Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. júlí 2015 13:01 Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. Vísir/Vilhelm Grafalvarleg staða blasir við á gjörgæsludeild Landspítalans en rúmlega 60 prósent hjúkrunarfræðinga láta af störfum eftir rúma tvo mánuði eftir fjöldauppsagnir. Gjörgæsludeildin verður nánast óstarfhæf gangi uppsagnirnar eftir. Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæslu í Fossvogi, segir stöðuna alvarlega en hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildinni eru með tveggja ára sérmenntun til viðbótar við fjögurra ára grunnnám. „Þetta er fólk með sex ára nám og búið að vinna margir í 10 til 30 ár. Við erum að missa út alveg gífurlegan mannauð ef þetta fólk fer af deildinni. Þannig að ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir húnVandi sem þarf að leysa Kristín segir að fólkið sem hafi sagt upp hafi gríðarlegan áhuga á starfinu og að mikill mannauður hverfi með því. Hún segist ekki vera með töfralausn á vandanum, en eitthvað þurfi að gerast. „Það er mjög mikið álag að vera í svona vinnu, svona vaktafvinnu, fyrir fólk. Það þarf að viðurkenna að það þarf að borga betur fyrir þessa vinnu heldur en er gert í dag,“ segir hún. Deildin verður óstarfhæf, komi uppsagnirnar til framkvæmda, en þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. „Hún verður algjörlega óstarfhæf og ég sé ekki fyrir mér hvernig við ætlum að bjarga þessu því þetta er það mikil sérhæfing. Við erum hérna með fólk sem eru veikustu einstaklingar landsins. Við erum að taka á móti slysum – stórslysum – þar sem skiptir svo miklu máli að fólk hafi mjög miklu þjálfun og reynslu,“ segir hún.Verða að tala íslensku Kristín segir hugmyndir um að ráð inn erlenda hjúkrunarfræðinga einfaldlega ekki ganga upp á gjörgæsludeildinni. „Það er ekki hægt. Það skiptir miklu máli að það sé mikill hraði þannig að einstaklingar eða hjúkrunarfræðingar sem eru ekki með málið, ef það er talað um að finna hjúkrunarfræðinga erlendis frá, þá er það tómt mál að tala um á þessari deild,“ segir hún. „Það bara gengur ekki.“ Kristín bendir á að gerðar séu kröfur í Noregi til hjúkrunarfræðinga sem þar starfa að þeir tali tungumálið. Hún segir að gera megi ráð fyrir ansi löngum undirbúningstíma ef kenna erlendum hjúkrunarfræðingum íslensku. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Grafalvarleg staða blasir við á gjörgæsludeild Landspítalans en rúmlega 60 prósent hjúkrunarfræðinga láta af störfum eftir rúma tvo mánuði eftir fjöldauppsagnir. Gjörgæsludeildin verður nánast óstarfhæf gangi uppsagnirnar eftir. Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæslu í Fossvogi, segir stöðuna alvarlega en hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildinni eru með tveggja ára sérmenntun til viðbótar við fjögurra ára grunnnám. „Þetta er fólk með sex ára nám og búið að vinna margir í 10 til 30 ár. Við erum að missa út alveg gífurlegan mannauð ef þetta fólk fer af deildinni. Þannig að ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir húnVandi sem þarf að leysa Kristín segir að fólkið sem hafi sagt upp hafi gríðarlegan áhuga á starfinu og að mikill mannauður hverfi með því. Hún segist ekki vera með töfralausn á vandanum, en eitthvað þurfi að gerast. „Það er mjög mikið álag að vera í svona vinnu, svona vaktafvinnu, fyrir fólk. Það þarf að viðurkenna að það þarf að borga betur fyrir þessa vinnu heldur en er gert í dag,“ segir hún. Deildin verður óstarfhæf, komi uppsagnirnar til framkvæmda, en þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. „Hún verður algjörlega óstarfhæf og ég sé ekki fyrir mér hvernig við ætlum að bjarga þessu því þetta er það mikil sérhæfing. Við erum hérna með fólk sem eru veikustu einstaklingar landsins. Við erum að taka á móti slysum – stórslysum – þar sem skiptir svo miklu máli að fólk hafi mjög miklu þjálfun og reynslu,“ segir hún.Verða að tala íslensku Kristín segir hugmyndir um að ráð inn erlenda hjúkrunarfræðinga einfaldlega ekki ganga upp á gjörgæsludeildinni. „Það er ekki hægt. Það skiptir miklu máli að það sé mikill hraði þannig að einstaklingar eða hjúkrunarfræðingar sem eru ekki með málið, ef það er talað um að finna hjúkrunarfræðinga erlendis frá, þá er það tómt mál að tala um á þessari deild,“ segir hún. „Það bara gengur ekki.“ Kristín bendir á að gerðar séu kröfur í Noregi til hjúkrunarfræðinga sem þar starfa að þeir tali tungumálið. Hún segir að gera megi ráð fyrir ansi löngum undirbúningstíma ef kenna erlendum hjúkrunarfræðingum íslensku.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira