Stendur með rútunum: Skaðar þjóðarbúið að fæla ferðamenn frá með reiði og pirringi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 25. júní 2015 09:51 Sigríður Ásta er óánægð með það viðmót borgarbúa þegar kemur að rútuumferð. Vísir/Samsett „Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bílstjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöflast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar,“ segir Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, skrifstofustjóri Kynnisferða, en hún tekur upp hanskann fyrir rútufyrirtækin í pistli í Fréttablaðinu í dag. Hún bendir á að ferðaþjónusta er blómstrandi atvinnugrein, segir hótel og gististaði eiga rétt á því að taka á móti rútum og hvetur til umburðalyndis og samkenndar. „Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufaraldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir,“ segir Sigríður en ferðaþjónustufyrirtækið sem hún vinnur hjá sér meðal annars um allan akstur fyrir fyrirtækið Reykjavík Excursions og akstur Flugrútunnar.Sjá einnig: Blöskrar viðbrögð lögreglu: Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áframReykjavík Excursions og Kynnisferðir hafa verið tvö fyrirtæki síðan árið 2010.Umræðan um rútuumferð hefur vafalítið farið framhjá borgarbúum, hvort sem um ræðir fjölmiðlaumfjöllun eða í hversdagslegum umræðum á milli vina. Vísir hefur fjallað um málið en borgaryfirvöld hafa beint því til rútufyrirtækja hvert skuli beina umferð í miðborginni. Athygli vakti þegar íbúi í miðborg Reykjavíkur tók myndband af rútu sem bakkaði Þingholtsstrætið frá Bankastræti og alla leið að Laufásvegi því hún náði ekki beygjunni í þröngum götum Þingholtsins. Lögregla meinaði manninum að taka atvikið upp á myndband.Sjá einnig: Rútufár á Laugavegi Sigríður telur hins vegar slíka umræðu sem beinist eingöngu að því hversu truflandi rútuumferð er fyrir miðbæinn skaðlega. „Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviðurværi sitt af því að starfa í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein!Hér er rúta að hleypa út ferðamönnum á götu þar sem framúrakstur er bannaður.Sigríður segir marga bílstjóra sýna rólyndi þegar borgarbúar veitast að þeim með leiðindum en sumir geti ekki stillt sig um að svara tilbaka. Þetta hafi þau áhrif að farþegar bílanna verði oft dauðskelkaðir þegar þeir verða slíkra orðaskipta varir og spyrji sig hvort þeir séu yfirhöfuð velkomnir hér á landi.Sjá einnig: Rútur stífla götur í miðborginni: Skiljanlegt að íbúum sé misboðið „Íslendingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelskandi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borgarar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgarinnar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfsmanna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls staðar eru rúturnar fyrir.“ Hún segir pirring og reiði borgarbúa smita út frá sér og fæla frá. „Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01 Rútur í miðborginni: Öll spjót beinast að borgaryfirvöldum Lögreglan vísar kvörtunum íbúa vegna rútuumferðar í miðborginni til borgaryfirvalda, framkvæmdastjóri rútufyritækis segir heildarmyndina ekki vera nógu skýra og íbúi í miðbænum segir fólk þar vera orðið langþreytt. 8. september 2014 11:38 Lögreglumenn óánægðir með afsökunarbeiðni lögreglu til Halldórs „Það fylgir þessu mikil ábyrgð og ekki allir sem kunna með slíka ábyrgð að fara,“ segir formaður Landsambands lögreglumanna. Urgur sé í lögreglumönnum vegna afsökunarbeiðni. 20. maí 2015 21:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
„Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bílstjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöflast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar,“ segir Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, skrifstofustjóri Kynnisferða, en hún tekur upp hanskann fyrir rútufyrirtækin í pistli í Fréttablaðinu í dag. Hún bendir á að ferðaþjónusta er blómstrandi atvinnugrein, segir hótel og gististaði eiga rétt á því að taka á móti rútum og hvetur til umburðalyndis og samkenndar. „Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufaraldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir,“ segir Sigríður en ferðaþjónustufyrirtækið sem hún vinnur hjá sér meðal annars um allan akstur fyrir fyrirtækið Reykjavík Excursions og akstur Flugrútunnar.Sjá einnig: Blöskrar viðbrögð lögreglu: Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áframReykjavík Excursions og Kynnisferðir hafa verið tvö fyrirtæki síðan árið 2010.Umræðan um rútuumferð hefur vafalítið farið framhjá borgarbúum, hvort sem um ræðir fjölmiðlaumfjöllun eða í hversdagslegum umræðum á milli vina. Vísir hefur fjallað um málið en borgaryfirvöld hafa beint því til rútufyrirtækja hvert skuli beina umferð í miðborginni. Athygli vakti þegar íbúi í miðborg Reykjavíkur tók myndband af rútu sem bakkaði Þingholtsstrætið frá Bankastræti og alla leið að Laufásvegi því hún náði ekki beygjunni í þröngum götum Þingholtsins. Lögregla meinaði manninum að taka atvikið upp á myndband.Sjá einnig: Rútufár á Laugavegi Sigríður telur hins vegar slíka umræðu sem beinist eingöngu að því hversu truflandi rútuumferð er fyrir miðbæinn skaðlega. „Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviðurværi sitt af því að starfa í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein!Hér er rúta að hleypa út ferðamönnum á götu þar sem framúrakstur er bannaður.Sigríður segir marga bílstjóra sýna rólyndi þegar borgarbúar veitast að þeim með leiðindum en sumir geti ekki stillt sig um að svara tilbaka. Þetta hafi þau áhrif að farþegar bílanna verði oft dauðskelkaðir þegar þeir verða slíkra orðaskipta varir og spyrji sig hvort þeir séu yfirhöfuð velkomnir hér á landi.Sjá einnig: Rútur stífla götur í miðborginni: Skiljanlegt að íbúum sé misboðið „Íslendingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelskandi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borgarar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgarinnar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfsmanna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls staðar eru rúturnar fyrir.“ Hún segir pirring og reiði borgarbúa smita út frá sér og fæla frá. „Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01 Rútur í miðborginni: Öll spjót beinast að borgaryfirvöldum Lögreglan vísar kvörtunum íbúa vegna rútuumferðar í miðborginni til borgaryfirvalda, framkvæmdastjóri rútufyritækis segir heildarmyndina ekki vera nógu skýra og íbúi í miðbænum segir fólk þar vera orðið langþreytt. 8. september 2014 11:38 Lögreglumenn óánægðir með afsökunarbeiðni lögreglu til Halldórs „Það fylgir þessu mikil ábyrgð og ekki allir sem kunna með slíka ábyrgð að fara,“ segir formaður Landsambands lögreglumanna. Urgur sé í lögreglumönnum vegna afsökunarbeiðni. 20. maí 2015 21:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01
Rútur í miðborginni: Öll spjót beinast að borgaryfirvöldum Lögreglan vísar kvörtunum íbúa vegna rútuumferðar í miðborginni til borgaryfirvalda, framkvæmdastjóri rútufyritækis segir heildarmyndina ekki vera nógu skýra og íbúi í miðbænum segir fólk þar vera orðið langþreytt. 8. september 2014 11:38
Lögreglumenn óánægðir með afsökunarbeiðni lögreglu til Halldórs „Það fylgir þessu mikil ábyrgð og ekki allir sem kunna með slíka ábyrgð að fara,“ segir formaður Landsambands lögreglumanna. Urgur sé í lögreglumönnum vegna afsökunarbeiðni. 20. maí 2015 21:00