Kári Steinn fékk silfur: Enn slappur eftir Hamburg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2015 16:23 Kári Steinn í hlaupinu í dag. Marcos Sanza Arranz frá Andorra er á undan honum en hann vann að lokum gull. Vísir/Andri Marinó Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, varð annar í 10000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Hann var nokkuð frá sínu besta og náði ekki að veita sigurvegaranum frá Andorra neina alvöru samkeppni. „Ég á ekki að vera með afsakanir en það hefur gengið illa að æfa síðan í maraþoninu í Hamburg í lok apríl. Ég hef ekki tekið eina þokkalega æfingu og þetta hefur verið hver brotlendingin á fætur annarri. Þetta hlaup var í takti við það,“ sagði Kári Steinn eftir hlaupið í dag. „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég er búinn að fara í blóðrannsóknir og það er spurning hvort það vanti járn hjá mér eða að þetta sé vírus. Það eru rosaleg þyngsli í mér og það getur verið að ég hafi gengið frá mér í maraþoninu í Hamburg sem gekk ekki nógu vel hjá mér.“ Kári Steinn ætlar þó að reyna að vera jákvæður þó svo að hann óttaðist að þetta yrði niðurstaðan í dag. „Ég sá að ég átti ekki séns og þá vildi ég bara halda mínu silfri og koma mér örugglega í mark. Tíminn var arfaslakur og því hafði maður lítið að hlaupa fyrir í restina.“ „Þetta hlýtur að smella á næstu vikum. Maður hefur lent í leiðindatímabilum áður þar sem maður er þreyttur og finnur sig engan veginn,“ segir Kári Steinn sem hefur útilokað að keppa í maraþoni á HM í frjálsum í sumar. „Ég þyrfti að hlaupa maraþon í næsta mánuði til að ná því og ég er bara ekki í standi til þess. Ég er því að einbeita mér að Berlín í haust og að ná lágmarkinu fyrir Ríó.“ „Ég hefði viljað vera kominn á fullt skrið en það hefur tafist aðeins hjá mér. Þetta eru nú orðnar 3-4 vikur hjá mér þar sem ég hef fundið fyrir slappleikanum og þetta hlýtur að fara að líða hjá.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, varð annar í 10000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Hann var nokkuð frá sínu besta og náði ekki að veita sigurvegaranum frá Andorra neina alvöru samkeppni. „Ég á ekki að vera með afsakanir en það hefur gengið illa að æfa síðan í maraþoninu í Hamburg í lok apríl. Ég hef ekki tekið eina þokkalega æfingu og þetta hefur verið hver brotlendingin á fætur annarri. Þetta hlaup var í takti við það,“ sagði Kári Steinn eftir hlaupið í dag. „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég er búinn að fara í blóðrannsóknir og það er spurning hvort það vanti járn hjá mér eða að þetta sé vírus. Það eru rosaleg þyngsli í mér og það getur verið að ég hafi gengið frá mér í maraþoninu í Hamburg sem gekk ekki nógu vel hjá mér.“ Kári Steinn ætlar þó að reyna að vera jákvæður þó svo að hann óttaðist að þetta yrði niðurstaðan í dag. „Ég sá að ég átti ekki séns og þá vildi ég bara halda mínu silfri og koma mér örugglega í mark. Tíminn var arfaslakur og því hafði maður lítið að hlaupa fyrir í restina.“ „Þetta hlýtur að smella á næstu vikum. Maður hefur lent í leiðindatímabilum áður þar sem maður er þreyttur og finnur sig engan veginn,“ segir Kári Steinn sem hefur útilokað að keppa í maraþoni á HM í frjálsum í sumar. „Ég þyrfti að hlaupa maraþon í næsta mánuði til að ná því og ég er bara ekki í standi til þess. Ég er því að einbeita mér að Berlín í haust og að ná lágmarkinu fyrir Ríó.“ „Ég hefði viljað vera kominn á fullt skrið en það hefur tafist aðeins hjá mér. Þetta eru nú orðnar 3-4 vikur hjá mér þar sem ég hef fundið fyrir slappleikanum og þetta hlýtur að fara að líða hjá.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira