Gríska þjóðin dofin: „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. júlí 2015 12:15 Ræðismaður Íslands í Grikklandi lýsir ástandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina þar sem greidd verða atkvæði um aðgerðir til að leysa skuldavanda þjóðarinnar. Vísir/AFP Ræðismaður Íslands í Grikklandi segir afstöðu þjóðarinnar til aðgerða til að tryggja frekari neyðaraðstöð Evrópusambandsins vera að breytast. Í upphafi vikunnar hafi flestir verið vissir um að hafna samkomulaginu en nú sé staðan önnur. Hann ráðleggur Íslendingum á ferð til landsins að vera með nóg af reiðufé.Skiptar skoðanirYannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að það geti reynst slæmt fyrir Grikki að skrifa ekki undir samkomulag. „Grikkir byrjuðu vikuna og voru svolítið sterkir og allir tilbúnir að kjósa nei, að við viljum ekki skrifa undir þennan samning af því að hann er ekki nógu góður. En núna með bankana lokaða er það ekki svo einfalt fyrir fólk,“ segir hann. „Núna eru nokkrir að byrja að segja kannski eigum við að semja og vera í rólegheitum í evrunni og fá bara endalaust lánað og borga vexti. Þjóðfélagið er dálítið dofið og það er mjög erfitt. Fólk veit ekki hvað það á að gera lengur,“ segir hann.Nýtt fyrir Grikkjum að greiða atkvæðiYannis segir að Grikkir séu ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í landinu fyrir 41 ári síðan. Sjálfur telur hann atkvæðagreiðsluna snúast um hvort Grikkland haldi áfram í evrusamstarfinu eða ekki. „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig, ekki vanir atkvæðagreiðslum og ekki vanir að hafa pólitíkusa sem segja sannleikann og núna allt í einu þarf það að upplýsa sig um hvað á að gera og taka ákvörðun sjálfi. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera,“ segir hann. „Það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki hvað á að kjósa, hvort það á að kjósa nei eða já, hvað er best fyrir ríkið og hvað verður best fyrir sjálfan sig.“60 evrur nóg fyrir daginn Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir alla vikuna og takmörk hafa verið sett á úttektir úr hraðbönkum; íbúar landsins geta ekki tekið meira en 60 evrur úr hraðbönkum. Yannis segir það þó duga til að fara í gegnum daginn. „Það kostar ekki mikið að borða og lifa einn dag í Grikklandi og 60 evrur eru alveg nóg fyrir það. Og það er alveg nóg af bensíni í tönkum í Grikklandi til vara, til september eða eitthvað en það er örugglegt að það verði margir peningakassar tómir og bensínstöðvar tæmdar mun fyrr,“ segir hann. Bankar opnir á netinu Hann bendir á að enn sé aðgangur að heimabönkum opinn. „Það er hægt að flytja peninga á milli á netinu. Ég get verið að selja hluti út úr fyrirtækinu mínu og fengið bara peninga inn á bankareikninginn, ég þarf ekki að hafa bankann opinn, en það er ekki allir í Grikklandi tengdir svona vel og það verða örugglega vandamál og það verða miklu meiri vandamál ef við erum að tala um lengur en svona tvær vikur,“ segir ræðismaðurinnYannis ráðleggur Íslendingum á ferð í Grikklandi að vera með reiðufé á sér. „Grikkland er ekki hættulegt land en það þarf að hafa smá reiðufé á sér til að vera öruggur að þú getir haft það gott í Grikklandi,“ segir hann. Grikkland Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Ræðismaður Íslands í Grikklandi segir afstöðu þjóðarinnar til aðgerða til að tryggja frekari neyðaraðstöð Evrópusambandsins vera að breytast. Í upphafi vikunnar hafi flestir verið vissir um að hafna samkomulaginu en nú sé staðan önnur. Hann ráðleggur Íslendingum á ferð til landsins að vera með nóg af reiðufé.Skiptar skoðanirYannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að það geti reynst slæmt fyrir Grikki að skrifa ekki undir samkomulag. „Grikkir byrjuðu vikuna og voru svolítið sterkir og allir tilbúnir að kjósa nei, að við viljum ekki skrifa undir þennan samning af því að hann er ekki nógu góður. En núna með bankana lokaða er það ekki svo einfalt fyrir fólk,“ segir hann. „Núna eru nokkrir að byrja að segja kannski eigum við að semja og vera í rólegheitum í evrunni og fá bara endalaust lánað og borga vexti. Þjóðfélagið er dálítið dofið og það er mjög erfitt. Fólk veit ekki hvað það á að gera lengur,“ segir hann.Nýtt fyrir Grikkjum að greiða atkvæðiYannis segir að Grikkir séu ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í landinu fyrir 41 ári síðan. Sjálfur telur hann atkvæðagreiðsluna snúast um hvort Grikkland haldi áfram í evrusamstarfinu eða ekki. „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig, ekki vanir atkvæðagreiðslum og ekki vanir að hafa pólitíkusa sem segja sannleikann og núna allt í einu þarf það að upplýsa sig um hvað á að gera og taka ákvörðun sjálfi. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera,“ segir hann. „Það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki hvað á að kjósa, hvort það á að kjósa nei eða já, hvað er best fyrir ríkið og hvað verður best fyrir sjálfan sig.“60 evrur nóg fyrir daginn Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir alla vikuna og takmörk hafa verið sett á úttektir úr hraðbönkum; íbúar landsins geta ekki tekið meira en 60 evrur úr hraðbönkum. Yannis segir það þó duga til að fara í gegnum daginn. „Það kostar ekki mikið að borða og lifa einn dag í Grikklandi og 60 evrur eru alveg nóg fyrir það. Og það er alveg nóg af bensíni í tönkum í Grikklandi til vara, til september eða eitthvað en það er örugglegt að það verði margir peningakassar tómir og bensínstöðvar tæmdar mun fyrr,“ segir hann. Bankar opnir á netinu Hann bendir á að enn sé aðgangur að heimabönkum opinn. „Það er hægt að flytja peninga á milli á netinu. Ég get verið að selja hluti út úr fyrirtækinu mínu og fengið bara peninga inn á bankareikninginn, ég þarf ekki að hafa bankann opinn, en það er ekki allir í Grikklandi tengdir svona vel og það verða örugglega vandamál og það verða miklu meiri vandamál ef við erum að tala um lengur en svona tvær vikur,“ segir ræðismaðurinnYannis ráðleggur Íslendingum á ferð í Grikklandi að vera með reiðufé á sér. „Grikkland er ekki hættulegt land en það þarf að hafa smá reiðufé á sér til að vera öruggur að þú getir haft það gott í Grikklandi,“ segir hann.
Grikkland Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira