Sáttanefndin slegin út af borðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2015 11:22 BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu í morgun með fulltrúum ríkisstjórnarinnar vegna myndun sáttanefndar. vísir/pjetur Sáttanefnd verður ekki kölluð saman vegna kjaradeilna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Þetta staðfestir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga en RÚV greindi fyrst frá málinu. Félögin tvö funduðu með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í velferðarráðuneytinu í morgun. „Það var sameiginleg niðurstaða fundarins að sáttanefnd hefði í raun ekkert nýtt fram að færa umfram ríkissáttasemjara. Í lögum er skýrt hvaða vald ríkissáttasemjari hefur og eitt af því sem hann getur gert er að kalla til sín aðila til að miðla málum. Sáttanefnd er í raun bara ein útfærsla þar sem ríkissáttasemjari er tekinn frá og settir inn þrír aðilar sem eru eins og ríkissáttasemjari.“ Ólafur segir að fólk hafi verið sammála um það, eftir að hafa rætt málið í þaula, að betra væri að hafa ríkissáttasemjara áfram að stjórna viðræðunum enda er hann inni í málunum. Aðspurður segir ríkissáttasemjara ekki hvorki hafa verið á fundinum í morgun né hafa komið að ákvörðuninni um sáttanefndina.En hefur verið boðað til einhverra funda í deilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag eða vikunni? „Nei, það hefur ekki verið gert. En ég mun funda með minni samninganefnd í dag þar sem við förum yfir stöðu mála.“ Tengdar fréttir Lög á verkfallið í undirbúningi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina ekki kalla eftir lögum á verkfall BHM á meðan enn er líf í viðræðum. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að slík lagasetning sé í bígerð og lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. 6. júní 2015 07:00 Skipun sáttanefndar til þess fallin að tefja lausn kjaradeilunnar 6. júní 2015 19:30 Sáttanefnd verður skipuð vegna kjaradeilna ríkisins Slíka nefnd má samkvæmt lögum skipa ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar. 5. júní 2015 19:14 "Þessi nefnd hefur ekki verið skipuð svo lengi sem elstu menn muna“ BHM vill fá skriflegt frá ríkinu hvaða áhrif skipun sáttanefndar mun hafa á kjaradeilur. 6. júní 2015 13:37 Lög á verkföll ekki enn rædd Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkfall BHM. Ríkisstjórn fundaði í morgun. 5. júní 2015 12:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sáttanefnd verður ekki kölluð saman vegna kjaradeilna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Þetta staðfestir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga en RÚV greindi fyrst frá málinu. Félögin tvö funduðu með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í velferðarráðuneytinu í morgun. „Það var sameiginleg niðurstaða fundarins að sáttanefnd hefði í raun ekkert nýtt fram að færa umfram ríkissáttasemjara. Í lögum er skýrt hvaða vald ríkissáttasemjari hefur og eitt af því sem hann getur gert er að kalla til sín aðila til að miðla málum. Sáttanefnd er í raun bara ein útfærsla þar sem ríkissáttasemjari er tekinn frá og settir inn þrír aðilar sem eru eins og ríkissáttasemjari.“ Ólafur segir að fólk hafi verið sammála um það, eftir að hafa rætt málið í þaula, að betra væri að hafa ríkissáttasemjara áfram að stjórna viðræðunum enda er hann inni í málunum. Aðspurður segir ríkissáttasemjara ekki hvorki hafa verið á fundinum í morgun né hafa komið að ákvörðuninni um sáttanefndina.En hefur verið boðað til einhverra funda í deilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag eða vikunni? „Nei, það hefur ekki verið gert. En ég mun funda með minni samninganefnd í dag þar sem við förum yfir stöðu mála.“
Tengdar fréttir Lög á verkfallið í undirbúningi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina ekki kalla eftir lögum á verkfall BHM á meðan enn er líf í viðræðum. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að slík lagasetning sé í bígerð og lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. 6. júní 2015 07:00 Skipun sáttanefndar til þess fallin að tefja lausn kjaradeilunnar 6. júní 2015 19:30 Sáttanefnd verður skipuð vegna kjaradeilna ríkisins Slíka nefnd má samkvæmt lögum skipa ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar. 5. júní 2015 19:14 "Þessi nefnd hefur ekki verið skipuð svo lengi sem elstu menn muna“ BHM vill fá skriflegt frá ríkinu hvaða áhrif skipun sáttanefndar mun hafa á kjaradeilur. 6. júní 2015 13:37 Lög á verkföll ekki enn rædd Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkfall BHM. Ríkisstjórn fundaði í morgun. 5. júní 2015 12:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Lög á verkfallið í undirbúningi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina ekki kalla eftir lögum á verkfall BHM á meðan enn er líf í viðræðum. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að slík lagasetning sé í bígerð og lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. 6. júní 2015 07:00
Sáttanefnd verður skipuð vegna kjaradeilna ríkisins Slíka nefnd má samkvæmt lögum skipa ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar. 5. júní 2015 19:14
"Þessi nefnd hefur ekki verið skipuð svo lengi sem elstu menn muna“ BHM vill fá skriflegt frá ríkinu hvaða áhrif skipun sáttanefndar mun hafa á kjaradeilur. 6. júní 2015 13:37
Lög á verkföll ekki enn rædd Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkfall BHM. Ríkisstjórn fundaði í morgun. 5. júní 2015 12:05