Fylgstu með í beinni: Niðurstaðan nei eftir að helmingur atkvæða hefur verið talinn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. júlí 2015 17:21 Grikkir hafa safnast saman á kaffihúsum og veitingastöðum til að fylgjast með niðurstöðunum. Vísir/EPA Eftir að helmingur atkvæða í Grikklandi hefur verið talin bendir allt til þess áfram að þjóðin komi til með að hafna tillögum kröfuhafa. Fylgstu með í beinni hér að neðan. Einnig er hægt að fylgjast með niðurstöðunum í beinni hér. Svo virðist sem Grikkir hafi flestir kosið gegn aðhaldsaðgerðum í skiptum fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Verði það niðurstaðan á þjóðin í hættu á því að verða vísað úr evrusamstarfinu. Þetta var einnig niðurstaða síðustu skoðanakannana. Kjörstöðum hefur verið lokað en fyrstu niðurstöður koma ekki fyrr en klukkan sex á íslenskum tíma. Sex af stærstu sjónvarpsstöðvum hafa spáð því að niðurstaðan verði „nei“. Þetta kemur fram á SKY news. Þjóðaratkvæðagreiðslan varðar tillögur kröfuhafa Grikklands en stjórnvöld höfðu hafnað þeim. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefur látið hafa eftir sér að áætlun kröfuhafanna væri móðgandi og fæli í sér óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Hann hvatti þjóðina af þessum ástæðum því til að hafna tillögunum. Telur hann að Grikkir eigi ekki á hættu á að vera vísað úr evrusamstarfinu þrátt fyrir að niðurstaðan verði að hafna tillögunum. „Atkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru okkar í evrusamstarfinu að gera,“ sagði Tsipras í ávarpi sínu. „Enginn getur dregið það í efa að við verðum þar áfram.“ Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum.Hér að neðan má sjá útgáfu Telegraph af kosningavökunni: Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Grikkir þurfa 60 milljarða evra í neyðaraðstoð að mati AGS Ný skýrsla AGS um efnahagshorfur í Grikklandi kom út í dag. 3. júlí 2015 00:03 Málshöfðun vegna lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi vísað frá dómi Forsætisráðherrann biður kjósendur um að hafna kúguninni. 3. júlí 2015 16:44 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Eftir að helmingur atkvæða í Grikklandi hefur verið talin bendir allt til þess áfram að þjóðin komi til með að hafna tillögum kröfuhafa. Fylgstu með í beinni hér að neðan. Einnig er hægt að fylgjast með niðurstöðunum í beinni hér. Svo virðist sem Grikkir hafi flestir kosið gegn aðhaldsaðgerðum í skiptum fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Verði það niðurstaðan á þjóðin í hættu á því að verða vísað úr evrusamstarfinu. Þetta var einnig niðurstaða síðustu skoðanakannana. Kjörstöðum hefur verið lokað en fyrstu niðurstöður koma ekki fyrr en klukkan sex á íslenskum tíma. Sex af stærstu sjónvarpsstöðvum hafa spáð því að niðurstaðan verði „nei“. Þetta kemur fram á SKY news. Þjóðaratkvæðagreiðslan varðar tillögur kröfuhafa Grikklands en stjórnvöld höfðu hafnað þeim. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefur látið hafa eftir sér að áætlun kröfuhafanna væri móðgandi og fæli í sér óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Hann hvatti þjóðina af þessum ástæðum því til að hafna tillögunum. Telur hann að Grikkir eigi ekki á hættu á að vera vísað úr evrusamstarfinu þrátt fyrir að niðurstaðan verði að hafna tillögunum. „Atkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru okkar í evrusamstarfinu að gera,“ sagði Tsipras í ávarpi sínu. „Enginn getur dregið það í efa að við verðum þar áfram.“ Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum.Hér að neðan má sjá útgáfu Telegraph af kosningavökunni:
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Grikkir þurfa 60 milljarða evra í neyðaraðstoð að mati AGS Ný skýrsla AGS um efnahagshorfur í Grikklandi kom út í dag. 3. júlí 2015 00:03 Málshöfðun vegna lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi vísað frá dómi Forsætisráðherrann biður kjósendur um að hafna kúguninni. 3. júlí 2015 16:44 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31
Grikkir þurfa 60 milljarða evra í neyðaraðstoð að mati AGS Ný skýrsla AGS um efnahagshorfur í Grikklandi kom út í dag. 3. júlí 2015 00:03
Málshöfðun vegna lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi vísað frá dómi Forsætisráðherrann biður kjósendur um að hafna kúguninni. 3. júlí 2015 16:44