Lars Lökke Rasmussen nýr forsætisráðherra Danmerkur Samúel Karl Ólason og Sveinn Arnarsson skrifa 28. júní 2015 11:31 Lars Lökke Rasmussen ásamt ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/EPA Lars Lökke Rasmussen er nýr forsætisráðherra Danmerkur, en hann fór á fund Margrétar Danadrottningar nú í morgun og fékk umboð hennar. Flokkur Lars Lökke, Venstre flokkurinn, er í minnihlutastjórn sem studd er og varin vantrausti af öðrum hægri flokkum. Hægri flokkarnir náðu naumum meirihluta í síðustu kosningum Danmerkur fyrr í mánuðinum. Lars Lökke varð formaður Venstre flokksins þegar Anders Fogh Rasmussen hætti sem formaður og forsætisráðherra til að verða framkvæmdastjóri NATO. Hann var síðast forsætisráðherra fyrir tæpum fimm árum þegar Venstre tapaði kosningum fyrir rauðu blokkinni og Helle Torning Schmidt tók við keflinu. Segja má að Lars Lökke eigi níu líf í pólitík. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir tóbakskaup og fatakaup sem greidd hafa verið af flokk sínum, Venstre. En nú er hann kominn aftur í stól forsætisráðherra. Helle Torning Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra, sagði af sér eftir þingkosningarnar þrátt fyrir að hafa bætt við sig fylgi og flokkur hennar bætt við sig þremur þingmönnum. Rauða blokkin svokallaða, flokkar á vinstri væng danskra stjórnmála, misstu mikið fylgi samanlagt og töpuðu meirihluta sínum í kosningunum. Helle Torning sagði þann tíma sem hún hafi verið forsætisráðherra verið gifturíkan og ábyrgðin á ríkisstjórnarsamstarfinu hafi hvern einasta dag verið hennar. Það hafi einnig verið á hennar ábyrgð að þeir hafi misst meirihlutann og því sagði hún af sér. Danske Folkeparty, sem er hægrisinnaður flokkur með sterkar skoðanir á innflytjendamálum varð stærri en Venstre en þeir vildu vera utan ríkisstjórnar til að hafa sem mest áhrif. Það gerði Lars Lökke erfitt fyrir í ríkisstjórnarviðræðum. Alls eru sautján ráðherrar í ríkisstjórn Rasmussen, en samkvæmt Jyllandsposten voru þeir tuttugu í síðustu ríkisstjórn. Lista yfir meðlimi ríkisstjórnarinnar má sjá hér á vef Jyllandsposten. Meðal helstu málefna nýju ríkisstjórnarinnar er að afnema rannsóknarnefnd sem sett var á laggirnar á síðasta kjörtímabili, en hennar verk var að rannsaka aðild Danmerkur að Íraksstríðinu. Einnig vill Lars Lökke draga úr þróunaraðstoð. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stjórnin fallin í Danmörku Danski þjóðarflokkurinn næststærsti flokkur landsins. 18. júní 2015 21:39 Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49 Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Lars Lökke Rasmussen er nýr forsætisráðherra Danmerkur, en hann fór á fund Margrétar Danadrottningar nú í morgun og fékk umboð hennar. Flokkur Lars Lökke, Venstre flokkurinn, er í minnihlutastjórn sem studd er og varin vantrausti af öðrum hægri flokkum. Hægri flokkarnir náðu naumum meirihluta í síðustu kosningum Danmerkur fyrr í mánuðinum. Lars Lökke varð formaður Venstre flokksins þegar Anders Fogh Rasmussen hætti sem formaður og forsætisráðherra til að verða framkvæmdastjóri NATO. Hann var síðast forsætisráðherra fyrir tæpum fimm árum þegar Venstre tapaði kosningum fyrir rauðu blokkinni og Helle Torning Schmidt tók við keflinu. Segja má að Lars Lökke eigi níu líf í pólitík. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir tóbakskaup og fatakaup sem greidd hafa verið af flokk sínum, Venstre. En nú er hann kominn aftur í stól forsætisráðherra. Helle Torning Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra, sagði af sér eftir þingkosningarnar þrátt fyrir að hafa bætt við sig fylgi og flokkur hennar bætt við sig þremur þingmönnum. Rauða blokkin svokallaða, flokkar á vinstri væng danskra stjórnmála, misstu mikið fylgi samanlagt og töpuðu meirihluta sínum í kosningunum. Helle Torning sagði þann tíma sem hún hafi verið forsætisráðherra verið gifturíkan og ábyrgðin á ríkisstjórnarsamstarfinu hafi hvern einasta dag verið hennar. Það hafi einnig verið á hennar ábyrgð að þeir hafi misst meirihlutann og því sagði hún af sér. Danske Folkeparty, sem er hægrisinnaður flokkur með sterkar skoðanir á innflytjendamálum varð stærri en Venstre en þeir vildu vera utan ríkisstjórnar til að hafa sem mest áhrif. Það gerði Lars Lökke erfitt fyrir í ríkisstjórnarviðræðum. Alls eru sautján ráðherrar í ríkisstjórn Rasmussen, en samkvæmt Jyllandsposten voru þeir tuttugu í síðustu ríkisstjórn. Lista yfir meðlimi ríkisstjórnarinnar má sjá hér á vef Jyllandsposten. Meðal helstu málefna nýju ríkisstjórnarinnar er að afnema rannsóknarnefnd sem sett var á laggirnar á síðasta kjörtímabili, en hennar verk var að rannsaka aðild Danmerkur að Íraksstríðinu. Einnig vill Lars Lökke draga úr þróunaraðstoð.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stjórnin fallin í Danmörku Danski þjóðarflokkurinn næststærsti flokkur landsins. 18. júní 2015 21:39 Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49 Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49
Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22