildum þegar ekki var laust pláss fyrir sjúklinga þar. Lyfjabreytingar hafa verið miklar og höfum við fengið inn hin ýmsu samheitalyf sem við lærðum nöfnin á og mismunandi virkni. Við höfum einnig fengið inn margar mismunandi tegundir af æðaleggjum, vökvasettum, sáraumbúðum og öðrum búnaði sem við notum í daglegu starfi, nýjar vökvadælur og dælur fyrir verkjadreypi svo eitthvað sé nefnt. En núna viljum við breytingu. Við viljum hærri laun. Hvað sem gerist eftir að uppsagnirnar ganga í garð mun spítalinn starfa áfram, en það verður í breyttri mynd. Engar raunhæfar yfirlýsingar hafa verið gefnar út um breytt fyrirkomulag en tíminn líður og það þarf að huga að framtíðinni. Ég tel það ekki raunhæft þegar ríkisstjórn talar um að erlendir starfsmenn verði fluttir hingað á silfurfati. Þeir fáu erlendu starfsmenn sem tala íslensku geta einnig fengið vinnu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, þar sem mun hærri laun eru í boði. Ef leita á lengra en til Norðurlandanna og fá enskumælandi vinnukraft til landsins, þá má ekki gleyma að taka inn í reikninginn að ríkið þarf að borga fyrir flug og gistingu undir aðilann, sem ég get ekki ímyndað mér að sé hagstætt. Ég reikna með því að það verði mun erfiðara að reka spítalann án þeirra 300 starfsmanna sem hafa sagt upp störfum sínum en það var að reka hann í verkfallinu. Það má ekki taka út úr myndinni að margir hjúkrunarfræðingar unnu allar sínar vaktir í þá sextán daga sem við vorum í verkfalli. Á þeim tíma var alltaf passað upp á öryggismönnun, sem og hæfni starfsmanna á vakt. Uppsagnafresturinn minn er til 30. september og þá hverf ég af lóð Landspítalans til annarra miða. Staðreyndin er sú að því lengur sem þessi barátta mun taka, því fleiri hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn spítalans eiga eftir að segja upp. Sérstaklega þegar okkar eigin heilbrigðisráðherra talar um að hægt sé að skipta okkur út fyrir erlendan mannauð.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun