„Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2015 11:12 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar ekki vera almenna aðgerð. vísir/vilhelm Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en skýrslu fjármálaráðherra um málið var dreift á þingi í gær. Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, þingmenn Framsóknarflokksins, fóru fögrum orðum um leiðréttinguna og sagði Þorsteinn skýrsluna sýna hversu gríðarlega vel heppnuð aðgerðin er. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að 1250 hafi fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir að það eru 55.800 heimili sem skipta með sér um 88 og hálfum milljarði króna,“ sagði Þorsteinn og bætti við að stærsti leiðréttingarinnar kæmi í hlut þeirra sem væru með meðaltekjur eða minni tekjur. Ekki voru allir þingmenn jafnjákvæðir í garð skuldaleiðréttingarinnar og fóru Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, upp í pontu til að ræða um skýrsluna.Sagði leiðréttingu færslu fjármuna á milli kynslóða Steingrímur sagði það birtast í skýrslunni að leiðréttingin fæli í sér verulega færslu fjármuna milli kynslóða. „Að uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru 50 ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. [...] Tuttugu milljarðar fara til þeirra tekjuhæstu, þeirra tveggja tekjutíundina sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann það „bíta höfuðið af skömminni“ að 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 hafi fengið einn og hálfan milljarð út úr leiðréttingunni. Auðlegðarskattur, sem nú hefur verið lagður af, greiddu hjón sem áttu meira en 100 milljónir í hreina eign og einstaklingar sem áttu meira en 75 milljónir.Ekki hægt að halda því fram að aðgerðin væri almenn Bjarkey tók undir orð Steingríms og sagði ekki hægt að halda því fram að um almenna aðgerð væri að ræða. Nefndi hún í því samhengi yngra fólk og fólk á landsbyggðinni sem fékk lítinn hluta af leiðréttingunni. Sagði hún það eiga sér skýringar í því að yngra fólk hefði ekki haft efni á því að kaupa sér íbúð og að landsbyggðin hefði ekki tekið þátt í „sukkinu“ fyrir hrun. „Að veita um 80 milljörðum [...] á meðan þeir eru settir hér út til fólks sem þarf ekki á því að halda. Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði. Það er að minnsta kosti mitt mat.“ Alþingi Tengdar fréttir Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en skýrslu fjármálaráðherra um málið var dreift á þingi í gær. Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, þingmenn Framsóknarflokksins, fóru fögrum orðum um leiðréttinguna og sagði Þorsteinn skýrsluna sýna hversu gríðarlega vel heppnuð aðgerðin er. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að 1250 hafi fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir að það eru 55.800 heimili sem skipta með sér um 88 og hálfum milljarði króna,“ sagði Þorsteinn og bætti við að stærsti leiðréttingarinnar kæmi í hlut þeirra sem væru með meðaltekjur eða minni tekjur. Ekki voru allir þingmenn jafnjákvæðir í garð skuldaleiðréttingarinnar og fóru Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, upp í pontu til að ræða um skýrsluna.Sagði leiðréttingu færslu fjármuna á milli kynslóða Steingrímur sagði það birtast í skýrslunni að leiðréttingin fæli í sér verulega færslu fjármuna milli kynslóða. „Að uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru 50 ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. [...] Tuttugu milljarðar fara til þeirra tekjuhæstu, þeirra tveggja tekjutíundina sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann það „bíta höfuðið af skömminni“ að 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 hafi fengið einn og hálfan milljarð út úr leiðréttingunni. Auðlegðarskattur, sem nú hefur verið lagður af, greiddu hjón sem áttu meira en 100 milljónir í hreina eign og einstaklingar sem áttu meira en 75 milljónir.Ekki hægt að halda því fram að aðgerðin væri almenn Bjarkey tók undir orð Steingríms og sagði ekki hægt að halda því fram að um almenna aðgerð væri að ræða. Nefndi hún í því samhengi yngra fólk og fólk á landsbyggðinni sem fékk lítinn hluta af leiðréttingunni. Sagði hún það eiga sér skýringar í því að yngra fólk hefði ekki haft efni á því að kaupa sér íbúð og að landsbyggðin hefði ekki tekið þátt í „sukkinu“ fyrir hrun. „Að veita um 80 milljörðum [...] á meðan þeir eru settir hér út til fólks sem þarf ekki á því að halda. Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði. Það er að minnsta kosti mitt mat.“
Alþingi Tengdar fréttir Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14