Ólga í Hafnarfirði: „Frekjupólitík af verstu sort“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2015 17:49 Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Vísir „Mælirinn er fullur,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem sakar meirihlutann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Fundarboð barst bæjarfulltrúum seint á föstudag og boðað til aukafundar í bæjarstjórn næstkomandi mánudag. Fundarefnið er breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. Fundarboðið sendi Guðlaug Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar og oddviti Bjartrar framtíðar. Gunnar Axel segir vinnubrögðin ólýðræðisleg og einkennast af valdníðslu. „Snýr kannski fyrst og fremst af þeirri framkomu og því virðingarleysi sem við upplifum sem bæjarfulltrúar og við upplifum að fulltrúar meirihlutans sýni okkur sem kjörnum fulltrúum og okkar hlutverki og líka gagnvart þeim leikreglum sem okkur eru settar og okkur ber að fara eftir svo hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði. Við erum að upplifa pólitík sem stundum er kölluð frekjupólitík af verstu sort. Því miður er þannig komið fyrir samskiptum og fyrirkomulagi mála í Hafnarfirði að Það eru einu orðin sem ég á yfir það.“ Hann tekur fram að engar stjórnkerfisbreytingar hafi verið ræddar í bæjarráði. Engar tillögur að breytingum hafi verið til meðferðar. „Við höfum auðvitað okkar nefndakerfi og okkar lýðræðislega fyrirkomulag. Það er eðlilegt að allar tillögur fari í gegnum eðlilega málsmeðferð, fái þar umfjöllun áður það kemur til fullnaðarákvörðunar í bæjarstjórn. Það bara það stjórnkerfi sem við búum við eins og önnur sveitarfélög. Þannig að það kom okkur á óvart að hér ætti að leggja fram tillögur næsta mánudag, svo til fyrirvaralaust án þess að þær hafi fengið efnislega meðferð.“ Bæjarfulltrúar ræða það að leggja fram kæru til innanríkisráðuneytis vegna vinnubragða meirihlutans. „Það eru mörg atriði í síðasta bæjarstjórnarfundi sem að ég held að þurfi skoðun og Ég geri ráð fyrir að þau verði kærð til innanríkisráðuneytisins. Bæði boðun fundarins, stjórn hans og einstaka ákvarðanir sem orka vægast sagt tvímælis. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði tekur fyrir að vinnubrögðin séu ólýðræðisleg. „Ef að málið snýst um af hverju við erum að boða aukafund í bæjarstjórn þá finnst mér einmitt lýðræðislegt að kalla saman ellefu manna fullskipaða bæjarstjórn til að taka ákvörðun sem þessa og það í kjölfar umræðu á opnum bæjarstjórnarfundi, heldur en einmitt að taka ákvörðun sem lýtur að þessum breytingum á lokuðum bæjarráðsfundi.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Sjá meira
„Mælirinn er fullur,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem sakar meirihlutann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Fundarboð barst bæjarfulltrúum seint á föstudag og boðað til aukafundar í bæjarstjórn næstkomandi mánudag. Fundarefnið er breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. Fundarboðið sendi Guðlaug Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar og oddviti Bjartrar framtíðar. Gunnar Axel segir vinnubrögðin ólýðræðisleg og einkennast af valdníðslu. „Snýr kannski fyrst og fremst af þeirri framkomu og því virðingarleysi sem við upplifum sem bæjarfulltrúar og við upplifum að fulltrúar meirihlutans sýni okkur sem kjörnum fulltrúum og okkar hlutverki og líka gagnvart þeim leikreglum sem okkur eru settar og okkur ber að fara eftir svo hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði. Við erum að upplifa pólitík sem stundum er kölluð frekjupólitík af verstu sort. Því miður er þannig komið fyrir samskiptum og fyrirkomulagi mála í Hafnarfirði að Það eru einu orðin sem ég á yfir það.“ Hann tekur fram að engar stjórnkerfisbreytingar hafi verið ræddar í bæjarráði. Engar tillögur að breytingum hafi verið til meðferðar. „Við höfum auðvitað okkar nefndakerfi og okkar lýðræðislega fyrirkomulag. Það er eðlilegt að allar tillögur fari í gegnum eðlilega málsmeðferð, fái þar umfjöllun áður það kemur til fullnaðarákvörðunar í bæjarstjórn. Það bara það stjórnkerfi sem við búum við eins og önnur sveitarfélög. Þannig að það kom okkur á óvart að hér ætti að leggja fram tillögur næsta mánudag, svo til fyrirvaralaust án þess að þær hafi fengið efnislega meðferð.“ Bæjarfulltrúar ræða það að leggja fram kæru til innanríkisráðuneytis vegna vinnubragða meirihlutans. „Það eru mörg atriði í síðasta bæjarstjórnarfundi sem að ég held að þurfi skoðun og Ég geri ráð fyrir að þau verði kærð til innanríkisráðuneytisins. Bæði boðun fundarins, stjórn hans og einstaka ákvarðanir sem orka vægast sagt tvímælis. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði tekur fyrir að vinnubrögðin séu ólýðræðisleg. „Ef að málið snýst um af hverju við erum að boða aukafund í bæjarstjórn þá finnst mér einmitt lýðræðislegt að kalla saman ellefu manna fullskipaða bæjarstjórn til að taka ákvörðun sem þessa og það í kjölfar umræðu á opnum bæjarstjórnarfundi, heldur en einmitt að taka ákvörðun sem lýtur að þessum breytingum á lokuðum bæjarráðsfundi.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Sjá meira
Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00