Búist við lögum á verkföllin á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2015 19:04 Flest bendir til að lög verði sett á kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og fjölmargra félaga innan Bandalags háskólamanna á morgun. Ekkert var fundað vegna verkfallanna í dag en þau eru farin að hafa verulega mikil áhrif á sjúkrahús landsins og ýmsar aðrar stofnanir. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrradag að viðsemjendur hefðu fram á gærdaginn til að ná samningum. Ástandið á spítölunum þyldi ekki aðgerðir BHM og hjúkrunarfræðinga öllu lengur og landlæknir hefur ítrekað tekið undir þessi sjónarmið. Félagsmenn BHM og hjúkrunarfræðinga voru boðaðir með skömmum fyrirvara til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi í dag en það slitnaði upp úr viðræðum beggja í gærkvöldi. Verkfall BHM hefur nú staðið í um níu vikur og er þegar orðið eitt lengsta verkfall Íslandssögunnar. Það er ekkert að gerast í viðræðunum að sögn Páls Halldórssonar formanns samninganefndar BHM. En það slitnaði upp úr viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi.Voru ykkur settir úrslitakostir í gær?„Það hafa legið hótanir í loftinu núna um nokkurt skeið. Ég get ekki sagt að við höfum fengið úrslitakosti en við gerðum okkur grein fyrir því að það var ekkert í boði að hálfu ríkisins í gær,“ segir Páll. Það eina sem ríkið bjóði sé það sem Samtök atvinnulífsins sömdu nýverið um við Starfsgreinasambandið, Flóann og Verslunarmenn. Jafnvel var búist við frumvarpi um lög á verkföllin í dag en í kvöld lýkur Alþingi fyrstu umræðu um haftafrumvörp fjármálaráðherra. Ekki er ósennilegt að lagasetning verði ákveðin á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.Eruð þið að búast við því að á hverri stundu verði sett lög á þessa vinnudeilu?„Það er alla vega verið að hóta með því leynt og ljóst. Við vonum auðvitað að við fáum að semja um lausn á deilunni og erum tilbúin að mæta við samningaborðið hvenær sem er,“ segir Páll. Verkfall ýmissa hópa innan BHM hefur áhrif á sjúkrahúsunum en auðvitað aðallega verkfall hjúkrunarfræðinga sem nú er búið að standa í á þriðju viku. Ólafur S. Skúlason segir að nú þegar sé farinn að bresta flótti á hjúkrunarfræðinga. „Já eftir því sem raddir um lög verða háværari hef ég heyrt á mínum félagsmönnum að þeir eru farnir að horfa annað. Meðal annars til útlanda. Ég hef haft fregnir af því að fólk sé þegar farið að segja upp. Við höfum mörg undanfarin ár fengið mörg atvinnutilboð í hverri viku frá útlöndum. Ég veit um eina sem hafði samband til Svíþjóðar í vikunni og fékk vinnu á staðnum,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Flest bendir til að lög verði sett á kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og fjölmargra félaga innan Bandalags háskólamanna á morgun. Ekkert var fundað vegna verkfallanna í dag en þau eru farin að hafa verulega mikil áhrif á sjúkrahús landsins og ýmsar aðrar stofnanir. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrradag að viðsemjendur hefðu fram á gærdaginn til að ná samningum. Ástandið á spítölunum þyldi ekki aðgerðir BHM og hjúkrunarfræðinga öllu lengur og landlæknir hefur ítrekað tekið undir þessi sjónarmið. Félagsmenn BHM og hjúkrunarfræðinga voru boðaðir með skömmum fyrirvara til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi í dag en það slitnaði upp úr viðræðum beggja í gærkvöldi. Verkfall BHM hefur nú staðið í um níu vikur og er þegar orðið eitt lengsta verkfall Íslandssögunnar. Það er ekkert að gerast í viðræðunum að sögn Páls Halldórssonar formanns samninganefndar BHM. En það slitnaði upp úr viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi.Voru ykkur settir úrslitakostir í gær?„Það hafa legið hótanir í loftinu núna um nokkurt skeið. Ég get ekki sagt að við höfum fengið úrslitakosti en við gerðum okkur grein fyrir því að það var ekkert í boði að hálfu ríkisins í gær,“ segir Páll. Það eina sem ríkið bjóði sé það sem Samtök atvinnulífsins sömdu nýverið um við Starfsgreinasambandið, Flóann og Verslunarmenn. Jafnvel var búist við frumvarpi um lög á verkföllin í dag en í kvöld lýkur Alþingi fyrstu umræðu um haftafrumvörp fjármálaráðherra. Ekki er ósennilegt að lagasetning verði ákveðin á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.Eruð þið að búast við því að á hverri stundu verði sett lög á þessa vinnudeilu?„Það er alla vega verið að hóta með því leynt og ljóst. Við vonum auðvitað að við fáum að semja um lausn á deilunni og erum tilbúin að mæta við samningaborðið hvenær sem er,“ segir Páll. Verkfall ýmissa hópa innan BHM hefur áhrif á sjúkrahúsunum en auðvitað aðallega verkfall hjúkrunarfræðinga sem nú er búið að standa í á þriðju viku. Ólafur S. Skúlason segir að nú þegar sé farinn að bresta flótti á hjúkrunarfræðinga. „Já eftir því sem raddir um lög verða háværari hef ég heyrt á mínum félagsmönnum að þeir eru farnir að horfa annað. Meðal annars til útlanda. Ég hef haft fregnir af því að fólk sé þegar farið að segja upp. Við höfum mörg undanfarin ár fengið mörg atvinnutilboð í hverri viku frá útlöndum. Ég veit um eina sem hafði samband til Svíþjóðar í vikunni og fékk vinnu á staðnum,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira