Það hafa alltaf verið illmenni Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 20. júní 2015 10:00 María Einisdóttir, Ólöf og Viktoría Fréttablaðið/Valli María Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.Þegar talið berst að geðrofssjúkdómum, segir María karlmenn veikjast fyrr en konur, en að kynjahlutföllin séu samt þau sömu. „Konurnar veikjast seinna og ekki eins mikið. En svo fer þetta eftir því hvaða greiningu um ræðir. Ef við erum að tala um borderline persónuleikaröskun virðast það frekar vera konur sem fá þá greiningu – en ef við tölum um siðblindu, sem er líka persónuleikaröskun, þá eru það frekar karlmenn.“ María útskýrir að fólk með borderline persónuleikaröskun sé yfirleitt fólk sem hafi átt við erfiðleika að stríða við tengslamyndun í bernsku, fólk sem sér veröldina í svarthvítu. „Annað hvort er einhver frábær vinkona eða óvinur. Það er ekki mikið af gráum tónum. Líka mikið í sjálfsskaða og oft mjög mikill kvíði sem fylgir. Svo virðist líka sem að það að meiða sig valdi tímabundinni vellíðunarkennd. Þetta getur orðið mjög svæsið. En meðferðin gengur út á að hjálpa þeim að finna önnur bjargráð heldur en að skaða sig, það er ekki bjargráð. Þessi hópur er líka meira í neyslu.“ María segir siðblint fólk hinsvegar ekki þekkja muninn á réttu og röngu eða sé alveg sama um það. „Þetta er fólk sem er meira inn í fangelsunum. Þeir svara ekki þeirri meðferð sem vð erum að veita. Við erum ekki að meðhöndla þá. Siðblinda er persónuleikagerð sem hefur fylgt þér frá frumbernsku og eina leiðin er að hjálpa fólki til þess að reyna sjá að það er að skaða fólkið í kringum sig og reyna að lágmarka skaðann sem viðkomandi getur haft á fólkið í kringum sig.“ Hún segir þó lítinn hóp flokkast undir siðblinda. „En það hafa alltaf verið til illmenni. Það að sjúkdómsgera alla skapaða hluti, ég held að það hjálpi okkur ekkert mikið. Annað dæmi um sjúkdómavæðingu sem eg get pirrað mig létt yfir. Það er allt um félagsfælni, er það ekki bara feimni? Auðvitað getur þetta orðið sjúklegt ástand ég er alls ekki að gera lítið úr því - en að reyna skella á fólki heljarinnar greiningum þegar þetta er eðlilegt ástand. Við normalíserum það og það er ekki gott. Tökum dæmi um verkkvíða, ég ætlaði að þrífa heima hjá mér í gær, en ég nennti því ekki því ég var löt. Ég var ekki með verkvíða - ég var bara löt. Ég reyndi að selja mér það í lok dagsins að ég væri búin að vinna svo mikið og það endaði þar. Mér fannt ég eiga það skilið að fá að vera löt í friði.“ María segist halda að við þurfum að slaka á í greiningunum. „Við þurfum að leyfa fólki að hafa persónuleikaeinkenni án þess að smella greiningum á fólk. Eins og orðið feimni, maður heyrir þetta ekki lengur. Þetta er alveg ferlegt, eins og mér finnst sjarmerandi þegar fólk er feimið. Þetta eru ekki lestir. Þetta eru eiginleikar. Svo er gerjun í leiðanum, við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“ Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
María Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.Þegar talið berst að geðrofssjúkdómum, segir María karlmenn veikjast fyrr en konur, en að kynjahlutföllin séu samt þau sömu. „Konurnar veikjast seinna og ekki eins mikið. En svo fer þetta eftir því hvaða greiningu um ræðir. Ef við erum að tala um borderline persónuleikaröskun virðast það frekar vera konur sem fá þá greiningu – en ef við tölum um siðblindu, sem er líka persónuleikaröskun, þá eru það frekar karlmenn.“ María útskýrir að fólk með borderline persónuleikaröskun sé yfirleitt fólk sem hafi átt við erfiðleika að stríða við tengslamyndun í bernsku, fólk sem sér veröldina í svarthvítu. „Annað hvort er einhver frábær vinkona eða óvinur. Það er ekki mikið af gráum tónum. Líka mikið í sjálfsskaða og oft mjög mikill kvíði sem fylgir. Svo virðist líka sem að það að meiða sig valdi tímabundinni vellíðunarkennd. Þetta getur orðið mjög svæsið. En meðferðin gengur út á að hjálpa þeim að finna önnur bjargráð heldur en að skaða sig, það er ekki bjargráð. Þessi hópur er líka meira í neyslu.“ María segir siðblint fólk hinsvegar ekki þekkja muninn á réttu og röngu eða sé alveg sama um það. „Þetta er fólk sem er meira inn í fangelsunum. Þeir svara ekki þeirri meðferð sem vð erum að veita. Við erum ekki að meðhöndla þá. Siðblinda er persónuleikagerð sem hefur fylgt þér frá frumbernsku og eina leiðin er að hjálpa fólki til þess að reyna sjá að það er að skaða fólkið í kringum sig og reyna að lágmarka skaðann sem viðkomandi getur haft á fólkið í kringum sig.“ Hún segir þó lítinn hóp flokkast undir siðblinda. „En það hafa alltaf verið til illmenni. Það að sjúkdómsgera alla skapaða hluti, ég held að það hjálpi okkur ekkert mikið. Annað dæmi um sjúkdómavæðingu sem eg get pirrað mig létt yfir. Það er allt um félagsfælni, er það ekki bara feimni? Auðvitað getur þetta orðið sjúklegt ástand ég er alls ekki að gera lítið úr því - en að reyna skella á fólki heljarinnar greiningum þegar þetta er eðlilegt ástand. Við normalíserum það og það er ekki gott. Tökum dæmi um verkkvíða, ég ætlaði að þrífa heima hjá mér í gær, en ég nennti því ekki því ég var löt. Ég var ekki með verkvíða - ég var bara löt. Ég reyndi að selja mér það í lok dagsins að ég væri búin að vinna svo mikið og það endaði þar. Mér fannt ég eiga það skilið að fá að vera löt í friði.“ María segist halda að við þurfum að slaka á í greiningunum. „Við þurfum að leyfa fólki að hafa persónuleikaeinkenni án þess að smella greiningum á fólk. Eins og orðið feimni, maður heyrir þetta ekki lengur. Þetta er alveg ferlegt, eins og mér finnst sjarmerandi þegar fólk er feimið. Þetta eru ekki lestir. Þetta eru eiginleikar. Svo er gerjun í leiðanum, við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“
Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira