Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir nýjan samning

„Ég er tiltölulega sáttur,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkissins, þegar fréttastofa náði í hann eftir undirskriftina. „Samningurinn er ekki í samræmi við þá samninga sem gerðir voru við lækna í vor,“ segir Gunnar, sem er ánægður með að samningar séu í höfn. „Þessar kjaradeilur höfðu skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið.“
Samið er til tæplega fjögurra ára, eða til loka mars 2019. Nýji samningurinn felur í sér beinar hækkanir upp á 18,6 prósent sem koma fram fyrstu þrjú árin. Auk þess voru fjármunir lagðir í stofnanasamninga.
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, vildi lítið tjá sig um það hvort hann sé vongóður á að félagsmenn samþykki nýja samninginn í atkvæðagreiðslu. Félagið þarf að skila inn endanlegri niðurstöðu þann 15. júlí.
„Það er í rauninni bara hvers og eins hjúkrunarfræðings að ákveða það,“ segir Ólafur. „Við náðum eins góðum samningi og hægt var við aðstæður.“
Tengdar fréttir

118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu
Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur.

Málshöfðun breytir engu um samningsvilja
Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilu hjúkrunarfræðinga og viðræðurnar því í algjöru frosti.

Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum
Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár.

Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka
Að minnsta kosti 170 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingar segja fulla alvöru að baki uppsögnunum.

Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi
Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli.