Þingmaður Framsóknar vill láta skoða einelti á Alþingi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júní 2015 13:39 Elsa Lára er ósátt við hvernig störfum þingsins er hagað um þessar mundir. Vísir Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill láta kalla til mannauðsstjóra eða aðila sem sérfróður er um einelti og gerð eineltisáætlana til þess að setjast niður með stjórn Alþingis og fara yfir hegðun þingmanna. Hún er ósátt við hvernig þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi hafa hagað málflutningi sínum á undanförnum vikum. „Á meðan þingmenn leika þennan leik sitja nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar úti í sal og hlæja hæðnislega,“ sagði Elsa þegar hún steig upp í pontu á Alþingi í dag undir fundarliðnum Störf þingsins. „Svo virðist að sé um skipulagða hegðun að ræða.“Ræðu Elsu Láru má sjá hér að neðan.Elsa sagði hegðun stjórnarandstöðunnar segja meira um þá sem vinnubrögðunum beita heldur en þá sem orðin beinast að. „Þetta er ljótur leikur og eingöngu gerður til að særa og gera lítið úr öðrum.“ Hún segir það enga afsökun að sambærileg háttsemi hafi verið höfð uppi á síðasta kjörtímabili. Telur rangt farið með hugtakið einelti „Ég starfaði sem grunnskólakennari,“ útskýrði Elsa. „Ég þurfti því miður að takast á við málefni sem varða einelti.“ Hún jafnar hegðun sumra þingmanna við einelti og vill að stjórn þingsins geri eitthvað í málunum. „Þangað til bið ég alla háttvirta þingmenn að líta í eigin barm. Þar mun ég svo sannarlega ekki láta mitt eftir liggja.“Bjarkey segir ótækt að þingmenn gjaldfelli orðið einelti.vísir/vilhelm„Mér finnst gjaldfelling á hugtakinu einelti hvernig fólk fer með það hér,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um orð Elsu. Henni þykir það ekki rétt notkun á hugtakinu einelti að nota það þegar verið er að tala um hvernig fólk gagnrýnir störf mótherjans á Alþingi. „Við vitum um fólk sem á um mjög sárt að binda vegna eineltis,“ sagði Bjarkey og bætti við að manneskja sem starfar í skóla og hefur þurft að kljást við eineltismál ætti að vita betur en að gjaldfella orðið einelti.Ræðu Bjarkeyjar má sjá hér að neðan.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér væri blöskrað vegna ummæla þingmanna um meint einelti í garð forsætisráðherra og forseta Alþingis. „Að ráðamenn telja sig lagða í einelti segir mér tvennt. Að þeir skilji ekki hugtakið einelti og tvö, að þeir skilja ekki eðli sinnar eigin stöðu, forréttinda og valds.“ Upplýsti Helgi að hann hefði sjálfur upplifað einelti í æsku en ræðu hans má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill láta kalla til mannauðsstjóra eða aðila sem sérfróður er um einelti og gerð eineltisáætlana til þess að setjast niður með stjórn Alþingis og fara yfir hegðun þingmanna. Hún er ósátt við hvernig þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi hafa hagað málflutningi sínum á undanförnum vikum. „Á meðan þingmenn leika þennan leik sitja nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar úti í sal og hlæja hæðnislega,“ sagði Elsa þegar hún steig upp í pontu á Alþingi í dag undir fundarliðnum Störf þingsins. „Svo virðist að sé um skipulagða hegðun að ræða.“Ræðu Elsu Láru má sjá hér að neðan.Elsa sagði hegðun stjórnarandstöðunnar segja meira um þá sem vinnubrögðunum beita heldur en þá sem orðin beinast að. „Þetta er ljótur leikur og eingöngu gerður til að særa og gera lítið úr öðrum.“ Hún segir það enga afsökun að sambærileg háttsemi hafi verið höfð uppi á síðasta kjörtímabili. Telur rangt farið með hugtakið einelti „Ég starfaði sem grunnskólakennari,“ útskýrði Elsa. „Ég þurfti því miður að takast á við málefni sem varða einelti.“ Hún jafnar hegðun sumra þingmanna við einelti og vill að stjórn þingsins geri eitthvað í málunum. „Þangað til bið ég alla háttvirta þingmenn að líta í eigin barm. Þar mun ég svo sannarlega ekki láta mitt eftir liggja.“Bjarkey segir ótækt að þingmenn gjaldfelli orðið einelti.vísir/vilhelm„Mér finnst gjaldfelling á hugtakinu einelti hvernig fólk fer með það hér,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um orð Elsu. Henni þykir það ekki rétt notkun á hugtakinu einelti að nota það þegar verið er að tala um hvernig fólk gagnrýnir störf mótherjans á Alþingi. „Við vitum um fólk sem á um mjög sárt að binda vegna eineltis,“ sagði Bjarkey og bætti við að manneskja sem starfar í skóla og hefur þurft að kljást við eineltismál ætti að vita betur en að gjaldfella orðið einelti.Ræðu Bjarkeyjar má sjá hér að neðan.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér væri blöskrað vegna ummæla þingmanna um meint einelti í garð forsætisráðherra og forseta Alþingis. „Að ráðamenn telja sig lagða í einelti segir mér tvennt. Að þeir skilji ekki hugtakið einelti og tvö, að þeir skilja ekki eðli sinnar eigin stöðu, forréttinda og valds.“ Upplýsti Helgi að hann hefði sjálfur upplifað einelti í æsku en ræðu hans má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38