Uppsagnir myndu lama Landspítalann Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 14. júní 2015 19:30 Að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga hafa ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna lagasetningar Alþingis í gær. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að uppsagnir myndu lama spítalann og að öryggi sjúklinga yrði ekki tryggt. Lög á verkfall félagsmanna Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru samþykkt á Alþingi á áttunda tímanum í gærkvöldi, með 30 atkvæðum gegn 19. Lögin tóku þegar gildi og er verkfallsaðgerðum þar með lokið en hjúkrunarfræðingar voru kallaðir til vinnu strax í gærkvöldi. „Það er nokkuð þung staða á spítalanum. Margir sem bíða á bráðamóttökunni til dæmis eftir því að fá innlögn. Svona hvað mannskapinn varðar að þá er þungt hljóð í fólki. Það eru ákveðin vonbrigði og svona, maður skynjar bæði vonbrigði og reiði meðal starfsfólksins,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Tugir hafa eða munu segja starfi sínu lausuÞví fer þannig fjarri að lagasetning Alþingis í gær hafi leyst öll vandamál. Þannig hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna laganna. Því vaknar spurningin – hvaða áhrif kæmu slíkar uppsagnir til með að hafa á starfsemi Landspítalans? „Það myndi bara lama spítalann. Við megum engann mann missa, hvorki hjúkrunarfræðinga eða aðra. Þannig að það hefur alveg gríðarleg áhrif ef að fólk segir hérna störfum sínum lausum og við missum það frá okkur,“ segir Sigríður. Á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans starfa 20 hjúkrunarfræðingar, en að minnsta kosti 11 þeirra ætla að segja starfi sínu lausu í fyrramálið. Sigríður segir að á deildinni starfi hópur hjúkrunarfræðinga með mikla reynslu og sérhæfða þekkingu á þessum sjúklingahóp. Sú þekking verði ekki byggð upp á einum degi.Öryggi sjúklinga ekki tryggtEn er hægt að tryggja mönnun og þannig öryggi sjúklinga ef til allra þessara uppsagna kemur? „Nei, það er ekki hægt. Og við höfum bent á það hér stjórnendur á spítalanum að það er fyrirsjáanlegur verulegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum, þó að þetta hefði ekki komið til. Það að fólk kjósi að hverfa frá störfum og jafnvel flytja úr landi, það eykur enn á þann vanda. Það er bara gríðarlega mikið áhyggjuefni,“ segir Sigríður. Verkfall 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga hafa ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna lagasetningar Alþingis í gær. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að uppsagnir myndu lama spítalann og að öryggi sjúklinga yrði ekki tryggt. Lög á verkfall félagsmanna Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru samþykkt á Alþingi á áttunda tímanum í gærkvöldi, með 30 atkvæðum gegn 19. Lögin tóku þegar gildi og er verkfallsaðgerðum þar með lokið en hjúkrunarfræðingar voru kallaðir til vinnu strax í gærkvöldi. „Það er nokkuð þung staða á spítalanum. Margir sem bíða á bráðamóttökunni til dæmis eftir því að fá innlögn. Svona hvað mannskapinn varðar að þá er þungt hljóð í fólki. Það eru ákveðin vonbrigði og svona, maður skynjar bæði vonbrigði og reiði meðal starfsfólksins,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Tugir hafa eða munu segja starfi sínu lausuÞví fer þannig fjarri að lagasetning Alþingis í gær hafi leyst öll vandamál. Þannig hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna laganna. Því vaknar spurningin – hvaða áhrif kæmu slíkar uppsagnir til með að hafa á starfsemi Landspítalans? „Það myndi bara lama spítalann. Við megum engann mann missa, hvorki hjúkrunarfræðinga eða aðra. Þannig að það hefur alveg gríðarleg áhrif ef að fólk segir hérna störfum sínum lausum og við missum það frá okkur,“ segir Sigríður. Á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans starfa 20 hjúkrunarfræðingar, en að minnsta kosti 11 þeirra ætla að segja starfi sínu lausu í fyrramálið. Sigríður segir að á deildinni starfi hópur hjúkrunarfræðinga með mikla reynslu og sérhæfða þekkingu á þessum sjúklingahóp. Sú þekking verði ekki byggð upp á einum degi.Öryggi sjúklinga ekki tryggtEn er hægt að tryggja mönnun og þannig öryggi sjúklinga ef til allra þessara uppsagna kemur? „Nei, það er ekki hægt. Og við höfum bent á það hér stjórnendur á spítalanum að það er fyrirsjáanlegur verulegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum, þó að þetta hefði ekki komið til. Það að fólk kjósi að hverfa frá störfum og jafnvel flytja úr landi, það eykur enn á þann vanda. Það er bara gríðarlega mikið áhyggjuefni,“ segir Sigríður.
Verkfall 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira