Lögreglumaður dæmdur fyrir að skalla mann og nefbrjóta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2015 16:30 Árásin átti sér stað fyrir utan Hlöllabáta í Keflavík. Vísir/Pjetur 23 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á frívakt sumarið 2013 skallað jafnaldra sinn fyrir utan veitingastaðinn Hlöllabáta í Keflavík. Hann var einn fjögurra sem fengu skilorðsbundna dóma í dag fyrir að hafa ráðist á manninn sem hafði fyrr um kvöldið slegið til eins þeirra í sjoppunni Ungó fyrr um nóttina. Þrír hinna dæmdu eru fæddir árið 1994 en sá fjórði árið 1992 líkt og fórnarlambið. Sá fæddur 1992 var í sumarstarfi hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum þegar árásin átti sér stað. Var honum vikið frá störfum á meðan málið var í rannsókn en hann þáði laun á þeim tíma sem samningur hans náði til að því er DV greindi frá sumarið 2013.Slegist á Ungó fyrr um nóttina Forsaga málsins er sú að fórnarlambið í málinu sló einn hinna dæmdu í Ungó fyrr um nóttina. Var hann sakfelldur fyrir þá árás í aðskildu máli í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Síðar um nóttina hittust þeir aftur við Hlöllabáta þar sem frekari átök áttu sér stað. Voru tveir þeirra fæddu 1994 dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt manninn í andlitið. Þriðji jafnaldri þeirra hlaut 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa kýlt manninn ítrekað á meðan fórnarlambið hafi staðið með hendur fyrir aftan bak. Lögreglumaðurinn hlaut sömuleiðis 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir nefbrotið.Skalli og nefbrot fyrir framan kollegana Athyglisvert er að lögreglumaðurinn skallaði manninn fyrir framan nefið á félögum sínum í lögreglunni eftir að búið var að taka skýrslu af brotaþola. Var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús og hélt því fram í fyrstu að sjö til tíu menn hefðu ráðist á sig. Hann var undir áhrifum áfengis líkt og hinir dæmdu. Dráttur á útgáfu ákæru, sem gefin var út einu og hálfu ári eftir að brotin áttu sér stað, og hreint sakavottorð hjá þremur mönnunum af fjórum varð til þess að milda refsinguna. Þurftu mennirnir hver um sig að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.Dóminn í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
23 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á frívakt sumarið 2013 skallað jafnaldra sinn fyrir utan veitingastaðinn Hlöllabáta í Keflavík. Hann var einn fjögurra sem fengu skilorðsbundna dóma í dag fyrir að hafa ráðist á manninn sem hafði fyrr um kvöldið slegið til eins þeirra í sjoppunni Ungó fyrr um nóttina. Þrír hinna dæmdu eru fæddir árið 1994 en sá fjórði árið 1992 líkt og fórnarlambið. Sá fæddur 1992 var í sumarstarfi hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum þegar árásin átti sér stað. Var honum vikið frá störfum á meðan málið var í rannsókn en hann þáði laun á þeim tíma sem samningur hans náði til að því er DV greindi frá sumarið 2013.Slegist á Ungó fyrr um nóttina Forsaga málsins er sú að fórnarlambið í málinu sló einn hinna dæmdu í Ungó fyrr um nóttina. Var hann sakfelldur fyrir þá árás í aðskildu máli í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Síðar um nóttina hittust þeir aftur við Hlöllabáta þar sem frekari átök áttu sér stað. Voru tveir þeirra fæddu 1994 dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt manninn í andlitið. Þriðji jafnaldri þeirra hlaut 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa kýlt manninn ítrekað á meðan fórnarlambið hafi staðið með hendur fyrir aftan bak. Lögreglumaðurinn hlaut sömuleiðis 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir nefbrotið.Skalli og nefbrot fyrir framan kollegana Athyglisvert er að lögreglumaðurinn skallaði manninn fyrir framan nefið á félögum sínum í lögreglunni eftir að búið var að taka skýrslu af brotaþola. Var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús og hélt því fram í fyrstu að sjö til tíu menn hefðu ráðist á sig. Hann var undir áhrifum áfengis líkt og hinir dæmdu. Dráttur á útgáfu ákæru, sem gefin var út einu og hálfu ári eftir að brotin áttu sér stað, og hreint sakavottorð hjá þremur mönnunum af fjórum varð til þess að milda refsinguna. Þurftu mennirnir hver um sig að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.Dóminn í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira