Heimsmet í rítalínnotkun og ofgreining á ADHD Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 21. júní 2015 11:15 María Einisdóttir Vísir/Valli María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.En af hverju eiga Íslendingar heimsmet í Rítalín notkun? „Þetta hefur þróast ansi óheppilega á Íslandi, það verður að segjast eins og er. Það sem er svo hættulegt við að nota þetta sem stungulyf er að það er svo stuttur helmingunartíminn. Þetta er svo fljótt úr líkamanum og fólk er að sprauta sig 10-20 sinnum á dag, það ógnar heilsu fólks verulega svo ekki sé meira sagt. Þetta er mjög hættulegt lyf, og við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir María, sem tekur við mörgum rítalínfíklum á fíknigeðdeild LSH. „Það er of mikð aðgengi að lyfinu og það er einhver innflutningur líka. Það þarf að taka heildstætt á vandanum. Það er vinna í gangi við að reyna kortleggja þetta og stemma stigu við þessu, en þetta er mjög alvarlegt mál.“ „Varðandi hópinn sem hefur þessa ADHD greiningu, það þarf að meðhöndla það. Þau svara vel þessum lyfjum. En það hefur líka sýnt sig að hugræn atferlismeðferð kemur að gagni. Við erum með ADHD teymi á spítalanum sem er með mjög vandaða greiningarvinnu og setur svo af stað meðferðina. Það er mjög gott eftirlit með þeim hópi. Það er hreinlega þjóðhaglsega hagkvæmt að sinna fólki með ADHD mjög vel,“ segir María en bætir þó við að ekki allir með greiningu þurfi að fara á lyf. „Það hefur sýnt sig að þessu fólki er hættara við að detta út úr skólakerfinu, eiga erfiðara með að fá vinnu og halda vinnum - rekast illa. Lenda jafnvel upp á kant við lögin, með styttri kveikjuþráð en meðaljóninn. Það er einföld heilsuhagfræði sem segir okkur að þetta borgar sig. Það borgar sig að veita þessu unga fólki góða meðferð.“ María segir eina skýringu á Rítalín ofnotkun geti verið ofgreining. „Þess vegna var farið í þessa vegferð að stofna þetta teymi. Það er þverfaglegt teymi sem kemur að greiningunni og tíu til tólf klukktimar sem fara í hverja greiningu.“ Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.En af hverju eiga Íslendingar heimsmet í Rítalín notkun? „Þetta hefur þróast ansi óheppilega á Íslandi, það verður að segjast eins og er. Það sem er svo hættulegt við að nota þetta sem stungulyf er að það er svo stuttur helmingunartíminn. Þetta er svo fljótt úr líkamanum og fólk er að sprauta sig 10-20 sinnum á dag, það ógnar heilsu fólks verulega svo ekki sé meira sagt. Þetta er mjög hættulegt lyf, og við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir María, sem tekur við mörgum rítalínfíklum á fíknigeðdeild LSH. „Það er of mikð aðgengi að lyfinu og það er einhver innflutningur líka. Það þarf að taka heildstætt á vandanum. Það er vinna í gangi við að reyna kortleggja þetta og stemma stigu við þessu, en þetta er mjög alvarlegt mál.“ „Varðandi hópinn sem hefur þessa ADHD greiningu, það þarf að meðhöndla það. Þau svara vel þessum lyfjum. En það hefur líka sýnt sig að hugræn atferlismeðferð kemur að gagni. Við erum með ADHD teymi á spítalanum sem er með mjög vandaða greiningarvinnu og setur svo af stað meðferðina. Það er mjög gott eftirlit með þeim hópi. Það er hreinlega þjóðhaglsega hagkvæmt að sinna fólki með ADHD mjög vel,“ segir María en bætir þó við að ekki allir með greiningu þurfi að fara á lyf. „Það hefur sýnt sig að þessu fólki er hættara við að detta út úr skólakerfinu, eiga erfiðara með að fá vinnu og halda vinnum - rekast illa. Lenda jafnvel upp á kant við lögin, með styttri kveikjuþráð en meðaljóninn. Það er einföld heilsuhagfræði sem segir okkur að þetta borgar sig. Það borgar sig að veita þessu unga fólki góða meðferð.“ María segir eina skýringu á Rítalín ofnotkun geti verið ofgreining. „Þess vegna var farið í þessa vegferð að stofna þetta teymi. Það er þverfaglegt teymi sem kemur að greiningunni og tíu til tólf klukktimar sem fara í hverja greiningu.“
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira