Saman í 45 daga í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2015 08:30 Ómar Ingi Magnússon átti frábært mót í Svíþjóð. vísir/vilhelm Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri náði á föstudaginn þeim frábæra árangri að vinna opna Evrópumeistaramótið í handbolta sem fór fram í Gautaborg. Íslensku strákarnir unnu tveggja marka sigur, 31-29, á Svíum í úrslitaleiknum fyrir framan 6.000 áhorfendur, þar af nokkur hundruð Íslendinga sem flestir voru staddir á Partille Cup en EM er haldið í kringum það mót. „Það heyrðist mjög vel í Íslendingunum og við fengum frábæran stuðning,“ sagði Einar Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið í gær en hann þjálfar liðið ásamt Sigursteini Arndal. Ísland vann alla sjö leiki sína á EM og Einar var ánægður með taktinn í íslenska liðinu á mótinu: „Það var mjög góður stígandi í okkar leik og við spiluðum betur með hverjum leiknum,“ sagði Einar en tveir leikmenn Íslands voru valdir í úrvalslið mótsins; hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson úr ÍBV og Frammarinn Arnar Freyr Arnarsson.Æfa eins og félagslið Íslenska liðið er skipað leikmönnum sem eru fæddir á árunum 1996-97 en þessi árgangur þykir mjög sterkur. Einar segir að íslenska liðið hafi æft mikið í sumar og nánast eins og félagslið. „Við höfum æft vel og erum saman í 45 daga í sumar,“ sagði Einar en íslenska liðið fór í æfingaferð til Katar fyrir EM og lék þar tvo leiki við heimamenn sem báðir unnust. Stóra prófið er samt eftir hjá íslensku strákunum en í næsta mánuði fara þeir til Rússlands á HM U-19 ára landsliða. Sextán lið taka þátt á HM en keppt er í fjórum sex liða riðlum. Ísland er í riðli með Spáni (sem íslensku strákarnir unnu á EM), Noregi, Þýskalandi, Egyptalandi og Venesúela. Fjögur lið fara áfram úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin. Einar segir fyrsta markmiðið að komast upp úr riðlinum. „Við vorum í fimmta styrkleikaflokki þegar það var dregið og við þurfum því að fara fram úr einhverjum. Þetta er rosalega jafnt og liðin eru mörg hver áþekk að getu. Það verða fjórir hörkuleikir í þessum riðli,“ sagði Einar sem gerir ráð fyrir að Venesúela sé með slakasta liðið í riðlinum. Einar hrósar dugnaðinum sem íslensku strákarnir hafa sýnt í sumar, bæði á æfingum og í leikjum: „Ég er fyrst og fremst ánægður með liðsheildina, agann og vinnusemina sem þessir drengir hafa sýnt. Þetta er einstakur hópur hvað það varðar.“Fjórir tveggja metra menn Íslenski hópurinn, skipaður leikmönnum fæddum 1996 og 1997, er líka einstakur að því leyti að hann er hávaxinn, en skortur á sentimetrum hefur oft háð íslenskum landsliðum: „Það er góð hæð í liðinu og við erum með fjóra tveggja metra stráka og einn sem er 1,95 m á hæð, þannig að við getum stillt upp mjög hávaxinni vörn,“ sagði Einar en íslenska liðið spilar bæði 5-1 og 6-0 vörn. „HSÍ hefur unnið markvisst í því að leita að hávöxnum strákum. Það þýðir ekkert annað. Öll liðin eru með nokkra menn upp á tvo metra,“ bætti Einar við. Leikmenn íslenska liðsins eru misþekktir en þrátt fyrir ungan aldur eru flestir þeirra byrjaðir að spila reglulega með meistaraflokki. „Núna eru þeir að komast á þann aldur að það skiptir miklu máli að þeir fái tækifæri og þeim sé treyst. Íslendingar hafa verið þekktir fyrir það að gefa mönnum tækifæri snemma og það verður að vera þannig,“ sagði Einar að lokum.ingvithor@365.is Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. 4. júlí 2015 13:00 Nítján ára landslið Íslands vann Evrópumótið Hafði betur gegn heimamönnum í Svíþjóð í háspennuleik. 3. júlí 2015 21:47 Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni. 5. júlí 2015 14:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri náði á föstudaginn þeim frábæra árangri að vinna opna Evrópumeistaramótið í handbolta sem fór fram í Gautaborg. Íslensku strákarnir unnu tveggja marka sigur, 31-29, á Svíum í úrslitaleiknum fyrir framan 6.000 áhorfendur, þar af nokkur hundruð Íslendinga sem flestir voru staddir á Partille Cup en EM er haldið í kringum það mót. „Það heyrðist mjög vel í Íslendingunum og við fengum frábæran stuðning,“ sagði Einar Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið í gær en hann þjálfar liðið ásamt Sigursteini Arndal. Ísland vann alla sjö leiki sína á EM og Einar var ánægður með taktinn í íslenska liðinu á mótinu: „Það var mjög góður stígandi í okkar leik og við spiluðum betur með hverjum leiknum,“ sagði Einar en tveir leikmenn Íslands voru valdir í úrvalslið mótsins; hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson úr ÍBV og Frammarinn Arnar Freyr Arnarsson.Æfa eins og félagslið Íslenska liðið er skipað leikmönnum sem eru fæddir á árunum 1996-97 en þessi árgangur þykir mjög sterkur. Einar segir að íslenska liðið hafi æft mikið í sumar og nánast eins og félagslið. „Við höfum æft vel og erum saman í 45 daga í sumar,“ sagði Einar en íslenska liðið fór í æfingaferð til Katar fyrir EM og lék þar tvo leiki við heimamenn sem báðir unnust. Stóra prófið er samt eftir hjá íslensku strákunum en í næsta mánuði fara þeir til Rússlands á HM U-19 ára landsliða. Sextán lið taka þátt á HM en keppt er í fjórum sex liða riðlum. Ísland er í riðli með Spáni (sem íslensku strákarnir unnu á EM), Noregi, Þýskalandi, Egyptalandi og Venesúela. Fjögur lið fara áfram úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin. Einar segir fyrsta markmiðið að komast upp úr riðlinum. „Við vorum í fimmta styrkleikaflokki þegar það var dregið og við þurfum því að fara fram úr einhverjum. Þetta er rosalega jafnt og liðin eru mörg hver áþekk að getu. Það verða fjórir hörkuleikir í þessum riðli,“ sagði Einar sem gerir ráð fyrir að Venesúela sé með slakasta liðið í riðlinum. Einar hrósar dugnaðinum sem íslensku strákarnir hafa sýnt í sumar, bæði á æfingum og í leikjum: „Ég er fyrst og fremst ánægður með liðsheildina, agann og vinnusemina sem þessir drengir hafa sýnt. Þetta er einstakur hópur hvað það varðar.“Fjórir tveggja metra menn Íslenski hópurinn, skipaður leikmönnum fæddum 1996 og 1997, er líka einstakur að því leyti að hann er hávaxinn, en skortur á sentimetrum hefur oft háð íslenskum landsliðum: „Það er góð hæð í liðinu og við erum með fjóra tveggja metra stráka og einn sem er 1,95 m á hæð, þannig að við getum stillt upp mjög hávaxinni vörn,“ sagði Einar en íslenska liðið spilar bæði 5-1 og 6-0 vörn. „HSÍ hefur unnið markvisst í því að leita að hávöxnum strákum. Það þýðir ekkert annað. Öll liðin eru með nokkra menn upp á tvo metra,“ bætti Einar við. Leikmenn íslenska liðsins eru misþekktir en þrátt fyrir ungan aldur eru flestir þeirra byrjaðir að spila reglulega með meistaraflokki. „Núna eru þeir að komast á þann aldur að það skiptir miklu máli að þeir fái tækifæri og þeim sé treyst. Íslendingar hafa verið þekktir fyrir það að gefa mönnum tækifæri snemma og það verður að vera þannig,“ sagði Einar að lokum.ingvithor@365.is
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. 4. júlí 2015 13:00 Nítján ára landslið Íslands vann Evrópumótið Hafði betur gegn heimamönnum í Svíþjóð í háspennuleik. 3. júlí 2015 21:47 Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni. 5. júlí 2015 14:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. 4. júlí 2015 13:00
Nítján ára landslið Íslands vann Evrópumótið Hafði betur gegn heimamönnum í Svíþjóð í háspennuleik. 3. júlí 2015 21:47
Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni. 5. júlí 2015 14:30