Segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2015 10:31 Íris Thelma segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu þegar hún datt á höfuðið í WOW Cyclothon. Íris var að keppa í Vodafone Red liðinu þegar slysið átti sér stað. Íris var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og með henni var Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Hún mætti með hjálminn sem var mjög brotinn. Hún segir ekki fara á milli mála hvað hefði gerst, ef hún hefði ekki verið með hjálminn. „Þá væri ég ekki hér.“ Íris sleppti höndunum af stýrinu og fór á lítinn stein á veginum. „Þar sem þessi dekk eru svo rosalega mjó þarf svo lítið til og við það að vera ekki með hendurnar á stýrinu fer hjólið til hliðar og ég dett. Þau giska að ég hafi verið á svona 25 kílómetra hraða.“ Íris féll á hægri hliðina, en hún segist bara muna eftir fallinu sjálfu. Hún man ekki eftir högginu. Næstu stundir hennar eru mjög gloppóttar í minni hennar og man hún bara einstök atriði. Þó stóð Íris sjálf á fætur og gekk sjálf inn í bílinn. Þar að auki talaði hún við liðsfélaga sína svo þau töldu þetta ekki hafa verið alvarlegt. Hjúkrunarfræðingur sem einnig var að keppa skoðaði Írisi og sagði liðsfélögum hennar að hringja á sjúkrabíl. Sem var gert og fór Íris á sjúkrahús á Akureyri.Jákvæð þróun Sigrún sagði að rannsóknir sýni að hjálmurinn verji fólk fyrir höfuðáverkum í 70 prósent tilfella og um 80 prósent í alvarlegum höfuðáverkum. „Það að vera með hjálminn skiptir ótrúlega miklu máli og það er mjög jákvætt að sjá þá þróun sem hefur verið síðustu ár. Sérstaklega hjá einstaklingum sem eru að nota hjólið sem samgöngumáta. Þar erum við að sjá miklu meiri notkun á hjálminum.“ Hún segir að kannanir hafi byrjað fyrir fjórum árum í „hjólað í vinnuna“ og þá hafi notkunin verið 74 prósent. Nú sé hlutfallið komið í 87 prósent. Wow Cyclothon Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Íris Thelma segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu þegar hún datt á höfuðið í WOW Cyclothon. Íris var að keppa í Vodafone Red liðinu þegar slysið átti sér stað. Íris var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og með henni var Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Hún mætti með hjálminn sem var mjög brotinn. Hún segir ekki fara á milli mála hvað hefði gerst, ef hún hefði ekki verið með hjálminn. „Þá væri ég ekki hér.“ Íris sleppti höndunum af stýrinu og fór á lítinn stein á veginum. „Þar sem þessi dekk eru svo rosalega mjó þarf svo lítið til og við það að vera ekki með hendurnar á stýrinu fer hjólið til hliðar og ég dett. Þau giska að ég hafi verið á svona 25 kílómetra hraða.“ Íris féll á hægri hliðina, en hún segist bara muna eftir fallinu sjálfu. Hún man ekki eftir högginu. Næstu stundir hennar eru mjög gloppóttar í minni hennar og man hún bara einstök atriði. Þó stóð Íris sjálf á fætur og gekk sjálf inn í bílinn. Þar að auki talaði hún við liðsfélaga sína svo þau töldu þetta ekki hafa verið alvarlegt. Hjúkrunarfræðingur sem einnig var að keppa skoðaði Írisi og sagði liðsfélögum hennar að hringja á sjúkrabíl. Sem var gert og fór Íris á sjúkrahús á Akureyri.Jákvæð þróun Sigrún sagði að rannsóknir sýni að hjálmurinn verji fólk fyrir höfuðáverkum í 70 prósent tilfella og um 80 prósent í alvarlegum höfuðáverkum. „Það að vera með hjálminn skiptir ótrúlega miklu máli og það er mjög jákvætt að sjá þá þróun sem hefur verið síðustu ár. Sérstaklega hjá einstaklingum sem eru að nota hjólið sem samgöngumáta. Þar erum við að sjá miklu meiri notkun á hjálminum.“ Hún segir að kannanir hafi byrjað fyrir fjórum árum í „hjólað í vinnuna“ og þá hafi notkunin verið 74 prósent. Nú sé hlutfallið komið í 87 prósent.
Wow Cyclothon Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira