„Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2015 23:16 Stefán segir að af þeim sjö sem hafi skráð sig í einstaklingsflokkinn hafi þrír bugast á leiðinni. Stefán Gunnarsson var síðasti keppandi WOW Cyclothon sem kom í endamarkið nú í kvöld. Hann keppti í einstaklingsflokki og hjólaði einn. Stefán, sem er að verða fimmtugur, segir þessa keppni trúlega vera það erfiðasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Þá bæði líkamlega og andlega. Það voru sjö sem að skráðu sig í þennan flokk og þar af buguðust þrír á leiðinni. Við vorum fjórir sem að kláruðum.“ Stefán er, þegar þetta er skrifað, í öðru sæti á áheitalista WOW Cyclothon með 678 þúsund krónur. „Það gengur virkilega vel,“ segir Stefán og tekur fram að hann eigi von á frekari áheitum. Hann byrjaði ekki í hjólreiðum fyrr en í fyrrasumar og segist hafa verið meira í öðrum íþróttum í gegnum tíðina. „En að taka þátt í þessu og klára er helvíti mikill pakki. Mitt markmið var eitt og það var að klára innan tímamarka sem að voru 84 klukkustundir. Ég náði því alveg þokkalega örugglega,“ segir Stefán sem var, eðlilega, mjög þreyttur þegar blaðamaður náði af honum tali tiltölulega skömmu eftir að hann kom í mark. Þá hafði hann verið á ferðinni í þrjá daga. Lokatími Stefán var á milli 82 og 83 klukkutímar. „Ég er bara mjög ánægður með mig. Þetta er mikil þrekraun bæði andlega og líkamlega. Menn eru líkamlega bugaðir löngu áður en þeir koma í endamarkið, en þetta er spurning um hvernig þeir eru í hausnum.“ Stefán segir stemninguna hafa verið góða þegar hann kom í mark nú í kvöld og hátt í hundrað manns hafi tekið á móti honum. „Það var skotið úr kampavínsflöskum og bara virkilega gaman. Maður varð eiginlega tárvotur um augun við að fá þessar móttökur.“ Stefán Gunnarsson, síðasti keppandinn í einstaklingsflokki er kominn í mark, sæll og glaður en þreyttur. Keppninni er þv...Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015 Stefán Gunnarsson hefur safnað mestum áheitum af sóló keppendunum en þegar þetta er skrifað hafa 556.500 krónum verið...Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015 Kominn í mark !! Takið eftir öllsömul, þetta er eini maðurinn og hann er pabbi minn !!Posted by Jonas Stefansson on Friday, June 26, 2015 Wow Cyclothon Tengdar fréttir Horfðu á allt ferlið hjá liðunum í Wow Cyclothon WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst á þriðjudag og lýkur henni í dag. Alls tóku 116 lið þátt og var öllu tjaldað til. 25. júní 2015 14:21 "Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05 Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Bjórinn klár hjá Hófí og strákarnir skelltu sér beint í pottinn „Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo. 25. júní 2015 12:13 Örninn TREK sigraði í WOW Cyclothon Mikil spenna á lokametrunum í WOW Cyclothon. 25. júní 2015 07:36 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Stefán Gunnarsson var síðasti keppandi WOW Cyclothon sem kom í endamarkið nú í kvöld. Hann keppti í einstaklingsflokki og hjólaði einn. Stefán, sem er að verða fimmtugur, segir þessa keppni trúlega vera það erfiðasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Þá bæði líkamlega og andlega. Það voru sjö sem að skráðu sig í þennan flokk og þar af buguðust þrír á leiðinni. Við vorum fjórir sem að kláruðum.“ Stefán er, þegar þetta er skrifað, í öðru sæti á áheitalista WOW Cyclothon með 678 þúsund krónur. „Það gengur virkilega vel,“ segir Stefán og tekur fram að hann eigi von á frekari áheitum. Hann byrjaði ekki í hjólreiðum fyrr en í fyrrasumar og segist hafa verið meira í öðrum íþróttum í gegnum tíðina. „En að taka þátt í þessu og klára er helvíti mikill pakki. Mitt markmið var eitt og það var að klára innan tímamarka sem að voru 84 klukkustundir. Ég náði því alveg þokkalega örugglega,“ segir Stefán sem var, eðlilega, mjög þreyttur þegar blaðamaður náði af honum tali tiltölulega skömmu eftir að hann kom í mark. Þá hafði hann verið á ferðinni í þrjá daga. Lokatími Stefán var á milli 82 og 83 klukkutímar. „Ég er bara mjög ánægður með mig. Þetta er mikil þrekraun bæði andlega og líkamlega. Menn eru líkamlega bugaðir löngu áður en þeir koma í endamarkið, en þetta er spurning um hvernig þeir eru í hausnum.“ Stefán segir stemninguna hafa verið góða þegar hann kom í mark nú í kvöld og hátt í hundrað manns hafi tekið á móti honum. „Það var skotið úr kampavínsflöskum og bara virkilega gaman. Maður varð eiginlega tárvotur um augun við að fá þessar móttökur.“ Stefán Gunnarsson, síðasti keppandinn í einstaklingsflokki er kominn í mark, sæll og glaður en þreyttur. Keppninni er þv...Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015 Stefán Gunnarsson hefur safnað mestum áheitum af sóló keppendunum en þegar þetta er skrifað hafa 556.500 krónum verið...Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015 Kominn í mark !! Takið eftir öllsömul, þetta er eini maðurinn og hann er pabbi minn !!Posted by Jonas Stefansson on Friday, June 26, 2015
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Horfðu á allt ferlið hjá liðunum í Wow Cyclothon WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst á þriðjudag og lýkur henni í dag. Alls tóku 116 lið þátt og var öllu tjaldað til. 25. júní 2015 14:21 "Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05 Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Bjórinn klár hjá Hófí og strákarnir skelltu sér beint í pottinn „Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo. 25. júní 2015 12:13 Örninn TREK sigraði í WOW Cyclothon Mikil spenna á lokametrunum í WOW Cyclothon. 25. júní 2015 07:36 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Horfðu á allt ferlið hjá liðunum í Wow Cyclothon WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst á þriðjudag og lýkur henni í dag. Alls tóku 116 lið þátt og var öllu tjaldað til. 25. júní 2015 14:21
"Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05
Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26
Bjórinn klár hjá Hófí og strákarnir skelltu sér beint í pottinn „Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo. 25. júní 2015 12:13
Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56