Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 5. júlí 2015 11:00 Viktoría Hermannsdóttir, Ólöf Skaftadóttir og Bjarni Benediktsson. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Aðspurður um stöðuna á Landspítalanum segir Bjarni. „Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann. Hvað er nóg? Það hefur aldrei verið sett meira í kaup tækja. Við höfum stóraukið framlög til tækjakaupa. Það er rétt að við þurfum að stefna að því að gera betur. Við þurfum líka að gæta að því að ofreisa ekki áform okkar þannig þau hrynji aftur til grunna. Allt sem við erum að gera er afrakstur af verðmætasköpun sem á sér stað,“ segir hann. Bjarni og Sigmundur Davíð voru harðlega gagnrýndir fyrir að fara frá umræðum um verkfall hjúkrunarfræðinga á þingi til þess að fylgjast með leik Íslands og Tékklands í fótbolta. Meðal annars skrifaði hjúkrunarfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 að í sínu starfi gæti hún aldrei yfirgefið vinnustað sinn í svona akút aðstæðum. „Það fannst mér nú ómerkileg umræða. Ég sá alls ekki eftir því að hafa farið að styðja strákana okkar í að sigra Tékka enda var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór á völlinn var að flytja ræðu um þetta mál á þinginu og mætti meira segja of seint á völlinn útaf því. Ég hef engar skyldur til að sitja yfir allri umræðunni og hlusta á hana til enda. Menn geta brugðið sér frá á völlnn ef þannig ber til. Ég er ósammála þeim sem halda því fram að ég hafi haft skyldu til að sitja þar allan tímann enda var eiginlega hálftómur þingsalur þegar ég var að flytja mína ræðu og svo hitti ég stjórnarandstæðinga á vellinum. Þannig þetta er allt óskaplega ómerkilegt finnst mér." Gefið hefur verið út að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðin rúmlega 18 prósent hækkun launa en til samanburðar fengu læknar um 30 prósenta hækkun á sínum launakjörum. „Staðreyndin er sú að þegar tekið er tillit til alls þess sem við vildum ná samningum um þá segi ég að við vorum í raun og veru að bjóða rumlega 20 prósenta hækkun sem var alveg sambærileg við það sem samið hefur verið um og er fyllilega hægt að fylgja eftir með þeim orðum að við getum gert þetta en við getum ekki gert meira,“ segir hann. „Ef menn skoða siðustu 10 ár þá hafa læknar ekki fengið meira en hjúkrunarfræðingar.“ Bjarni tekur fram að hann beri mikla virðingu fyrir starfi þeirra sem vinna í heilbrigðiskerfinu. „En það hljóta allir að skilja að það eru ytri mörk sett um hvað hægt er að semja. Og það þýðir ekki að maður vill ekki ganga að kröfum sem sett er fram að maður beri ekki virðingu fyrir kröfum sem settar eru fram af viðkomandi stétt.“ „Hvað gerist? Við fáum verðbólgu og krónurnar í umslaginu verða verðminni. Ég lít á það sem eitt af mínum hlutverkum að gæta að stöðugleikanum, það þarf að hlusta þegar seðlabankinn segir að hann muni hækka vexti. Það kostar ríkið mikið, heimilin mikið." Verkfall 2016 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Aðspurður um stöðuna á Landspítalanum segir Bjarni. „Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann. Hvað er nóg? Það hefur aldrei verið sett meira í kaup tækja. Við höfum stóraukið framlög til tækjakaupa. Það er rétt að við þurfum að stefna að því að gera betur. Við þurfum líka að gæta að því að ofreisa ekki áform okkar þannig þau hrynji aftur til grunna. Allt sem við erum að gera er afrakstur af verðmætasköpun sem á sér stað,“ segir hann. Bjarni og Sigmundur Davíð voru harðlega gagnrýndir fyrir að fara frá umræðum um verkfall hjúkrunarfræðinga á þingi til þess að fylgjast með leik Íslands og Tékklands í fótbolta. Meðal annars skrifaði hjúkrunarfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 að í sínu starfi gæti hún aldrei yfirgefið vinnustað sinn í svona akút aðstæðum. „Það fannst mér nú ómerkileg umræða. Ég sá alls ekki eftir því að hafa farið að styðja strákana okkar í að sigra Tékka enda var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór á völlinn var að flytja ræðu um þetta mál á þinginu og mætti meira segja of seint á völlinn útaf því. Ég hef engar skyldur til að sitja yfir allri umræðunni og hlusta á hana til enda. Menn geta brugðið sér frá á völlnn ef þannig ber til. Ég er ósammála þeim sem halda því fram að ég hafi haft skyldu til að sitja þar allan tímann enda var eiginlega hálftómur þingsalur þegar ég var að flytja mína ræðu og svo hitti ég stjórnarandstæðinga á vellinum. Þannig þetta er allt óskaplega ómerkilegt finnst mér." Gefið hefur verið út að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðin rúmlega 18 prósent hækkun launa en til samanburðar fengu læknar um 30 prósenta hækkun á sínum launakjörum. „Staðreyndin er sú að þegar tekið er tillit til alls þess sem við vildum ná samningum um þá segi ég að við vorum í raun og veru að bjóða rumlega 20 prósenta hækkun sem var alveg sambærileg við það sem samið hefur verið um og er fyllilega hægt að fylgja eftir með þeim orðum að við getum gert þetta en við getum ekki gert meira,“ segir hann. „Ef menn skoða siðustu 10 ár þá hafa læknar ekki fengið meira en hjúkrunarfræðingar.“ Bjarni tekur fram að hann beri mikla virðingu fyrir starfi þeirra sem vinna í heilbrigðiskerfinu. „En það hljóta allir að skilja að það eru ytri mörk sett um hvað hægt er að semja. Og það þýðir ekki að maður vill ekki ganga að kröfum sem sett er fram að maður beri ekki virðingu fyrir kröfum sem settar eru fram af viðkomandi stétt.“ „Hvað gerist? Við fáum verðbólgu og krónurnar í umslaginu verða verðminni. Ég lít á það sem eitt af mínum hlutverkum að gæta að stöðugleikanum, það þarf að hlusta þegar seðlabankinn segir að hann muni hækka vexti. Það kostar ríkið mikið, heimilin mikið."
Verkfall 2016 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira