Telur eðlilegt að BHM stefni ríkinu vegna lagasetningar 14. júní 2015 21:00 BHM ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall þeirra og segja hana brot á stjórnarskrá og mannréttindum. Hjúkrunarfræðingar íhuga að gera það sama. Lára V. Júlíusdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir óvíst sé hvort boðaður verði annar fundur í deilunni í ljósi þess að BHM ætlar í mál við ríkið. „Ef að BHM er búið að ákveða að höfða mál þá má leiða að því líkum að þeir ætla ekki að setjast niður og ganga til samninga á þessum tuttugu dögum sem þeir hafa. Vegna þess að ef að þeir semja á þeim tíma eru þeir orðnir bundnir af friðarskyldu og geta þar að leiðandi ekki knúið fram breytingar með verkfalli,“ segir Lára. En hvaða þýðingu hefði það ef BHM myndi vinna málið? „Það er áhugaverð spurning. Nú veit ég ekki nákvæmlega hverskonar kröfugerð yrði í slíku máli en ég geri ráð fyrir að það yrði einhverskonar viðurkenning á að réttur hafi verið brotinn á BHM,“ segir hún. Lára telur sérstakt að annar samningsaðila í málinu geti sett lög á verkallsaðgerðir hins. Í ljósi þess sé rökrétt að BHM höfði mál gegn ríkinu. „Ég myndi telja það fullkomlega rökrétt. En svo er annað atriði varðandi þessi lög sem maður veltir fyrir sér og setur spurningamerki við og það er að þarna eru þónokkuð mörg félög innan BHM sem þessi lög ná til. Og sum þessara félaga hafa ekki boðað verkfall,“ segir hún. Þannig sé verið að leggja bann við verkföllum á félög sem ekki hafa boðað þau. „Það vekur upp spurningar um það hvort að löggjöfin, eða þetta ákvæði í löggjöfinni sé of vítækt og hvort að það fái staðist eitt og sér,“ segir Lára V. Júlíusdóttir. Verkfall 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
BHM ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall þeirra og segja hana brot á stjórnarskrá og mannréttindum. Hjúkrunarfræðingar íhuga að gera það sama. Lára V. Júlíusdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir óvíst sé hvort boðaður verði annar fundur í deilunni í ljósi þess að BHM ætlar í mál við ríkið. „Ef að BHM er búið að ákveða að höfða mál þá má leiða að því líkum að þeir ætla ekki að setjast niður og ganga til samninga á þessum tuttugu dögum sem þeir hafa. Vegna þess að ef að þeir semja á þeim tíma eru þeir orðnir bundnir af friðarskyldu og geta þar að leiðandi ekki knúið fram breytingar með verkfalli,“ segir Lára. En hvaða þýðingu hefði það ef BHM myndi vinna málið? „Það er áhugaverð spurning. Nú veit ég ekki nákvæmlega hverskonar kröfugerð yrði í slíku máli en ég geri ráð fyrir að það yrði einhverskonar viðurkenning á að réttur hafi verið brotinn á BHM,“ segir hún. Lára telur sérstakt að annar samningsaðila í málinu geti sett lög á verkallsaðgerðir hins. Í ljósi þess sé rökrétt að BHM höfði mál gegn ríkinu. „Ég myndi telja það fullkomlega rökrétt. En svo er annað atriði varðandi þessi lög sem maður veltir fyrir sér og setur spurningamerki við og það er að þarna eru þónokkuð mörg félög innan BHM sem þessi lög ná til. Og sum þessara félaga hafa ekki boðað verkfall,“ segir hún. Þannig sé verið að leggja bann við verkföllum á félög sem ekki hafa boðað þau. „Það vekur upp spurningar um það hvort að löggjöfin, eða þetta ákvæði í löggjöfinni sé of vítækt og hvort að það fái staðist eitt og sér,“ segir Lára V. Júlíusdóttir.
Verkfall 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira