Enski boltinn

Chelsea og City blandast í baráttuna um Song

Anton Ingi Leifsson skrifar
Song í leik með West Ham.
Song í leik með West Ham. vísir/getty
Chelsea og Manchester City eru sögð í viðræðum við Barcelona um að krækja í miðjumanninn Alex Song, en þetta hefur Sky Sports fréttastofan samkvæmt heimildum.

Þessir tveir ensku risar eru sögð berjast um Song, en hann var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð. Song telst sem uppalinn leikmaður á Englandi þrátt fyrir hann spili fyrir Kamerún.

West Ham er enn að vonast til að klófesta Song sem var á láni hjá liðinu á síðustu leiktíð, en heimildir Sky herma að Chelsea og City vilji klófesta hann. Hann á þó tvö ár eftir af samningi sínum hjá Barcelona og því þarf að kaupa hann.

Þessi 27 ára gamli leikmaður spilaði í sex tímabil fyrir Arsenal áður en hann gekk í raðir Börsunga. Hann spilaði 28 leiki fyrir West Ham á síðustu leiktíð og var einn af betri mönnum liðsins.

Barcelona keypti Song á fimmtán milljónir punda, en eru taldir vilja að fá fimm milljónir punda fyrir hann núna. Hann er talinn vera með samning upp á 70 þúsund pund á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×