Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Seðlabanki Evrópu hafa gert drög að samkomulagi um afborganir Grikkja af skuldum þeirra sem kynnt verða forsætisráðherra landsins í Brussel í dag. Forsætisráðherrann, Alexis Tsipras, mun jafnframt leggja fram tillögur sínar til umbóta á fundinum í dag. Hann segir þær raunhæfar og vonast til að loks sé komin lausn á vanda Grikkja.
Grikkland er á barmi gjaldþrots og þarf á föstudag að greiða rúmlega 200 milljarða íslenskra króna til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Greiðsluþrot blasir líklega við Grikkjum, takist ekki að semja um lánið.

