Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Tómas Þór Þóraðrson skrifar 29. júní 2015 10:30 Gunnar Nelson á fyrir höndum risastórt kvöld 11. júlí. vísir/getty Gunnar Nelson á fyrir höndum stærsta bardaga ferils síns 11. júlí í Las Vegas á UFC 189-bardagakvöldin sem verður það stærsta í sögu sambandsins. Bardaginn verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þar berst einnig stórvinur Gunnars, Conor McGregor, um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt gegn ríkjandi meistara, Jose Aldo. Eins og greint hefur verið frá var bardagakvöldið í uppnámi eftir að upphaflegur andstæðingur Gunnars, John Hathaway, hætti við vegna meiðsla og vegna þess að Aldo var sagður rifbeinsbrotinn. Síðar kom í ljós að hann er ekki brotinn. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem er sterkari andstæðingur en Hathaway. Thatch hefur æft stíft að undanförnu og kemur ekki „kaldur“ inn í bardagann þar sem hann átti að berjast hvort sem er sama kvöld. Gunnar Nelson hefur verið í Las Vegas undanfarnar vikur í stífum æfingabúðum og í gærkvöldi tók hann hressilega á Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis og góðum vini sínum, á púðaæfingu. Gunnar sparkaði og kýldi Jón Viðar sundur og saman og er ekki annað að sjá en okkar maður sé í flottu standi. Þeir félagarnir njóta lífsins í Vegas og eyða kvöldunum við sundlaugina þar sem Gunnar notar óhefðbundnar aðferðir við að koma sér á flotsængur. Jón Viðar setti inn stutt myndbönd frá æfingunni í gær á Instagram-síðu sína sem sjá má hér að neðan. @gunninelson padwork last night in Lorenzo's gym! #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas #padwork #roundhouse A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:46pm PDT Few spinning sidekicks from @gunninelson #ufc189 #spinnig #sidekick #gunnarnelson A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:56pm PDT G&P with @gunninelson #mjolnirmma #gunnarnelson #groundandpound #ufc189 A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 5:29pm PDT Svona fer @gunninelson í kvöldbað! #mjolnirmma #macmansion #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 27, 2015 at 8:18pm PDT MMA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Gunnar Nelson á fyrir höndum stærsta bardaga ferils síns 11. júlí í Las Vegas á UFC 189-bardagakvöldin sem verður það stærsta í sögu sambandsins. Bardaginn verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þar berst einnig stórvinur Gunnars, Conor McGregor, um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt gegn ríkjandi meistara, Jose Aldo. Eins og greint hefur verið frá var bardagakvöldið í uppnámi eftir að upphaflegur andstæðingur Gunnars, John Hathaway, hætti við vegna meiðsla og vegna þess að Aldo var sagður rifbeinsbrotinn. Síðar kom í ljós að hann er ekki brotinn. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem er sterkari andstæðingur en Hathaway. Thatch hefur æft stíft að undanförnu og kemur ekki „kaldur“ inn í bardagann þar sem hann átti að berjast hvort sem er sama kvöld. Gunnar Nelson hefur verið í Las Vegas undanfarnar vikur í stífum æfingabúðum og í gærkvöldi tók hann hressilega á Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis og góðum vini sínum, á púðaæfingu. Gunnar sparkaði og kýldi Jón Viðar sundur og saman og er ekki annað að sjá en okkar maður sé í flottu standi. Þeir félagarnir njóta lífsins í Vegas og eyða kvöldunum við sundlaugina þar sem Gunnar notar óhefðbundnar aðferðir við að koma sér á flotsængur. Jón Viðar setti inn stutt myndbönd frá æfingunni í gær á Instagram-síðu sína sem sjá má hér að neðan. @gunninelson padwork last night in Lorenzo's gym! #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas #padwork #roundhouse A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:46pm PDT Few spinning sidekicks from @gunninelson #ufc189 #spinnig #sidekick #gunnarnelson A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:56pm PDT G&P with @gunninelson #mjolnirmma #gunnarnelson #groundandpound #ufc189 A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 5:29pm PDT Svona fer @gunninelson í kvöldbað! #mjolnirmma #macmansion #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 27, 2015 at 8:18pm PDT
MMA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira