Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2015 17:50 Fleiri tugi hola mátti sjá á bílnum auk þess sem rúða var brotin. Lögreglunni í Kópavogi var tilkynnt um að skotið hefði verið úr haglabyssu í bíl á bílastæði nærri Hjallakirkju þann 9. apríl. Eigandi bílsins fékk þau svör frá lögreglu að líklega hefði verið um loftbyssu að ræða þótt högl hefðu fundist í bílnum. Atvikið átti sér stað á bílastæði við blokkina þar sem umsátursaðgerðir lögreglu hafa farið fram í dag. Hjörtur Örn Arnarson var staddur erlendis þegar hann fékk þau skilaboð frá konu sinni og dóttur að skotið hefði verið á bíl þeirra. Dóttirin hafði verið í heimsókn hjá vinkonu í Hlíðarhjalla, stokkið inn til hennar um korter að kvöldi til en þegar út var komið hefði bíllinn verið stórskemmdur. Meðal annars var rúða brotin og barnabílstólar fullir af glerbrotum. Lögreglu var tilkynnt um málið daginn eftir. Sögðu lögreglumenn við mæðgurnar að líklega hefði verið um loftbyssuskot að ræða. Þegar Hjörtur Örn kom sjálfur til landsins ræddi hann sjálfur við lögreglumann í Kópavogi sem tók undir með Hirti að augljóslega hefði ekki verið um loftbyssuskot að ræða. Taldi Hjörtur mikilvægt að málið yrði rétt skráð hjá lögreglu. „Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn í samtali við Vísi. Það hlyti að vera alvarlegt mál ef skotið væri úr haglabyssu á bíl í íbúðarhverfi. Aðgerðir lögreglu við Hlíðarhjalla standa enn yfir en sérsveitarmenn eru komnir inn í blokkina og reyna að ná tali af manninum. Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Skothvellur í Kópavogi: „Hver veit hefði hann verið í aðeins verra skapi“ Aron Daníel Hjartarson var að mála grindverk nærri manninum sem skaut úr haglabyssu í Kópavogi. 2. júní 2015 18:50 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Lögreglunni í Kópavogi var tilkynnt um að skotið hefði verið úr haglabyssu í bíl á bílastæði nærri Hjallakirkju þann 9. apríl. Eigandi bílsins fékk þau svör frá lögreglu að líklega hefði verið um loftbyssu að ræða þótt högl hefðu fundist í bílnum. Atvikið átti sér stað á bílastæði við blokkina þar sem umsátursaðgerðir lögreglu hafa farið fram í dag. Hjörtur Örn Arnarson var staddur erlendis þegar hann fékk þau skilaboð frá konu sinni og dóttur að skotið hefði verið á bíl þeirra. Dóttirin hafði verið í heimsókn hjá vinkonu í Hlíðarhjalla, stokkið inn til hennar um korter að kvöldi til en þegar út var komið hefði bíllinn verið stórskemmdur. Meðal annars var rúða brotin og barnabílstólar fullir af glerbrotum. Lögreglu var tilkynnt um málið daginn eftir. Sögðu lögreglumenn við mæðgurnar að líklega hefði verið um loftbyssuskot að ræða. Þegar Hjörtur Örn kom sjálfur til landsins ræddi hann sjálfur við lögreglumann í Kópavogi sem tók undir með Hirti að augljóslega hefði ekki verið um loftbyssuskot að ræða. Taldi Hjörtur mikilvægt að málið yrði rétt skráð hjá lögreglu. „Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn í samtali við Vísi. Það hlyti að vera alvarlegt mál ef skotið væri úr haglabyssu á bíl í íbúðarhverfi. Aðgerðir lögreglu við Hlíðarhjalla standa enn yfir en sérsveitarmenn eru komnir inn í blokkina og reyna að ná tali af manninum.
Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Skothvellur í Kópavogi: „Hver veit hefði hann verið í aðeins verra skapi“ Aron Daníel Hjartarson var að mála grindverk nærri manninum sem skaut úr haglabyssu í Kópavogi. 2. júní 2015 18:50 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18
Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04
Skothvellur í Kópavogi: „Hver veit hefði hann verið í aðeins verra skapi“ Aron Daníel Hjartarson var að mála grindverk nærri manninum sem skaut úr haglabyssu í Kópavogi. 2. júní 2015 18:50