Fram fær heimili | Alltaf verið gestir á okkar heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2015 13:30 Mynd/Samsett Fram mun á fimmtudaginn spila sinn fyrsta heimaleik á Íslandsmóti í meistaraflokki karla í Úlfarsárdal þegar liðið tekur á móti HK í 1. deild karla. Fram hefur árum saman spilað á Laugardalsvelli en undanfarin ár hefur staðið til að flytja félagið úr Safamýrinni upp í Úlfarsárdal. Hrunið setti hins vegar strik í reikninginn og framkvæmdir hafa tafist. „Okkur hefur vantað að vera á heimavelli og fá að gera fínt í kringum okkur. Ómar Stefánsson hjá Reykjavíkurborg hefur reynst okkur frábærlega og nú er þetta allt að gera sig,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Auðvitað er ýmislegt sem má setja út á í aðstöðunni svona í upphafi en þetta er mjög flott mál fyrir okkur. Það er frábært fyrir okkur að fá að komast loksins upp eftir og fá fólkið í hverfinu með okkur. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og vilja frá því.“ Til stendur að reisa stærri íþróttamannvirki á næstu árum og stúku við völlinn sem stenst allar kröfur fyrir árið 2019. Sverrir segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort þær áætlanir standist. „Það er allt seinni tíma mál og Reykjavíkurborg er með sína aðkomu að því öllu saman. Ég veit alla vega ekki betur en að við séum fluttir upp eftir til frambúðar og munum framvegis spila okkar leiki þar, þó svo að það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um framtíðina.“ Ljóst er að Fram þyrfti undanþágu til að spila á vellinum komist félagið aftur upp í efstu deild áður en stúkan rís. En félög hafa áður fengið undanþágur frá leyfiskerfi séu áætlanir um að reisa fullnægjandi aðstöðu. Sverrir segir að þrátt fyrir seinagang síðastliðinna ára beri að hrósa Reykjavíkurborg fyrir það sem vel er gert. „Menn gera eins vel og þeir geta og þeir sem starfa fyrir borgina hafa alltaf reynst okkur frábærlega,“ sagði Sverrir sem vonast eftir því að stuðningsmannahópur félagsins breikki nú þegar félagið er með nýtt hverfi á bak við sig. „Það er gríðarlegur fjöldi að æfa þarna og við höfum orðið varir við gríðarlega mikla stemningu í hverfinu, bæði hjá iðkendum og foreldrum. Það er frábær tilfinning enda höfum við aldrei átt okkar eigin heimavöll - við höfum alltaf verið gestir þar sem við spilum. Við erum því mjög spenntir fyrir öllu saman.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn. 30. júní 2015 10:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Fram mun á fimmtudaginn spila sinn fyrsta heimaleik á Íslandsmóti í meistaraflokki karla í Úlfarsárdal þegar liðið tekur á móti HK í 1. deild karla. Fram hefur árum saman spilað á Laugardalsvelli en undanfarin ár hefur staðið til að flytja félagið úr Safamýrinni upp í Úlfarsárdal. Hrunið setti hins vegar strik í reikninginn og framkvæmdir hafa tafist. „Okkur hefur vantað að vera á heimavelli og fá að gera fínt í kringum okkur. Ómar Stefánsson hjá Reykjavíkurborg hefur reynst okkur frábærlega og nú er þetta allt að gera sig,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Auðvitað er ýmislegt sem má setja út á í aðstöðunni svona í upphafi en þetta er mjög flott mál fyrir okkur. Það er frábært fyrir okkur að fá að komast loksins upp eftir og fá fólkið í hverfinu með okkur. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og vilja frá því.“ Til stendur að reisa stærri íþróttamannvirki á næstu árum og stúku við völlinn sem stenst allar kröfur fyrir árið 2019. Sverrir segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort þær áætlanir standist. „Það er allt seinni tíma mál og Reykjavíkurborg er með sína aðkomu að því öllu saman. Ég veit alla vega ekki betur en að við séum fluttir upp eftir til frambúðar og munum framvegis spila okkar leiki þar, þó svo að það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um framtíðina.“ Ljóst er að Fram þyrfti undanþágu til að spila á vellinum komist félagið aftur upp í efstu deild áður en stúkan rís. En félög hafa áður fengið undanþágur frá leyfiskerfi séu áætlanir um að reisa fullnægjandi aðstöðu. Sverrir segir að þrátt fyrir seinagang síðastliðinna ára beri að hrósa Reykjavíkurborg fyrir það sem vel er gert. „Menn gera eins vel og þeir geta og þeir sem starfa fyrir borgina hafa alltaf reynst okkur frábærlega,“ sagði Sverrir sem vonast eftir því að stuðningsmannahópur félagsins breikki nú þegar félagið er með nýtt hverfi á bak við sig. „Það er gríðarlegur fjöldi að æfa þarna og við höfum orðið varir við gríðarlega mikla stemningu í hverfinu, bæði hjá iðkendum og foreldrum. Það er frábær tilfinning enda höfum við aldrei átt okkar eigin heimavöll - við höfum alltaf verið gestir þar sem við spilum. Við erum því mjög spenntir fyrir öllu saman.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn. 30. júní 2015 10:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn. 30. júní 2015 10:30