Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2015 12:00 Heilbrigðisstarfsmenn eru ekki par sáttir við þróun mála. Vísir/Valli Formenn félags hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna hafa sent frá sér ályktun þar sem þau hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki boðaða lagasetningu á verkföll félaganna. Forsvarsmenn félaganna hafa talað um það að ríkið eigi í sýndarviðræðum og telja þau lagasetningu undirstrika það ennfrekar. „Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og félagsmanna nokkurra aðildarfélaga BHM sem tilheyra heilbrigðisþjónustunni á Austurvelli. Nokkur hundruð manns voru mættir þegar mótmælin hófust klukkan hálfellefu. „Fólki er misboðið,“ sagði Ólafur G. Skúlason í samtali við Vísi. Ályktunina má sjá í heild sinni hér að neðan:Ályktun til AlþingisÍ dag mun Alþingi fjalla um frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um frestun verkfalla aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans. Samþykki Alþingi frumvarpið eru aðildarfélög BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sem samningsaðilar svipt þeim þvingunarúrræðum sem stéttarfélögin hafa til að knýja á um samningsniðurstöðu. Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að. Undirstrikar það enn og aftur að ríkið hefur frá upphafi átt í sýndarviðræðum. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetja alþingismenn til að samþykkja ekki frumvarp um verkfallsaðgerðir og beina því til stjórnvalda að koma af alvöru að samningaborðinu. Reykjavík 12. júní 2015F.h BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Formenn félags hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna hafa sent frá sér ályktun þar sem þau hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki boðaða lagasetningu á verkföll félaganna. Forsvarsmenn félaganna hafa talað um það að ríkið eigi í sýndarviðræðum og telja þau lagasetningu undirstrika það ennfrekar. „Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og félagsmanna nokkurra aðildarfélaga BHM sem tilheyra heilbrigðisþjónustunni á Austurvelli. Nokkur hundruð manns voru mættir þegar mótmælin hófust klukkan hálfellefu. „Fólki er misboðið,“ sagði Ólafur G. Skúlason í samtali við Vísi. Ályktunina má sjá í heild sinni hér að neðan:Ályktun til AlþingisÍ dag mun Alþingi fjalla um frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um frestun verkfalla aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans. Samþykki Alþingi frumvarpið eru aðildarfélög BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sem samningsaðilar svipt þeim þvingunarúrræðum sem stéttarfélögin hafa til að knýja á um samningsniðurstöðu. Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að. Undirstrikar það enn og aftur að ríkið hefur frá upphafi átt í sýndarviðræðum. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetja alþingismenn til að samþykkja ekki frumvarp um verkfallsaðgerðir og beina því til stjórnvalda að koma af alvöru að samningaborðinu. Reykjavík 12. júní 2015F.h BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01
Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15
Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00