Enski boltinn

Ramos ekki í viðræðum við United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramos ákveðinn í að vera áfram hjá Real.
Ramos ákveðinn í að vera áfram hjá Real. vísir/getty
Sergio Ramos, miðvörður Real Madrid, neitaði þeim sögusögnum um að hann væri á leið til Manchester United í samtali við sjónvarsstöðuna Cuatro á Spáni.

Þessi 29 ára varnarmaður hefur ólmur verið orðaður við brottför frá Bernabeu eftir tíu ár í höfuðborg Spánar, en samkvæmt heimildum Sky Sporst bauð Manchester United 28.6 milljónir punda í varnarmann í síðustu viku.

Sömu heimildir segja að Ramos hafi gert öllum það ljóst hjá Real Madrid að hann vilji yfirgefa liðið, en hann neitar því í samtali við Cuatro.

„Ég er ekki í viðræðum við neinn,” sagði hann þegar hann var aðspurður hvernig viðræðurnar gengu.

Ramos hefur spilað 313 deildarleiki fyrir Real Madrid og skorað í þeim 40 mörk. Hann hefur unnið þrjá deildartitla með Real auk þess sem hann skoraði í úrslitaleiknum þegar Real vann Meistaradeildar Evrópu árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×