900 skurðaðgerðum frestað í verkfallinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2015 17:24 Fresta hefur þurft að minnsta kosti 900 skurðaðgerðum frá upphafi verkfalls hjúkrunarfræðinga og ljóst er að það mun taka langan tíma að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. Landspítalinn þarf aukafjármagn til að koma öllu í eðlilegt horf á ný og forgangsraða þarf allri almennri starfsemi spítalans. Biðlað verður til stjórnvalda um auka fjárveitingu. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að nú væru sumarleyfi að hefjast sem eigi eftir að gera spítalanum enn erfiðara fyrir að vinna niður biðlistana. Auk skurðaðgerðanna hafi þurft að fresta 9.300 myndgreiningarannsóknum, 10 þúsund blóðrannsóknum og 6.300 komum á dag- og göngudeildir. „Það er ansi mikill uppsafnaður vandi þannig að það sem við þurfum að gera núna með okkar góða fólki er að halda utan um það og taka vel á móti því og reyna að byggja hér upp góðan starfsanda. Síðan þurfum við að kortleggja stöðuna og forgangsraða upp á nýtt. Hverjir það eru sem þarf að taka fyrst inn og svo framvegis. Hins vegar er mikilvægt að leggja áherslu á það að hér hefur ekki verið eðlilegt ástand frá fyrsta degi,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki geta sagt til um það hvort verkfallið hafi kostað mannslíf, en telur það ólíklegt. Öll alvarleg atvik séu tilkynnt til stjórnarinnar og að engin aukning hafi orðið í þeim efnum. Þó sé það óvissa sem fólk þurfi að búa við. Allar neyðaraðgerðir hafi þó verið framkvæmdar. Þá sagði Páll það ekki ljóst hversu margir hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp í dag. Framkvæmdastjórnin væru að fara yfir þau mál en að ljóst sé að andrúmsloftið sé afar þungt. „Það er svona samblanda af létti, reiði og depurð hjá fólki, sem er í rauninni skiljanlegt eftir mikil átök í langan tíma. En það er verið að setjast niður og kortleggja það hvernig staðan er og hvaða áhrif þetta.“ Viðtalið við Pál má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enn berast uppsagnir Von er á að fleiri leggi inn uppsagnarbréf sín í dag. 15. júní 2015 11:24 Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14 Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fresta hefur þurft að minnsta kosti 900 skurðaðgerðum frá upphafi verkfalls hjúkrunarfræðinga og ljóst er að það mun taka langan tíma að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. Landspítalinn þarf aukafjármagn til að koma öllu í eðlilegt horf á ný og forgangsraða þarf allri almennri starfsemi spítalans. Biðlað verður til stjórnvalda um auka fjárveitingu. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að nú væru sumarleyfi að hefjast sem eigi eftir að gera spítalanum enn erfiðara fyrir að vinna niður biðlistana. Auk skurðaðgerðanna hafi þurft að fresta 9.300 myndgreiningarannsóknum, 10 þúsund blóðrannsóknum og 6.300 komum á dag- og göngudeildir. „Það er ansi mikill uppsafnaður vandi þannig að það sem við þurfum að gera núna með okkar góða fólki er að halda utan um það og taka vel á móti því og reyna að byggja hér upp góðan starfsanda. Síðan þurfum við að kortleggja stöðuna og forgangsraða upp á nýtt. Hverjir það eru sem þarf að taka fyrst inn og svo framvegis. Hins vegar er mikilvægt að leggja áherslu á það að hér hefur ekki verið eðlilegt ástand frá fyrsta degi,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki geta sagt til um það hvort verkfallið hafi kostað mannslíf, en telur það ólíklegt. Öll alvarleg atvik séu tilkynnt til stjórnarinnar og að engin aukning hafi orðið í þeim efnum. Þó sé það óvissa sem fólk þurfi að búa við. Allar neyðaraðgerðir hafi þó verið framkvæmdar. Þá sagði Páll það ekki ljóst hversu margir hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp í dag. Framkvæmdastjórnin væru að fara yfir þau mál en að ljóst sé að andrúmsloftið sé afar þungt. „Það er svona samblanda af létti, reiði og depurð hjá fólki, sem er í rauninni skiljanlegt eftir mikil átök í langan tíma. En það er verið að setjast niður og kortleggja það hvernig staðan er og hvaða áhrif þetta.“ Viðtalið við Pál má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enn berast uppsagnir Von er á að fleiri leggi inn uppsagnarbréf sín í dag. 15. júní 2015 11:24 Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14 Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14
Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels