Umfjöllun og viðtöl: KV - KR 1-7 | Pálmi Rafn með þrennu í stórsigri KR Ingvar Haraldsson skrifar 18. júní 2015 12:11 Vísir/Vilhelm KR var mun betra liðið í kvöld í fjörugum markaleik í Frostaskjólin í kvöld. Bjarni Guðjónsson þjálfari KR stilti upp sínu sterkasta liði enda hefur gengi liðsins verið brösótt að undanförnu. Hans menn komu tilbúnir til leiks og spiluðu af fullum krafti gegn nágrönnum sínum í KV. KR liðið var mun meira með boltann og tókst að opna vörn KV aftur og aftur. Leikmenn KV voru oftar en ekki langt frá sínum mönnum og í kjölfarið myndaðist mikið pláss milli miðju og varnar KV sem KR nýtti sér óspart. Þó var meira jafnræði með liðunum til að byrja með og lið KV komst nokkrum sinnum í álitlegar sóknir sem ekkert varð úr. Fyrsta mark KR kom á 13. mínútu þegar boltinn datt fyrir Óskar Örn Hauksson fyrir utan vítateig KV sem smellhitti boltann sem fór í stöngina og inn. Fljótlega eftir það tók lið KR öll völd á vellinum þar sem boltinn fór varla yfir á vallarhelming KR það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Pálmi Rafn Pálmason bætti við öðru markinu á 26. mínútu. Þá missti Hugi Jóhannesson, markvörður KV, boltann yfir sig eftir eftir hornspyrnu frá Jacobi Schoop. Boltinn hafnaði í stönginn og datt fyrir fætur Pálma Rafns sem skoraði af öryggi. Markaveislan hélt áfram þegar liðsfélagarnir Almarr Ormarsson og Jacob Schoop skoruðu mjög áþekk mörk á 33. og 35. mínútu. Stungusending inn fyrir vörnina hægra meginn og klárað framhjá Huga í markinu. Pálmi Rafn skoraði fimmta mark KR og annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiks. Almarr Ormarsson var þar aleinn á hægri kantinum og gaf fastan bolta fyrir markið sem Pálma tókst að stýra boltanum í netið, 5-0, og ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir leikmenn KV í seinni hálfleik.KR slakaði á í seinni hálfleik Segja má að KR hafi aðeins slakað á í seinni hálfleik, sérstakalega þegar leið á hálfleikinn. Óskar Örn kom sínum mönnum þó í 6-0 á 54. mínútu eftir að hafa fengið tvö tækifæri til að klára eftir fyrirgjöf frá hægri kanti. Það var svo á 64. mínútu sem Þorsteinn Már Ragnarson var aleinn fyrir miðjum vallarhelmingi KV. Hann snéri með boltann við lappirnar og réðst til atlögu gegn vörn KV þar sem hann var felldur innan vítateigs. Pálmi Rafn skoraði af öryggi úr vítinu og staðan orðin 7-0. Undir lok leiks komust leikmenn KV aðeins betur inn í leikinn og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir enda KR komnir með marga leikmenn fram. Guðmundur Sigurðsson átti þeirra hættulegasta færi framan af þegar hann var við það að sleppa í gegn en skot hans fór framhjá. Það var svo á 84. mínútu sem fyrirliði KV, Jón Kári Ívarsson skoraði glæsilegt mark eftir langt innkast frá hægri kanti. Stúkan trylltist af fögnuði enda KV á heimavelli. Leiknum lauk 7-1 eftir mjög faglega frammistöðu bikarmeistararanna sem eru komnir áfram í 8-liða úrslit en KV er úr leik.Bjarni: Var ekki hræddur að tapa leiknumBjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég var bara heilt yfir mjög ánægður með hana, bæði hvað varðar nálgun á leikinn og frammistöðu hjá strákunum. Úrslitin tala svolítið sínu máli. En eftir 4-5 mínútur og alveg til loka leiksins fannst mér vera kraftur og yfirvegun í liðinu sem við viljum sjá,“ segir Bjarni. Bjarni stillti upp sínu sterkasta liði í kvöld gegn KV, sem leikur tveimur deildum neðar. Bjarni sagðist þó ekki hafa verið hræddur um að tapa leiknum. „Við viljum aftur á móti ná árangri á þeim stöðum þar sem við erum að keppa. Úrslitin hafa verið þannig, ekki bara í deildinni heldur út um allt, og leikir geta dottið í allar áttir.“ Þjálfari KR sagði að leikurinn hafi ekki endilega verið auðveldur. „Það var ákveðið „challenge“ fyrir okkur, að spila við lið sem var tveimur deildum fyrir neðan okkur,“ sagði Bjarni og bætti við: „Við vildum sýna það að við getum mætt öllum.“ Bjarni var búinn að gera allar sínar þrjár breytingar snemma í seinni hálfleik. Hann sagðist þó ekki óttast að menn myndu meiðast. „Við vildum aftur á móti gefa ungu strákunum tækifæri á að spila,“ sagði Bjarni en Guðmundur Andri Tryggvason og Atli Hrafn Andrason komu inn á á 54. mínútu. Þeir leika báðir með 2. flokki KR og spiluðu vel í kvöld.Segir KR hafa spilað betur en í síðust leikjumPálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, skoraði þrjú mörk í kvöld. Hann segist sjá framfarir hjá sínu liði. „Við erum klárlega að spila betur en í síðustu leikjum. Við sýnum það með því að mæta af fullri alvöru þótt þetta sé á móti neðri deildar liði. „Bikarleikir eru allt öðruvísi en deildarleikir og við mætum vel stemmdir og klárum þetta af fullri alvöru,“ sagði Pálmi Pálmi sagðist sáttur með hvernig hann sjálfur og KR liðið í heild spilaði. „Ég var bara nokkuð ánægður með spilamennskuna hjá mér og liðinu. Sigur og áfram í bikarnum og það er það sem við ætluðum okkur,“ sagði Pálmi Rafn.Leikmenn KV hræddir og stressaðirHjörvar Ólafsson, þjálfari KV, viðurkenndi að hans menn hefðu einfaldlega verið lélegra liðið í kvöld. „Við vorum undir í öllum atriðum knattspyrnunnar. Við vorum hræddir og stressaðir og þeir voru bara miklu betri en við í kvöld, sagði Hjörvar. Lið KV vann á eftir því sem leið á leikinn. Hjörvar segir að sínir menn eigi mikið inni. „Við sýndum á köflum að við getum gert margt en þeir voru hræddir og stressaðir svo ég held að við getum gert betur.“ Íslenski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
KR var mun betra liðið í kvöld í fjörugum markaleik í Frostaskjólin í kvöld. Bjarni Guðjónsson þjálfari KR stilti upp sínu sterkasta liði enda hefur gengi liðsins verið brösótt að undanförnu. Hans menn komu tilbúnir til leiks og spiluðu af fullum krafti gegn nágrönnum sínum í KV. KR liðið var mun meira með boltann og tókst að opna vörn KV aftur og aftur. Leikmenn KV voru oftar en ekki langt frá sínum mönnum og í kjölfarið myndaðist mikið pláss milli miðju og varnar KV sem KR nýtti sér óspart. Þó var meira jafnræði með liðunum til að byrja með og lið KV komst nokkrum sinnum í álitlegar sóknir sem ekkert varð úr. Fyrsta mark KR kom á 13. mínútu þegar boltinn datt fyrir Óskar Örn Hauksson fyrir utan vítateig KV sem smellhitti boltann sem fór í stöngina og inn. Fljótlega eftir það tók lið KR öll völd á vellinum þar sem boltinn fór varla yfir á vallarhelming KR það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Pálmi Rafn Pálmason bætti við öðru markinu á 26. mínútu. Þá missti Hugi Jóhannesson, markvörður KV, boltann yfir sig eftir eftir hornspyrnu frá Jacobi Schoop. Boltinn hafnaði í stönginn og datt fyrir fætur Pálma Rafns sem skoraði af öryggi. Markaveislan hélt áfram þegar liðsfélagarnir Almarr Ormarsson og Jacob Schoop skoruðu mjög áþekk mörk á 33. og 35. mínútu. Stungusending inn fyrir vörnina hægra meginn og klárað framhjá Huga í markinu. Pálmi Rafn skoraði fimmta mark KR og annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiks. Almarr Ormarsson var þar aleinn á hægri kantinum og gaf fastan bolta fyrir markið sem Pálma tókst að stýra boltanum í netið, 5-0, og ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir leikmenn KV í seinni hálfleik.KR slakaði á í seinni hálfleik Segja má að KR hafi aðeins slakað á í seinni hálfleik, sérstakalega þegar leið á hálfleikinn. Óskar Örn kom sínum mönnum þó í 6-0 á 54. mínútu eftir að hafa fengið tvö tækifæri til að klára eftir fyrirgjöf frá hægri kanti. Það var svo á 64. mínútu sem Þorsteinn Már Ragnarson var aleinn fyrir miðjum vallarhelmingi KV. Hann snéri með boltann við lappirnar og réðst til atlögu gegn vörn KV þar sem hann var felldur innan vítateigs. Pálmi Rafn skoraði af öryggi úr vítinu og staðan orðin 7-0. Undir lok leiks komust leikmenn KV aðeins betur inn í leikinn og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir enda KR komnir með marga leikmenn fram. Guðmundur Sigurðsson átti þeirra hættulegasta færi framan af þegar hann var við það að sleppa í gegn en skot hans fór framhjá. Það var svo á 84. mínútu sem fyrirliði KV, Jón Kári Ívarsson skoraði glæsilegt mark eftir langt innkast frá hægri kanti. Stúkan trylltist af fögnuði enda KV á heimavelli. Leiknum lauk 7-1 eftir mjög faglega frammistöðu bikarmeistararanna sem eru komnir áfram í 8-liða úrslit en KV er úr leik.Bjarni: Var ekki hræddur að tapa leiknumBjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég var bara heilt yfir mjög ánægður með hana, bæði hvað varðar nálgun á leikinn og frammistöðu hjá strákunum. Úrslitin tala svolítið sínu máli. En eftir 4-5 mínútur og alveg til loka leiksins fannst mér vera kraftur og yfirvegun í liðinu sem við viljum sjá,“ segir Bjarni. Bjarni stillti upp sínu sterkasta liði í kvöld gegn KV, sem leikur tveimur deildum neðar. Bjarni sagðist þó ekki hafa verið hræddur um að tapa leiknum. „Við viljum aftur á móti ná árangri á þeim stöðum þar sem við erum að keppa. Úrslitin hafa verið þannig, ekki bara í deildinni heldur út um allt, og leikir geta dottið í allar áttir.“ Þjálfari KR sagði að leikurinn hafi ekki endilega verið auðveldur. „Það var ákveðið „challenge“ fyrir okkur, að spila við lið sem var tveimur deildum fyrir neðan okkur,“ sagði Bjarni og bætti við: „Við vildum sýna það að við getum mætt öllum.“ Bjarni var búinn að gera allar sínar þrjár breytingar snemma í seinni hálfleik. Hann sagðist þó ekki óttast að menn myndu meiðast. „Við vildum aftur á móti gefa ungu strákunum tækifæri á að spila,“ sagði Bjarni en Guðmundur Andri Tryggvason og Atli Hrafn Andrason komu inn á á 54. mínútu. Þeir leika báðir með 2. flokki KR og spiluðu vel í kvöld.Segir KR hafa spilað betur en í síðust leikjumPálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, skoraði þrjú mörk í kvöld. Hann segist sjá framfarir hjá sínu liði. „Við erum klárlega að spila betur en í síðustu leikjum. Við sýnum það með því að mæta af fullri alvöru þótt þetta sé á móti neðri deildar liði. „Bikarleikir eru allt öðruvísi en deildarleikir og við mætum vel stemmdir og klárum þetta af fullri alvöru,“ sagði Pálmi Pálmi sagðist sáttur með hvernig hann sjálfur og KR liðið í heild spilaði. „Ég var bara nokkuð ánægður með spilamennskuna hjá mér og liðinu. Sigur og áfram í bikarnum og það er það sem við ætluðum okkur,“ sagði Pálmi Rafn.Leikmenn KV hræddir og stressaðirHjörvar Ólafsson, þjálfari KV, viðurkenndi að hans menn hefðu einfaldlega verið lélegra liðið í kvöld. „Við vorum undir í öllum atriðum knattspyrnunnar. Við vorum hræddir og stressaðir og þeir voru bara miklu betri en við í kvöld, sagði Hjörvar. Lið KV vann á eftir því sem leið á leikinn. Hjörvar segir að sínir menn eigi mikið inni. „Við sýndum á köflum að við getum gert margt en þeir voru hræddir og stressaðir svo ég held að við getum gert betur.“
Íslenski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann