Grikkir hafa helgina til að ná samkomulagi við lánardrottna sína um aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot og mögulegt brotthvarf úr evrusamstarfinu.
Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, með leiðtogum Evrópusambandsins og fulltrúum lánardrottna gríska ríkisins. Fjármálaráðherrar evruríkjanna koma næst saman til fundar í Brussel á laugardag til að freista þess að ná samkomulagi.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur lagt áherslu á að samkomulag liggi fyrir áður en markaðir opna á mánudag.
