Í greininni sem hann vísar til og birtisti á grínvefnum Onion, segir í fyrirsögn að FIFA muni hafi tilkynnt um heimsmeistaramót í Bandaríkjunum sem halda á nú í sumar. Greinin birtist 27. maí og í undirfyrirsögninni segir: „Heimsmeistaramótið í fótbolta mun byrja í Bandaríkjunum í kvöld.“
Þar segir einnig að merki keppninnar verði handteiknaður spýtukall sparkandi í bolta.
Warner virðist hafa trúað þessu alfarið. Hann segir þetta vera mikinn tvískinnung í Bandaríkjunum að vilja halda HM nú og segir ákærurnar vera samsæri um að Bandaríkin séu ósátt við að HM verði haldið í Rússlandi 2018 og í Katar 2022.
Yfirlýsing Warner hefur verið tekinn út af Facebooksíðu hans, en internetið gleymir engu.