Annar ritstjóri DV segir frétt blaðsins um stöðugleikaskatt góða blaðamennsku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2015 10:22 Eggert Skúlason vísir/gva Eggert Skúlason, ritstjóri DV, furðar sig á ummælum þingmanna í umræðum á Alþingi í gær. Orðin birtir hann í stöðuuppfærslu sem hann setti inn á Facebook fyrr í morgun. „Það þarf að koma hér fram, herra forseti, að Seðlabankinn tilgreindi sérstaklega sem ástæðu fyrir nauðsyn þessarar lagasetningar hér í kvöld eða nótt leka í DV sem varð á föstudagsmorguninn var þegar þar var slegið upp að í vændum væri frumvarp um 40% stöðugleikaskatt á eignir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Steingrímur í ræðustól á Alþingi. Steingrímur bætti enn fremur við að hann vildi að forsætisráðherra útskýrði fyrir þingheimi hvernig það gæti gerst að út úr hinu lokaða ferli til undirbúnings frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta skuli koma skaðlegur leki af því tagi beint í gegnum nafngreindan blaðamann DV og á forsíðu þess blaðs.Sjá einnig: Búist við kynningu á 40 prósenta stöðugleikaskatti í ríkisstjórn Er hann svaraði andsvari Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarnar, upplýsti Steingrímur um að Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, hafi sagt umfjöllunina vera ástæðu þess að frumvarpið var flutt með svo skömmum fyrirvara. Össur Skarphéðinsson tjáði sig einnig um málið á Facebook. Össuri var tíðrætt um það í pontu í gærkvöld að þetta væri í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun sem Alþingi er kallað til þingfundar á sunnudagskvöldi. „Innsti hringurinn míglekur raunar, því viðskiptaritstjóri DV hefur allajafna meiri upplýsingar en almennir ráðherrar um stöðuna – og miklu meiri en nokkur þingmaður.Gera menn sér grein fyrir hvað þetta þýðir? – Í miðju framkvæmdavaldsins er trúnaður brotinn. Upplýsingum, sem geta skaðað stöðu Íslands gagnvart kröfuhöfum er lekið,“ skrifar Össur meðal annars á vefinn. Ritstjórinn segir þessi orð sérstök og furðar sig á þeim orðum þingmannanna að réttast væri að láta rannsaka frétt DV. Frétt blaðsins sé aðeins enn eitt púslið í viðamilli umfjöllun blaðsins um gjaldeyrishöftin.Leki eða góð blaðamennska?Ofurlítið sérstakt að fylgjast með umræðu á Alþingi þar sem forsíðufrétt DV frá því á fö...Posted by Eggert Skúlason on Monday, 8 June 2015 Alþingi kvatt saman út af leka í DVTrúnaðarupplýsingum um afnám gjaldeyrishafta var lekið í DV af einhverjum úr innsta...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, 7 June 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Eggert Skúlason, ritstjóri DV, furðar sig á ummælum þingmanna í umræðum á Alþingi í gær. Orðin birtir hann í stöðuuppfærslu sem hann setti inn á Facebook fyrr í morgun. „Það þarf að koma hér fram, herra forseti, að Seðlabankinn tilgreindi sérstaklega sem ástæðu fyrir nauðsyn þessarar lagasetningar hér í kvöld eða nótt leka í DV sem varð á föstudagsmorguninn var þegar þar var slegið upp að í vændum væri frumvarp um 40% stöðugleikaskatt á eignir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Steingrímur í ræðustól á Alþingi. Steingrímur bætti enn fremur við að hann vildi að forsætisráðherra útskýrði fyrir þingheimi hvernig það gæti gerst að út úr hinu lokaða ferli til undirbúnings frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta skuli koma skaðlegur leki af því tagi beint í gegnum nafngreindan blaðamann DV og á forsíðu þess blaðs.Sjá einnig: Búist við kynningu á 40 prósenta stöðugleikaskatti í ríkisstjórn Er hann svaraði andsvari Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarnar, upplýsti Steingrímur um að Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, hafi sagt umfjöllunina vera ástæðu þess að frumvarpið var flutt með svo skömmum fyrirvara. Össur Skarphéðinsson tjáði sig einnig um málið á Facebook. Össuri var tíðrætt um það í pontu í gærkvöld að þetta væri í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun sem Alþingi er kallað til þingfundar á sunnudagskvöldi. „Innsti hringurinn míglekur raunar, því viðskiptaritstjóri DV hefur allajafna meiri upplýsingar en almennir ráðherrar um stöðuna – og miklu meiri en nokkur þingmaður.Gera menn sér grein fyrir hvað þetta þýðir? – Í miðju framkvæmdavaldsins er trúnaður brotinn. Upplýsingum, sem geta skaðað stöðu Íslands gagnvart kröfuhöfum er lekið,“ skrifar Össur meðal annars á vefinn. Ritstjórinn segir þessi orð sérstök og furðar sig á þeim orðum þingmannanna að réttast væri að láta rannsaka frétt DV. Frétt blaðsins sé aðeins enn eitt púslið í viðamilli umfjöllun blaðsins um gjaldeyrishöftin.Leki eða góð blaðamennska?Ofurlítið sérstakt að fylgjast með umræðu á Alþingi þar sem forsíðufrétt DV frá því á fö...Posted by Eggert Skúlason on Monday, 8 June 2015 Alþingi kvatt saman út af leka í DVTrúnaðarupplýsingum um afnám gjaldeyrishafta var lekið í DV af einhverjum úr innsta...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, 7 June 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12