Gunnar: Held að fólk ruglist stundum á mér og Ivan Drago Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2015 12:00 Gunnar Nelson er enginn Ivan Drago. vísir/getty Gunnar Nelson stígur í búrið á MGM-hótelinu í Las Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sínum til þessa á ferlinum og það á stærsta sviði UFC-sögunnar. Hann mætir Bandaríkjamanninum Brandon Thatch og þarf að vinna eftir að tapa nokkuð óvænt síðasta bardaga sínum gegn Rick Story sem var aðalbardaginn á stóru kvöldi í Stokkhólmi.Sjá einnig:Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum „Mér leið eins og ég væri ekki að hreyfa mig eins og ég er vanur. Þetta er tilfinning sem maður hefur. Maður getur gleymt sér í ákveðnum hreyfingum,“ segir Gunnar í viðtali við opinbera heimasíðu UFC um tapið gegn Story. Hann kennir engum öðrum en sjálfum sér um tapið og hrósar einfaldlega Story fyrir flotta frammistöðu.Brandon Thatch er næsti mótherji Gunnars.vísir/gettyBer ekki tilfinningar sínar á torg „Þetta er bara heiðarleiki. Ég er meðvitaður um hvað gerðist. Ég vil bara horfa á hlutina eins og þeir eru. Þetta kvöld stóð ég mig ekki og gerði ekki það sem ég ætlaði að gera. Stundum gerist það og hann stóð sig vel. Ég læri bara af þessu og held áfram,“ segir Gunnar. Blaðamaðurinn sem tekur viðtalið segir Gunnar einstakan því hann talar ekki illa um andstæðinga sína og gefur mönnum engar fyrirsagnir.Sjá einnig:Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Hann segir mönnum ekki að kalla Gunnar tilfinningalausan þó hann virki afskaplega rólegur alltaf. „Ég held stundum að fólk ruglist á mér og gaurnum úr Rocky eða einhverjum þannig karakter. En ég er ekki þannig,“ segir Gunnar og hlær, en þar á hann við rússneska hnefaleikakappann Ivan Drago sem Dolph Lundgren lék í Rocky IV. „Kannski ber ég ekki tilfinningar mínar á torg. Þegar ég er einhverstaðar þar sem er mikið af fólki eða í búrinu þá finn ég ekki fyrir miklu. Ég reyni að spara tilfinningar mínar fyrir fjölskyldu og vini,“ segir Gunnar Nelson.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar sinnti módelstörfum i fjóra klukkutíma Bardagakapparnir í UFC þurfa að sinna ýmsum hlutum í aðdraganda UFC-kvölda og vikan fer í að sinna ýmsu. Það er ekki bara einbeiting út í eitt. 8. júlí 2015 10:00 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01 Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Sjá meira
Gunnar Nelson stígur í búrið á MGM-hótelinu í Las Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sínum til þessa á ferlinum og það á stærsta sviði UFC-sögunnar. Hann mætir Bandaríkjamanninum Brandon Thatch og þarf að vinna eftir að tapa nokkuð óvænt síðasta bardaga sínum gegn Rick Story sem var aðalbardaginn á stóru kvöldi í Stokkhólmi.Sjá einnig:Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum „Mér leið eins og ég væri ekki að hreyfa mig eins og ég er vanur. Þetta er tilfinning sem maður hefur. Maður getur gleymt sér í ákveðnum hreyfingum,“ segir Gunnar í viðtali við opinbera heimasíðu UFC um tapið gegn Story. Hann kennir engum öðrum en sjálfum sér um tapið og hrósar einfaldlega Story fyrir flotta frammistöðu.Brandon Thatch er næsti mótherji Gunnars.vísir/gettyBer ekki tilfinningar sínar á torg „Þetta er bara heiðarleiki. Ég er meðvitaður um hvað gerðist. Ég vil bara horfa á hlutina eins og þeir eru. Þetta kvöld stóð ég mig ekki og gerði ekki það sem ég ætlaði að gera. Stundum gerist það og hann stóð sig vel. Ég læri bara af þessu og held áfram,“ segir Gunnar. Blaðamaðurinn sem tekur viðtalið segir Gunnar einstakan því hann talar ekki illa um andstæðinga sína og gefur mönnum engar fyrirsagnir.Sjá einnig:Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Hann segir mönnum ekki að kalla Gunnar tilfinningalausan þó hann virki afskaplega rólegur alltaf. „Ég held stundum að fólk ruglist á mér og gaurnum úr Rocky eða einhverjum þannig karakter. En ég er ekki þannig,“ segir Gunnar og hlær, en þar á hann við rússneska hnefaleikakappann Ivan Drago sem Dolph Lundgren lék í Rocky IV. „Kannski ber ég ekki tilfinningar mínar á torg. Þegar ég er einhverstaðar þar sem er mikið af fólki eða í búrinu þá finn ég ekki fyrir miklu. Ég reyni að spara tilfinningar mínar fyrir fjölskyldu og vini,“ segir Gunnar Nelson.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar sinnti módelstörfum i fjóra klukkutíma Bardagakapparnir í UFC þurfa að sinna ýmsum hlutum í aðdraganda UFC-kvölda og vikan fer í að sinna ýmsu. Það er ekki bara einbeiting út í eitt. 8. júlí 2015 10:00 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01 Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45
Gunnar sinnti módelstörfum i fjóra klukkutíma Bardagakapparnir í UFC þurfa að sinna ýmsum hlutum í aðdraganda UFC-kvölda og vikan fer í að sinna ýmsu. Það er ekki bara einbeiting út í eitt. 8. júlí 2015 10:00
Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30
Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01
Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30