Verkfall hjúkrunarfræðinga: „Gengur ekkert mikið lengur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. júní 2015 11:55 Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir hjúkrunarfræðinga ekki geta gengið harðar fram í kjarabaráttu þeirra við ríkið. Þeir muni þó leyfa sjúklingum að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. vísir/vilhelm Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Fundurinn verður sá fyrsti í fimm daga, eða allt frá því að samninganefnd hjúkrunarfræðinga hafnaði tilboði ríkisins. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga furðar sig á því að ríkissáttasemjari hafi ekki séð tilefni til að boða til fundar fyrr. Staðan sé grafalvarleg. Samninganefnd ríkisins lagði á síðasta fundi til að eftir fjögur ár yrðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga um 359 þúsund, að sögn Ólafs. Hann segist ekki geta sætt sig við þá tölu.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.Sjúklingar fái að njóta vafans „Við lögðum fram kröfugerð í upphafi og endurskoðuðum hana síðan og lögðum fram aftur. Hún hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá samninganefnd ríkisins en við stöndum við þá kröfugerð að svo stöddu," segir Ólafur. Aðspurður hvort gengið verði harðar fram í kjarabaráttunni segir hann það erfitt, en að sjúklingar muni fá að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. „Við erum náttúrulega í allsherjarverkfalli og það er erfitt að ganga harðar fram þar sem við þurfum að manna þessa öryggislista sem eru í gildi. En við leyfum sjúklingum að njóta vafans þegar um undanþágubeiðnir er að ræða og við munum ekkert kvika frá því." Þá segir hann stöðuna á heilbrigðisstofnunum um land allt gríðarlega erfiða og grafalvarlega. „Það er mikið álag á heilbrigðisstofnunum. Það gefur auga leið að þegar þú ert með 500 hjúkrunarfræðinga af 2.100 í vinnu þá eðlilega verður álagið mikið. Félagsmenn mínir finna fyrir því og stofnanir allar finna fyrir því að það hriktir mjög í stoðunum. Ástandið er mjög erfitt og gengur ekkert mjög mikið lengur.“Skora á ráðherra Hjúkrunarfræðingar sendu fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf í dag þar sem hann er hvattur til að bregðast við stöðunni. Þannig sé hann að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins örugga og öfluga hjúkrun. Þeir segjast munu þrýsta á að samningar náist um samkeppnishæf laun, þar sem mikil eftirspurn sé eftir sérþekkingu þeirra og starfskröftum, hérlendis og erlendis. Samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríkisins munu einnig hittast á fundi klukkan þrjú í dag, eftir árangurslausan fund þeirra í gær. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði að þá hafi komið fram nokkrir umræðupunktar sem unnið verði frekar með á fundinum í dag. Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í um átta vikur. Verkfall 2016 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Fundurinn verður sá fyrsti í fimm daga, eða allt frá því að samninganefnd hjúkrunarfræðinga hafnaði tilboði ríkisins. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga furðar sig á því að ríkissáttasemjari hafi ekki séð tilefni til að boða til fundar fyrr. Staðan sé grafalvarleg. Samninganefnd ríkisins lagði á síðasta fundi til að eftir fjögur ár yrðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga um 359 þúsund, að sögn Ólafs. Hann segist ekki geta sætt sig við þá tölu.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.Sjúklingar fái að njóta vafans „Við lögðum fram kröfugerð í upphafi og endurskoðuðum hana síðan og lögðum fram aftur. Hún hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá samninganefnd ríkisins en við stöndum við þá kröfugerð að svo stöddu," segir Ólafur. Aðspurður hvort gengið verði harðar fram í kjarabaráttunni segir hann það erfitt, en að sjúklingar muni fá að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. „Við erum náttúrulega í allsherjarverkfalli og það er erfitt að ganga harðar fram þar sem við þurfum að manna þessa öryggislista sem eru í gildi. En við leyfum sjúklingum að njóta vafans þegar um undanþágubeiðnir er að ræða og við munum ekkert kvika frá því." Þá segir hann stöðuna á heilbrigðisstofnunum um land allt gríðarlega erfiða og grafalvarlega. „Það er mikið álag á heilbrigðisstofnunum. Það gefur auga leið að þegar þú ert með 500 hjúkrunarfræðinga af 2.100 í vinnu þá eðlilega verður álagið mikið. Félagsmenn mínir finna fyrir því og stofnanir allar finna fyrir því að það hriktir mjög í stoðunum. Ástandið er mjög erfitt og gengur ekkert mjög mikið lengur.“Skora á ráðherra Hjúkrunarfræðingar sendu fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf í dag þar sem hann er hvattur til að bregðast við stöðunni. Þannig sé hann að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins örugga og öfluga hjúkrun. Þeir segjast munu þrýsta á að samningar náist um samkeppnishæf laun, þar sem mikil eftirspurn sé eftir sérþekkingu þeirra og starfskröftum, hérlendis og erlendis. Samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríkisins munu einnig hittast á fundi klukkan þrjú í dag, eftir árangurslausan fund þeirra í gær. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði að þá hafi komið fram nokkrir umræðupunktar sem unnið verði frekar með á fundinum í dag. Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í um átta vikur.
Verkfall 2016 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira